Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 16
SAMFÉLAG Skotárás lögreglumanna þegar þeir skutu  hinn þeldökka Jacob Blake, sem var óvopnaður, í Wisconsin í vikunni setti banda- rískt samfélag á hliðina. Skotin sjö sem Blake fékk í bakið leiddu ekki til dauða hans en hann er hins vegar lamaður eftir árásina. Sögu- legir atburðir áttu sér stað í íþrótta- lífi Bandaríkjanna í kjölfar árásar- innar en bandarískt íþróttafólk reis upp á afturlappirnar til þess að mótmæla síendurteknu of beldi lögreglumanna í garð þeldökkra í landinu. Þess var krafist af stærstu stjörnum íþróttasamfélagsins að breytingar ættu sér stað. Leikmenn Milwaukee Bucks neit- uðu að mæta til leiks í leik liðsins á móti Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar aðfaranótt mið- vikudags og í kjölfarið var öðrum leikjum deildarinnar sem voru á dagskrá það kvöldið frestað. Það sama átti við um leiki sem áttu að fara fram í MLS-deildinni í fótbolta karla og Major League-deildinni í hafnabolta karla. Þá hætti tennis- konan Naomi Osaka við keppni á móti sem haldið er í New York þessa dagana í mótmælaskyni. Leikmenn WNBA-deildarinnar mættu á gólfið í höllinni í Flórída í bolum með sjö skotum á bakinu sem voru til merkis um þau skot sem lög- reglan skaut í bakið á Blake. Ákvörðun leikmanna og forráða- manna Milwaukee Bucks var tekin nákvæmlega fjórum árum eftir að  Colin Kaepernick, þáverandi leikstjórnandi NFL-liðsins San Francisco 49ers í bandarískum fót- bolta, hristi upp í bandarísku sam- félagi með því að krjúpa á kné og benda hendinni til himins þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn. Þetta var umdeilt í Banda- ríkjunum en fólk skiptist í tvo hópa þar sem annar hópurinn taldi þetta jákvæða tilraun til umbóta í rétt- indabaráttu þeldökkra á meðan hinn hópurinn taldi þetta vanvirð- ingu við Bandaríkin. Ein af stærstu stjörnum NBA- deildarinnar, LeBron James, sem Bandarískt íþróttafólk leggur réttindabaráttu þeldökkra lið Á miðvikudaginn var leikjum í fjórum stórum deildum í bandarísku íþróttalífi frestað vegna mótmæla íþróttamanna á ofbeldi lögreglumanna í garð saklausra þeldökkra þegna landsins. Mótmælaaldan hjá íþróttamönnum á rót sína að rekja til skotárásar lögreglumanna sem skutu hinn þeldökka Jacob Blake. LeBron var á ákveðnum tíma- punkti á því að ekki ættl að halda áfram keppni fyrr en raunverulegar breytingar ættu sér stað. Ekki var keppt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á miðvikudag- og fimmtudagskvöld vegna mótmæla. MYND/GETTY GARRI Jakki/Anorakkur Barnastærðir kr. 4.990.- GARRI Pollabuxur kr. 2.750.- GÍGUR Regnbuxur kr. 6.990.- DAÐI/DÖGG Regnjakkar kr. 11.990.- leikur með Los Angeles Lakers, og Kawhi Leonard hjá Los Angeles Clippers, viðruðu  þá skoðun sína í vikunni að mögulega væri  rétt- ast í stöðunni að hætta keppni, á fundi leikmanna sem haldinn var í FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án sex lykilleik- manna þegar liðið mætir Englandi og Belgíu í fyrstu leikjum A-deildar Þjóðadeildarinnar. Ísland leikur við England á Laugardalsvellinum laugardaginn 5. september og Belg- íu ytra, þriðjudaginn 8. september. Þetta verða fyrstu verkefni íslenska landsliðsins í um það bil 200 daga. Aron Einar Gunnarsson, fyrir- liði íslenska liðsins, fékk ekki leyfi frá liði sínu, Al Arabi, til þess að taka þátt í þessum leikjum. Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigur- jónsson eru að glíma við meiðsli og verða ekki með. Þá ákváðu Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guð- mundsson og Alfreð Finnbogason að einbeita sér að komandi verk- efnum með félagsliðum sínum, í stað þess að spila þessa tvo lands- leiki. Hamrén sagði á blaðamanna- fundi í gær að hann skildi ákvörðun þessara þriggja leikmanna, en væri hins vegar ekki ánægður með hana. Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason og Kolbeinn Sigþórs- son verða svo einungis til taks í leiknum gegn Englandi, en ferðast ekki með liðinu til Belgíu. Þjálf- arateymið taldi Kára og Kolbein ekki vera klára í að leika tvo leiki á skömmum tíma, þar sem þeir eru nýstignir upp úr meiðslum. Hannes Þór hefði svo þurft að fara í sóttkví við heimkomu og myndi missa af næstu leikjum Vals, þann- ig að ákveðið var að hann færi ekki til Belgíu. Patrik Sigurður Gunnarsson, Alfons Sampsted, Andri Fannar Baldursson og Hólmbert Aron Frið- jónsson fá tækifæri í þessum verk- efnum vegna fjarveru ofangreindra lykilleikmanna. Patrik Sigurður er markvörður hjá Brentford, Alfons hefur leikið vel í hægri bakvarðarstöðunni hjá Bodø/Glimt, sem trónir á toppi norsku úrvalsdeildarinnar, Andri Fannar fékk tækifæri með Bologna á síðustu leiktíð og Hólmbert Aron, sem leikur með Álasundi í norsku úrvalsdeildinni, er þriðji marka- hæsti leikmaður deildarinnar með 11 mörk í 13 deildarleikjum. – hó Stór skörð hoggin hjá íslenska liðinu FÓTBOLTI Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, og liðsfélagar hennar hjá franska lið- inu, mæta fyrrverandi samherjum hennar hjá þýska liðinu, Wolfs- burg, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Bilbao annað kvöld. Sara Björk lék með Wolfsburg í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og í 16 liða úrslitum keppninnar. Hún gekk svo til liðs við Lyon í sumar og kom inn á sem varamað- ur þegar franska liðið lagði Bayern München að velli í átta liða úrslitum keppninnar og var svo í byrjunarliði Lyon þegar liðið bar sigurorð af PSG í undanúrslitum.  Sara er að spila í úrslitaleik keppninnar í annað skipti, en vorið 2018 lék hún með Wolfsburg sem laut í lægra haldi á móti Lyon. Þetta verður í fjórða skipti sem Lyon og Wolfsburg leiða saman hesta sína í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Wolfsburg hafði betur í leik liðanna vorið 2013 en árin 2016 og 2018 vann hins vegar Lyon, sem er sigur- sælasta liðið í sögu keppninnar með sex titla. – hó   Sara Björk í sérstakri stöðu FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson er genginn til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Vålerenga. Viðar Örn skrifaði undir þriggja ára samning við norska félagið. Vålerenga situr í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar en liðið hefur 26 stig eftir 15 leiki. Viðar kemur til Vålerenga frá Rostov, en þessi þrítugi framherji lék sem lánsmaður hjá Yeni Mala- tyaspor á síðasta tímabili. Hann hefur áður leikið með Vålerenga en það var árið 2014. Þá varð Viðar Örn markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar en hann skoraði alls 31 mark í 33 leikjum fyrir liðið. – hó Viðar Örn fer aftur til Noregs búbblunni sem leikmenn NBA eru staddir í þessa dagana í Flórída, á miðvikudaginn. James hefur látið hafa eftir sér opinberlega síðustu dagana að hann eigi erfitt með að gleðjast yfir sigr- um með liðsfélögum sínum og ein- beita sér að framgangi mála hjá Los Angeles Lakers, á meðan ástandið er jafn slæmt og raun ber vitni í banda- rísku þjóðfélagi. Barack Obama, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, hrósaði þeim leikmönnum sem hafa staðið upp og viðrað skoðanir sínar á málinu undanfarna daga, í færslu á Twitter- síðu sinni. Þar nefndi hann sérstak- lega að hann hefði hrifist af mál- f lutningi Doc Rivers, þjálfara Los Angeles Clippers, sem hefur látið til sín taka í málinu. Leikjum Denver Nuggets og Utah Jazz, Boston Celtics og Toronto Rap- tors og Los Angeles Clippers og Dall- as Mavericks, sem áttu að fara fram á fimmtudaginn í úrslitakeppni NBA- deildarinnar, var frestað og leik- menn hafa rætt sín á milli um það hvernig framhaldinu í úrslitakeppni deildarinnar verði háttað. Leikmenn og þjálfarar NBA-lið- anna funduðu með forráðamönnum deildarinnar á fimmtudaginn þar sem framvinda mála var rædd. Þar var ákveðið að keppni yrði haldið áfram í úrslitakeppni deildarinnar. Rætt var á fundinum á fimmtudag- inn hvaða aðgerðir væri hægt að fara í til þess að vekja almennilega athygli á kynþáttabundnu of beldi og fá stjórnvöld til þess að breyta um stefnu og hugsunarhátt í málefnum er varða kynþáttafordóma. Talið er að körfuboltagoðsögnin Michael Jordan sé milliliður í við- ræðum milli eigenda félaganna í NBA-deildinni og leikmanna og þjálfara í deildinni, þar sem leitað er sátta og rætt um næstu skref í málinu. Jordan er meirihlutaeigandi Charlotte Hornets, en hann er eini þeldökki eigandi liðs í deildinni eins og sakir standa. hjorvaro@frettabladid.is Hamrén verður án lykilleikmanna í næstu leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sara spilar til úrslita í Meistara- deildinni á morgun. MYND/GETTY 2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.