Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 32
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Það hefur sjaldan verið jafn brýnt að efla og styðja við nýsköpun eins og nú. „Ef við byrjum bara að tala um mikil- vægi nýsköpunar, þá getum við horft á það þannig að það sem þjóðfélagið þarf að gera er að vera stöðugt á tán um, að tryggja að við séum með sem breiðastar stoðir undir atvinnulífið og að við getum brugðist sem hraðast við ytri aðstæðum,“ skýrir Tryggvi frá. „Og COVID er augljóst dæmi þar sem verður grundvallarumbylting á forsend um fyrir atvinnulífi. En svo eru líka bara á hverju ári, óháð COVID, stöðugar breytingar í gangi, bæði í tækniþróun og ýmsu. Ef það væri ekki fyrir nýsköpun þá værum við auðvitað bara föst í einhverjum gömlum sporum og næðum ekki að bregðast við. Þannig að nýsköpun, að mínu mati, er grundvallaratriði til þess að tryggja það að atvinnulíf hérna sé öflugt og vaxi og bregðist við þessum ytri aðstæðum.“ Árangursríkt fyrirkomulag Tryggvi segir að fyrirkomulagið sem Tækniþróunarsjóður vinni eftir hafi reynst afar vel við að koma til móts við hugmyndir á öllum stigum. „Ef við horfum svo á hlutverk Tækniþróunar sjóðs, þá er sjóðurinn gríðarlega öflugt tæki, sem er bara alls ekki til í öllum öðrum löndum. Þetta er svona tæki sem hjálpar til við að, í rauninni, finna og grípa nýsköpun, allt frá því sem við köllum „fræ“, sem eru bara hugmyndir sem fólk gengur með í maganum og er ekki einu sinni búið að fullmóta en telur sig hafa eitthvað. Þar er hægt að sækja, með tiltölulega ein- földum hætti, um styrk, sem er þá að sama skapi frekar lítill en leyfir viðkomandi að einblína í nokkra mánuði á þessa hugmynd og byrja að móta hana,“ upplýsir hann. „Það má líka segja að á þessu fyrsta stigi sé annað, sem við köllum „hagnýt rannsóknarverkefni“, sem er þá eiginlega brú, úr til dæmis háskólaumhverfi yfir í atvinnulíf, þar sem það eru kannski ein- hverjir úr háskóla eða spítala með einhverjar hugmyndir, og fá styrk hjá okkur til að prófa það í átt að hagnýtingu.“ Tryggvi segir næstu þrep svo snúa að hugmyndum sem séu komnar lengra af stað. „Ég myndi segja að þessi fræ og hagnýt rann- sóknarverkefni séu svona til að grípa hugmyndir, byrja að móta þær yfir í hagnýtingu, og síðan er þetta sett upp þannig að sjóðurinn getur fylgt verkefnunum úr hlaði. Þannig að við byrjum þarna, svo getum við færst upp í f lokk sem heitir sproti, þar sem þú færð hærri upphæð, færð að stækka og þróa verkefnið áfram, og svo upp í stærsta flokkinn sem er kallaður „vöxtur“. Þar færðu enn þá meira fé þegar þú ert búinn að sanna þig, og þarft að vera kominn lengra með verkefnið. Þetta er ekki lengur bara hugmynd, þú þarft að vera búinn að sýna fram á að hún eigi innistæðu, og þá geturðu sótt um stærri styrk til að þróa hana áfram,“ útskýrir hann. „Síðan er stærsta útgáfan af því sem kallast „sprettur“, til að virkilega stíga hratt fram. Þegar þú ert kominn á þann stað þá þarft þú auðvitað að vera tilbúinn að standa á eigin fótum með tekju- innflæði og ytri fjárfestingu og svo framvegis.“ Skilvirkt báðum megin Tryggvi hefur setið báðum megin við borðið og segir kerfið skilvirkt og útkomuna oft afar farsæla. „Þetta finnst mér hafa virkað vel og ég segi það ekki bara sem stjórnarformaður Tækniþróunar- sjóðs, heldur hef ég líka reynt það á eigin skinni. Ég var á árunum 2012–2013 læknir á Landspítal- anum með hugmyndir í maganum um að við gætum gert og staðið okkur betur og nálgast hlutina öðruvísi í heilbrigðiskerfinu og sótti um styrk í Tækniþróunar- sjóð 2013, fyrir nýjar hugmyndir varðandi notkun á heilbrigðis- tækni. Ég fékk styrk um vorið og það leyfði mér að fara af stað með mitt verkefni. Annars hefði mitt verkefni sennilega aldrei farið af stað og í dag veitum við 28 manns atvinnu og erum að vaxa mjög hratt, og höfum einmitt farið þennan tröppugang með litlum styrkjum upp í stærri og erum núna komin með hundruð milljóna í erlenda fjárfestingu og erlendar tekjur og erum farin að standa á eigin fótum. Þannig að frá báðum hliðum hef ég séð þetta kerfi virka vel.