Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 22
AÐ VERA FÍKILL ÞÝÐIR OFTAR EN EKKI AÐ VERA UPP Á EINHVERN ANNAN KOMINN OG ÞVÍ FYLGIR NIÐURLÆGING. ÞAÐ ER ALLTAF LITIÐ NIÐUR Á ÞIG. Vinkonurnar Alma Lind og Emilie Jacob hafa fetað svipaðar slóðir síðustu ár og eiga sér keimlíka sögu. Báðar hafa þær búið á götum Reykjavíkur í yfir þrjú ár og verið í neyslu um margra ára skeið. Hvor um sig eiga þær tvö börn sem þeim þykir óendanlega mikið vænt um en hafa misst forræðið yfir sökum fíknarinnar. Af frásögn þeirra að dæma býr lítil von á götunni. Enginn hvati til betrunar. Aðeins nauðsyn þess að deyfa sig og tóra. „Það er svo mikil þjáning þarna, það er ekki til mann- eskja á götunni sem hefur ekki lent í óteljandi áföllum og hryllingi,“ segir Alma, sem er sjálf engin undantekn- ing. „Þegar maður er kona er traðkað enn meira á manni og við höfum verið neyddar til að gera hluti sem rústa manni alveg,“ ítrekar Emilie. Tuttugu og sjö meðferðir Úrræðin sem standa heimilislaus- um konum til boða eru af skornum skammti og að þeirra mati ekki ætluð til betrunar. „Það vill enginn gera neitt fyrir mann þegar maður er fíkill, það er alltaf verið að bíða eftir því að maður verði edrú,“ segir Emilie. Báðar konur eiga að baki ófáar tilraunir til þess að verða allsgáðar en hingað til hefur ekkert dugað til lengri tíma. „Ég hef farið tuttugu og sjö sinnum í meðferð síðan ég var tuttugu og fjögurra ára,“ segir Alma. Tvisvar sinnum var hún send beint aftur á götuna eftir meðferð þar sem ekki var laust pláss á áfangaheimili. „Það er ekkert sem grípur mann þegar maður fellur.“ Faraldur til betrunar Ástandið fyrir Emilie og Ölmu breyttist til hins betra þegar COVID-19 faraldurinn skall á en þá bauðst þeim pláss í tímabundnu neyðarúrræði Reykjavíkurborgar, Brimi. Til stóð að loka úrræðinu í september og sendu íbúar heimilis- ins frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem lokuninni var mótmælt. Sama dag var rekstrartími Brims fram- lengdur um þrjá mánuði en ljóst er að úrræðið er ekki ætlað til langs tíma. Í Brimi búa nú átta konur og er hver þeirra með sitt eigið herbergi sem er þeim opið allan sólarhring- inn. Úrræðið er töluvert frábrugðið Konukoti sem er að staðaldri lokað hluta dags auk þess sem fjórar konur deila þar herbergi. „Maður kom alltaf þangað með kvíðahnút í maganum af því að maður veit ekkert hverjum maður er að fara að mæta.“ Þær segja margar konur sækja þangað af ólíkum ástæðum. Ekki bæti úr skák að þær þurfi að vera farnar út fyrir klukkan tíu á morgnana án þess að vita hvar þær muni dvelja þar til verður opnað aftur klukkan fimm. „Þá fer maður að hugsa; hvert á ég að fara, hvað á ég að gera?“ Þær sammælast um að við því sé aðeins eitt svar. „Bara að detta í það og gera eitthvað til að útvega sér efni. Enginn getur verið edrú á götunni,“ segir Emilie. „Svo er maður bara svo uppfullur af kvíða um hvort maður losni einhvern tímann út úr þessu og hvenær það gerist að maður er bara farinn að skjálfa og titra, þá verður maður bara að fá eitthvað,“ bætir Alma við. Griðastaður frá götunni Nýja úrræðinu fylgir áður óþekkt öryggi, að vera alltaf með þak yfir höfuðið. „Svo er líka lúxus að vera í sérherbergi þar sem maður þarf ekki að hafa áhyggjur af dótinu sínu,“ segir Emilie. Alma samsinnir því og segir mikinn létti fylgja því að geta læst að sér. „Það er enginn sem kemst þarna inn, svo maður fær frið fyrir vandamálum sem elta mann á götunni.“ Hlý heimilisstemning hefur þegar myndast á þessum nýja griðastað. Konurnar hafa myndað tengsl sín á milli og sækja mikinn styrk til starfsfólksins sem er á vakt allan sólarhringinn. „Við reynum að vera eins tillitssamar og við getum hver við aðra en það er auðvitað líka mikið geðveikisástand í gangi hjá mörgum,“ segir Alma hugsi. Þær segja mikinn dagamun á Enginn endar áfallaust á götunni Alma Lind og Emilie Jacob hafa báðar búið á götum Reykjavíkur síðastliðin þrjú ár. Þar endar enginn áfallalaust og er lífið litað af hrottalegri lífsreynslu og neyslu auk fordóma samfélagsins. Kristlín Dís Ingilínardóttir kristlin@frettabladid.is 2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.