Fréttablaðið - 26.08.2020, Side 34
Það er mannlegt að ef þú átt
rétt á bótum í langan tíma að
það þurfi að vera hvati til að
stíga skrefið inn á
vinnumarkaðinn.
Bjarni Bene-
diktsson fjár-
málaráðherra
19.08.2020
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 26. ágúst 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
Skráðu þig á póstlistann og
fáðu Fréttablaðið sent rafrænt
á hverjum morgni
Skráðu þig á frettabladid.is,
á Facebook síðu Fréttablaðsins
eða skannaðu QR kóðann
– Mest lesna dagblað landsins
Forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir setti fram athyglisverða nálgun í efna-
hagsmálum á dögunum. Hinum
mjög svo íþyngjandi úrræðum sem
gripið hefur verið til á landamær-
um Íslands, sem fela í sér fimm
daga sóttkví fyrir alla sem koma
til landsins, var þannig lýst sem
aðgerðum til að vernda „innan-
landshagkerfið“.
Má því skilja þetta sem svo
að þær tugþúsundir sem hafa
viðurværi sitt af því að þjónusta
erlent fólk sem kemur til landsins
tilheyri ekki innanlandshag-
kerfinu? Nánast öll efnahagsum-
svif á Íslandi eru háð alþjóðavið-
skiptum. Tilheyrir sjávarútvegur
innlenda eða erlenda hagkerfinu?
Hvað með Marel og CCP? Skipting
íslenska hagkerfisins í innlendan
og erlendan hluta er hugsun sem
heldur ekki vatni.
Þessi ákvörðun er síðan tekin
á grundvelli hagræns mats sem
unnið var á nokkrum dögum.
Meðal niðurstaðna þess mats var
að hagræn rök hnigi að því að
herða aðgerðir á landamærum.
Meðal annars vegna þess hefur
kortavelta Íslendinga erlendis
dregist mjög saman, sem gæti
vegið upp á móti hvarfi gjaldeyris-
innflæðis frá ferðamönnum.
Á síðasta ári skildu ferðamenn
eftir yfir jafnvirði 330 milljarða af
erlendum gjaldeyri á Íslandi. Það
er sannarlega skarð fyrir skildi
að missa þessar tekjur og veltu
út úr hagkerfinu. Ísland er mjög
háð innflutningi, sem er vitanlega
allur fjármagnaður með erlendum
gjaldeyri. Litlu skiptir þótt
Íslendingar straui kortin meira
innanlands en erlendis, en þetta er
kallað „tilf lutningur neyslu“ í hag-
rænu greiningunni.
Innflutningur á neysluvörum
var yfir 100 milljarðar á síðasta ári
og verðmæti innfluttra flutninga-
tækja var ámóta mikið. Mat-
vælainnflutningur var um 71
milljarður á síðasta ári, samkvæmt
tölum Hagstofunnar. Það breytir
engu hvort Íslendingar kaupi sér
nýjar gallabuxur á Oxford Street
eða í Kringlunni – í báðum til-
fellum þarf á einhverjum tíma-
punkti þeirra viðskipta að reiða
fram erlendan gjaldeyri.
Enda þarf ekki að líta lengra en
til vendinga á gjaldeyrismarkaði
síðan ákvörðunin um fimm daga
sóttkví fyrir alla komufarþega var
kynnt. Krónan hefur ekki veikst
um nema eitt prósent. En það er
bara vegna þess að Seðlabanki
Íslands hefur notað vel á annan
tug milljarða króna síðan þá til að
styðja við gengið. Erlendir aðilar
með fjárfestingar á Íslandi eru
nú margir hverjir að selja sínar
eignir, enda blasir það við að
annaðhvort þarf Seðlabankinn að
ganga verulega á gjaldeyrisforða
sinn eða leyfa krónunni að falla
samfara minnkandi gjaldeyrisinn-
flæði. Hvort tveggja rýrir lífskjör
á Íslandi.
Innanlands-
hagkerfið
Þórður
Gunnarsson
SKOÐUN
Isavia hefur mótað tillögur að beinum og skilyrtum markaðsstuðningi til f lug-félaga sem ætlað er að hvetja þau til
þess að hefja flug til og frá Íslandi. Þetta
kemur fram í svari Isavia við fyrirspurn
Markaðarins.
„Það er fyrirhugað að Isavia muni
bjóða upp á beinan, en skilyrtan,
markaðsstuðning til f lugfélaganna
sem f ljúga til og frá Íslandi þegar
COVID-faraldurinn fer að lægja.“
Markmiðið sé að auðvelda f lugfélögum að taka
ákvörðun að hefja f lug, eða auka við f lug, til og frá
Íslandi svo að eftirspurn vaxi hraðar en ella.
Tillögurnar voru samþykktar af stjórn með þeim
fyrirvara að ekki verði greitt til félaga fyrr en ljóst
er hvenær skimunarverkefnið í f lugstöðinni hættir
og engar slíkar takmarkanir verði til staðar.
Flugfélög þurfa að sýna með skýrum hætti
hvernig þau nýta markaðsstuðninginn til að aug-
lýsa Ísland. Þá verði þau að skila af sér því fram-
boði sem lá til grundvallar úthlutuninni. – þfh
Styðja flugfélög með beinum hætti
Sveinbjörn Indriða-
son, forstjóri Isavia