“ Nýsköpun lykilatriði Þórdís segir verkefni af þessum toga geta haft gífurlega margþætt og mikilvæg áhrif á líf margra. „Fyrirtækið sem Tryggvi nefnir er líka auðvitað bæði dæmi um atvinnusköpun, þar myndast ný og spennandi störf, það kemur inn nýtt fjármagn og það eru fjárfestar sem hafa trú á verkefninu. En það er auðvitað líka dæmi um hug- mynd sem hjálpar okkur að leysa áskoranir og vandamál, þetta er hugmynd sem hjálpar fólki að lifa betra lífi.“ Atburðarás undanfarinna mánaða hafi svo leitt enn betur í ljós hversu brýnn þessi mála- flokkur sé. „Sama á hvaða sviði þú ert í nýsköpun, þá gengur þetta í grunninn út á það að gera oft meira, eða búa til meiri verðmæti úr því sama, og nota hugmyndir til að gera það. Og nýsköpun er í rauninni bara tækið sem við þurfum til að leysa allar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Það var staðan fyrir COVID og hún verður svo augljós, tel ég, í miðju COVID.“ Þá segir Þórdís mikið í húfi. „Þau lönd sem ætla sér að sækja fram og bjóða upp á sem best lífs- kjör og lífsgæði, þau lönd leggja ofuráherslu á nýsköpun, það er bara þannig. Þú getur ekki verið framúrskarandi samfélag þegar kemur að lífskjörum og lífsgæðum og fókuserað ekki á nýsköpun, það er bara ekki hægt. Og stjórnvöld hafa hlutverki að gegna. Tækni- þróunarsjóður er einfaldlega bara mjög öflugt verkfæri til að ná þessu fram.“ Tækifæri og áskoranir Hún telur fjölda umsókna endur- spegla þá miklu grósku sem býr í íslensku samfélagi. „Við höfum eflt sjóðinn á undanförnum árum, en það er samt þannig að hlutfallið sem fær styrk er mjög lágt, þrátt fyrir að við höfum eflt sjóðinn árið á undan. Það segir auðvit að ýmis- legt um hugmyndirnar og tæki- færin sem eru þarna úti. Þannig að þarna er fjármunum vel varið og hægt að telja upp fjöldann allan af ótrúlega öflugum fyrirtækjum sem eru að leysa alls konar áskoranir og hafa skapað eftirsóknarverð störf og tekið inn nýtt fjármagn erlendis frá og svo framvegis. Það er hægt að nefna svo mörg fyrirtæki sem komust af stað af því að þau fengu úthlutað úr Tækniþróunar sjóði.“ Þórdís segir mikilvægt að skapa eftirsóknarvert umhverfi. „Ef maður ber það saman við aðrar undirstöðugreinar, þá tók Ísland langan tíma að byggja upp öflugan sjávarútveg og ríkið hafði líka þar hlutverki að gegna og það sama á við í þessu. Það er mikil samkeppni um öflugt fólk með þekk ingu og metnað til að skara fram úr og við viljum að það fólk sjái tækifærin hér, búi hér, stofni fyrirtækin sín hér og hafi umhverfi sem gerir þessum fyrirtækjum svo kleift að vera áfram hér.“ Skjót og öflug viðbrögð Tryggvi segir Þórdísi og yfirvöld hafa brugðist sérstaklega vel við þeim áskorunum sem við stöndum nú frammi fyrir. „Ef við horfum á árið í ár þá er það búið að vera mjög sérstakt, og okkur hjá sjóðnum hefur þótt nýsköpunarráðherra, ríkisstjórnin og Alþingi bregðast gífurlega hratt og vel við. Það hefur verið mjög áberandi að Þórdís hefur mikla ástríðu fyrir þess um málaflokki, hún fylgist vel með, talar mikið við frumkvöðla vítt og breitt og áttar sig á áskorunum og hvað þarf að gera betur. Það hefur verið mikill áhugi og velvilji til að gera vel og stöðugt betur í þessum flokki og núna í COVID fékk sjóðurinn 700 milljóna króna aukaframlag sem nýttist mjög vel og það sem við gerðum til að bregðast við aðstæðum og þessu aukna framlagi var að við bæði stækkuðum og flýttum úthlut- unum. Við vorum núna í vikunni að tilkynna um úthlutun úr því sem er venjulega haustúthlutun, sem kemur nokkuð seint á árinu, oft undir lok árs, en náðum að klára það í sumar.