Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2020, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 26.08.2020, Qupperneq 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is VIÐ ERUM AÐ BORÐA GENABREYTTA HLUTI SEM ERU AÐLAGAÐIR AÐ OKKAR ÞÖRFUM. VIÐ ERUM EKKI AÐ AÐLAGA OKKUR AÐ NÁTT- ÚRUNNI, VIÐ ERUM AÐ AÐLAGA NÁTTÚRUNA AÐ OKKUR. Orkan býður lítrann á lægsta verðinu í öllum landshlutum — án allra skilyrða. LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDS- HLUTUM Mér finnst fólk oft mikla hlutina fyrir sér í mat-reiðslu en ég get alveg vottað að matreiðsla er engin heilaskurðaðgerð,“ segir meistarakokkurinn Davíð Örn Hákonarson, stjórnandi matreiðslu- þáttanna Allt úr engu, sem hófu göngu sína á Stöð 2 á mánudaginn. „Mig hefur alltaf langað til að búa til sjónvarpsþátt þar sem fólk geti tengt meira við hversu aðgengileg eldamennska getur verið. Þetta er bara spurning um að gera mistök og að prófa sig áfram.“ Aðalstefið í þáttunum er að kenna áhorfendum hvernig hægt sé að nýta mat sem best til að sporna gegn matarsóun. „Það hefur alltaf farið í taugarnar á mér að fólk hendi hálfum poka af spínati því hann sé orðinn eitthvað aðeins slappur. Þótt bragðið breytist þá þýðir það ekki að varan sé ónýt. Varan hefur ekki eyðilagst heldur hefur hún aðeins breytt um karakter og maður aðlagar sig að því.“ Brúnir bananar verða út undan Aðspurður segir Davíð að mat- arsóun einskorðist alls ekki við Íslendinga heldur sé hún vandamál um allan heim. „Ef sóun yrði sýnd í sinni réttu mynd, hvort sem það er á heimilum, stórmörkuðum eða hjá matarframleiðendum, þá myndi fólki líklega blöskra þegar það sér hversu miklu er hent.“ Sem dæmi nefnir Davíð að hann hafi oft séð gámafylli af ávöxtum sem eru rétt byrjaðir að breyta um lit á stórum matarmörkuðum erlendis. „Það vill enginn kaupa banana sem eru orðnir örlítið brún- ir. Það er kannski annað ef maturinn er orðinn súr eða myglaður, en oft og tíðum hendir fólk mat þegar það veit ekki alveg hvað það á að gera við hann.“ Maðurinn og náttúran „Við erum að borða genabreytta hluti sem eru aðlagaðir að okkar þörfum. Við erum ekki að aðlaga okkur að náttúrunni, við erum að aðlaga náttúruna að okkur. Og ef hlutirnir passa ekki inn í okkar ramma er þeim bara hent,“ segir Davíð og viðurkennir fúslega að hann sé ekkert fullkominn í þessu sjálfur. „Svo lengi sem maður er meðvitaður um hverju maður er að henda og í hvaða magni, þá reynir maður að bæta sig. Ég er alltaf að halda sjálfum mér á tánum.“ Áður en Davíð flutti til Íslands bjó hann erlendis í tíu ár sem gaf honum annað sjónarhorn á íslenska matar- menningu. „Við erum vön helvíti góðu hérna á Íslandi, en því er þó ábótavant að vissu leyti þar sem veðrátta og staðsetning Íslands spilar mikið inn í,“ segir Davíð og nefnir sem dæmi að grænmetisúr- valið sé frekar slappt. „Við eigum samt líka mikið af yndislegu hráefni hérna, eins og þara og annan sjávar- gróður. Alls staðar í kringum okkur vaxa bragðbætandi jurtir sem mætti alveg nota eins og dill og rósmarín úr búðinni.“ Mynta í tonnavís Í fyrsta þætti heimsækir Davíð leikarann Aron Mola þar sem þeir nýta hráefni úr nærumhverfinu í eldamennskunni. „Við unnum mikið með brokkólí og svo fór ég út í garð og tíndi jurtir sem ég nýtti í matinn,“ segir Davíð. „Svo tíndi ég piparmyntu sem vex í Garðabænum í tonnatali, en fólk veit kannski ekki af því.“ Þættirnir verða sex talsins og seg- ist Davíð vera opinn fyrir að vinna að meira efni í sama dúr. „Mér finnst gaman að takast á við ný verkefni og er ánægður með niðurstöðuna.“ Í haust heldur Davíð svo áfram störfum sem yfirmatreiðslumaður og veitingastjóri á Hótel Húsafelli þar sem hefur verið annasamt að matreiða ofan í Íslendinga í sumar. „Það var miklu meira að gera en við áttum von á þar sem flestir við- skiptavinir okkar eru erlendir ferða- menn. Það var skemmtileg áskorun að takast á við þennan nýja kúnn- ahóp og það verður spennandi að sjá hvernig haustið þróast.“ arnartomas@frettabladid.is Matreiðsla er engin heilaskurðaðgerð Þættirnir Allt úr engu hófu göngu sína á Stöð 2 í vikunni. Davíð Örn Hákonarson þáttastjórnandi stefnir á að kenna rétta nýtingu á mat og að opna augu fólks fyrir hráefnum úr umhverfi þeirra. Davíð hefur verið búsettur um allan heim. Stöð 2 sýnir nýja þætti þar sem hann er í aðalhlutverki. MYND/AÐSEND 2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.