Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 26
fengu aldrei séns, börn sem komu úr fátækt og erfiðum heimilis­ aðstæðum og lentu svo í þessum skóla ... Það gerði bara illt verra.“ Uppfullur af andúð við kirkjuna Kristján Hrannar segir skólagöng­ una hafa litað líf sitt og viðhorf til kirkjunnar. Hann hafi upplifað mikla togstreitu í starfi sínu hjá Þjóðkirkjunni þar sem hann er organisti. „Ég var einn af þeim ljónheppnu. Ég lenti ekki í kynferðisof beldi eða líkamlegu of beldi. Mín saga er venjuleg, miðað við allan hryll­ inginn sem hefur komið fram. Ég lenti bara í andlegu of beldi. En þetta litaði mitt líf rosa mikið. Ég var langt fram á fullorðinsár enda­ laust uppfullur af skömm og reiði og andúð við kirkjuna. Svo fór ég í tónlist, ætlaði að verða tónlistarmaður, og upplifði mikla togstreitu því mig langaði að verða organisti og kórstjóri. Ég vissi hreinlega ekki hvort mig langaði að vinna fyrir kirkjuna. Að styðja við það batterí, jafnvel þó það væri Þjóðkirkjan, en ekki kaþólska kirkjan. Ég var heillengi að gera þetta upp við mig.“ Kristján Hrannar lét þó ekki for­ tíð sína stöðva tónlistarferil sinn. Hann nam klassískan píanóleik hjá Ágústu Hauksdóttur og jazzpíanó hjá Þóri Baldurssyni og Agnari Má Magnússyni í FÍH og útskrifaðist með kirkjuorganistapróf frá Tón­ skóla Þjóðkirkjunnar árið 2018. Hann er tónskáld og hefur komið víða við sem bæði laga­ og texta­ höfundur. Í fyrra hlaut hann styrk frá Tónmenntasjóði kirkjunnar, til að ljúka orgelverkinu +2,0 °C um hlýnun jarðar. Hann hefur starfað sem organisti og tónlistarstjóri Óháða safnaðarins frá árinu 2018 og stofnaði Óháða kórinn sama ár. Treysti ekki eigin upplifun Fyrrverandi nemendur séra George og Margrétar Müller eru allir mót­ aðir af tíma sínum í Landakots­ skóla og hafa sumir þurft að vinna sig í gegnum áfallið sem því fylgdi. Vinna að gerð heimildaþátta Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi, hafa síðustu tvö ár unnið að gerð heimildaþátta með Skot Productions sem nefnast Turninn og fjalla um ofbeldi séra George og Margrétar Müller í Landakotsskóla. Fyrr á þessu ári bættist öflugur meðlimur í hópinn þegar Ísold Uggadóttir var ráðin sem leikstjóri. Fáir þekkja Landakotsmálið jafn vel og þær. Þóra afhjúpaði málið árið 2011 í Fréttatímanum, sem varð til þess að íslenska ríkið greip inn í. Gunnþórunn var sjálf í skólanum og sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrra að hún hefði orðið vitni að alls kyns andlegu ofbeldi. Saman hefur hópurinn unnið mikla rannsóknarvinnu við að setja þetta umfangsmikla mál í samhengi og gera það upp. Turninn er nú í fjármögnunar- ferli og var verkefnið valið til þátt- töku á Nordisk Panorama Forum fjármögnunarráðstefnunni, sem fram fer í næsta mánuði en þar mun teymið kynna verkefnið fyrir erlendum dagskrárstjórum og mögulegum meðframleiðendum. Kristín Andrea framleiðandi hvetur fólk til að hafa samband við hópinn í gegnum Facebook- síðuna Turninn eða senda á netfangið turninn@skot.is . „Við erum alltaf á höttunum eftir fleiri púslum í heildarmyndina; frásögnum, bekkjarmyndum eða öðru myndefni úr Landakots- skóla, kirkjustarfinu og sumar- búðunum Riftúni frá því upp úr 1950 og fram á okkar tíma, svo ef fólk býr yfir einhverjum upplýs- ingum og myndefni biðlum við til þess að hafa samband,“ segir hún. Kaþólska kirkjan sá um rekstur Landakotsskóla til ársins 2005. Rannsóknarnefnd gerði athugasemd við þann skort á varðveislu gagna um mál nemenda frá þeim tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kristján segist hitta fyrrverandi skólafélaga sína af og til. Oftar en ekki berist skólinn í tal. „Þá ranghvolfir maður augunum og segir: „Þetta var nú meira ruglið.“ Þetta var raunveruleiki okkar sem börn. Maður fær nýja fortíð þegar maður þroskast og hugsar til baka. Þá endurskrifar maður skólagöngu sína í nýju ljósi.“ Kristján segir að hann hafi átt erfitt með að treysta eigin upplifun fram á fullorðins­ árin og hafi hann heyrt aðra fyrr­ verandi nemendur segja það sama. „Séra George og Margrét voru meistarar í að manipúlera, að beita blekkingum. Þau spiluðu mikið inn á þessi kaþólsku stef með sektar­ kennd og skömm. Þau voru að „gas­ lýsa“ börnin. Leyfðu okkur ekki að þroskast og uppgötva heiminn. Sannfærðu okkur um að upplifun okkar væri röng. Við fengum ekk­ ert tilfinningalegt rými og það var búið að ákveða fyrir okkur hvernig okkur ætti að líða. Þetta var í raun mjög lúmskt.“ Hann minnist þess hvernig Mar­ grét sundraði nemendum í góða og vonda hópa. Þau góðu fengu nammi fyrir vel unnin störf og hvatti hún þau til að „fórna sér“ með því að neita sér um nammi. Þá fengu þau plús í kladdann og var boðið að koma í „gistipartí“ á skóla­ loftinu þar sem hún bjó. Kristján segist aldrei hafa „fórn­ að sér“ en að honum hafi runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann las í fréttum, mörgum árum síðar, að bæði Margrét og George hefðu níðst kynferðislega á börnum. Vonsvikinn út í hina kennarana Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna kaþólska kirkjan hafi leyft þessu að viðgangast. Ljóst er að fjöl­ margir hafa kvartað til kirkjunnar. Enn fremur hafi þau sem stóðu börnunum næst, hinir kennar­ arnir við skólann, þagað í gegnum öll þessi ár. Kristján segir engan vafa á að þau hafi vitað innst inni að eitthvað væri rotið innan veggja skólans. „Ég finn aðallega fyrir vonbrigð­ um. Margir kennarar voru virkir í kirkjunni og ég held að fyrir marga þeirra hafi þetta verið rosalega erfið staða. Þau vissu innst inni að það væri eitthvað rotið undir þessu öllu. Vissu að ef þau myndu reyna að tækla það, þá væru þau að tækla kaþólsku kirkjuna. Stofnun sem þau höfðu falið líf sitt í alla sína ævi. Voru þau tilbúin að gera það? Það afsakar ekki neitt en maður skilur pínu að það hefði verið auð­ veldara fyrir þau að líta undan og fara frekar í afneitun.“ Kristján segist vera vonsvikinn að hinir kennararnir hafi ekki sagt neitt. „Það voru auðvitað góðir kenn­ arar þarna líka en mér finnst svo sárt að enginn þeirra hafi þorað að hringja viðvörunarbjöllum og benda á hvað væri að. Þau hljóta að hafa séð að eitthvað óeðlilegt væri í gangi,“ segir hann. „Tókst vel að koma reglu á börn“ Bæði Séra Georg og Margrét Müller létu lífið áður en syndir þeirra komu í ljós. Naut Georg mikillar virðingar í þjóðfélaginu; hlaut fálkaorðuna árið 1994 fyrir störf að fræðslumálum og gerðist jafn­ framt staðgengill Reykjavíkurbisk­ ups. Árin 1986 til 1988 og 1994 til 1995 stýrði hann biskupsdæminu sem postullegur umsjónarmaður þess. Séra George lést í júní 2008 og Margrét framdi sjálfsvíg í septem­ ber sama ár. Það gerði hún með því að kasta sér út um turngluggann, beint á skólalóðina þar sem börnin léku sér. Í minningargrein um Margréti frá árinu 2008 er hún sögð hafa verið „mjög elsk að börnum“. Sam­ kennari Margrétar sagði hana hafa haft mikinn aga og ef til vill hefði sumum þótt hún nokkuð ströng. „En henni tókst líka vel að koma reglu á börn, sem vanræktu námið, og þeir sem voru minni máttar áttu alla samúð hennar. Og börn vildi hún hafa í kringum sig“, stendur í greininni. Ekki nóg að verða alltaf hissa Kristján Hrannar veltir fyrir sér hvort samfélagið ætli stöðugt að verða hissa þegar ný mál um kerfisbundið ofbeldi gegn börnum spretta upp. „Ég held að Ísland hafi verið mjög lokað land á tíunda áratugnum. Byrgismálið kemur upp árið 2006 og þar voru sömu viðbrögð. Allir voru svo hissa að Guðmundur í Byrginu, sem margir héldu að væri með góða starfsemi, hefði verið níðingur.“ Hann segir ákveðna hringrás endurtaka sig stöðugt í samfélag­ inu. „Svona virðist þetta alltaf vera. Sagan kemur upp á yfirborðið. Allir verða hneykslaðir. Allir verða rosa hissa. Það er bara ekki nóg. Hver veit nema annar Landakotsskóli sé enn við lýði í dag? Ætlum við öll að verða hissa aftur og lofa því að svona gerist ekki aftur?“ 2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.