“ Hann segir mikla vinnu hafa farið í þessar aðgerðir. „Það var auðvitað fyrir frábæra vinnu, bæði starfsfólks Rannís og fagráðsfólks, sem hefur unnið mjög stíft yfir sumarið í að fara yfir 400 umsókn- ir sem bárust fyrir þessa sumarút- hlutun. Það var gífurleg vinna að fara yfir það og of boðsega mikið af frambærilegum umsóknum.“ Þó hafi því miður mörg verkefni ekki komist að í ár. „Það er eðli samkeppnissjóða að færri komast að en vilja, það var það mikið af umsóknum að það voru bara 8% sem fengu þessa sumarúthlutun en í heildarmeðaltali yfir árið eru þetta 10% sem hafa fengið. En það þýðir líka að við teljum þau sem komast að gríðarlega öflug verkefni. Yfir árið hafa í heildina borist nærri 900 umsóknir, sem er 40% aukning milli ára. Það hafa 130 fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir fengið nýja styrki, fyrir utan þá sem eru að fá framhalds- styrki, og í heildina eru þetta hátt í þrír milljarðar króna sem sjóður- inn er búinn að úthluta,“ upplýsir Tryggvi. Þórdís segir þessar aðgerðir hafa verið afar áhrifaríkar. „Sjóðurinn er auðvitað að bregðast við mjög hratt og skilvirkt við þessum aðstæðum og gera það sem gera þarf til að hægt sé að taka á móti mörg hundruð milljóna til við- bótar án þess að gefa nokkuð eftir af gæðakröfum til þess einmitt að koma þessu fjármagni í vinnu. Við erum raunverulega að sá fræjum.“ Vilja breiðari hóp Þá segir Tryggvi ekki síður áríðandi að efla nýsköpun innan sjóðsins. „Sjóðurinn er alveg eins og atvinnulífið, við þurfum nýsköpun í sjóðnum og stöðugt að breytast til að bregðast við ytri aðstæðum, aðlaga okkur og bæta okkur eins og aðrir. Við erum með ýmsa hluti í okkar stefnu- mörkun þar sem við leggjum áherslu á að gera stöðugt betur. Þar á meðal viljum við fá öflugri umsóknir utan af landi og frá báðum kynjum. Eins og í atvinnu- lífinu almennt er hlutfall umsókna þar sem konur eru við stjórn í fyrirtækjum, stofnendur eða lykilstjórnendur, auðvitað lægra hlutfall en við myndum vilja og við viljum hvetja konur til að vera óhræddar við að sækja um og sömuleiðis fólk utan af landi, að kynna sér starfsemi sjóðsins og sækja óhikað um.“ Þórdís tekur undir orð Tryggva. „Tækniþróunarsjóður er líka öflugt tæki einmitt til að gefa fólki tækifæri til að koma sínum hug- myndum á framfæri og tækifæri til að breikka hópinn sem almennt eru forsvarsmenn fyrirtækja með fjármagn á bak við fyrirtæki og stjórnendur fyrirtækja. Þess vegna leggur sjóðurinn mikið upp úr því, við viljum gjarnan sjá mjög fjölbreyttan hóp að baki þessum umsóknum, bæði varðandi kyn og hvaðan hugmyndirnar koma. Þetta er auðvitað samkeppnis- sjóður til að gera Ísland sterkara og þá viljum við að sú tjörn sé með sem flestum fiskum. Við erum að veðja á það að með því að vera með svona sterkt umhverfi þá verði til sigurvegarar og upp úr því koma öflug og stöndug fyrirtæki með tíð og tíma. Við erum ekki að velja þá sigurvegara, við erum bara að tryggja að það sé til umhverfi þar sem þeir verða til.“ Tryggvi og Þórdís hvetja konur ásamt einstaklingum og fyrirtækjum af landsbyggðinni að hika ekki við að sækja um styrki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Við viljum að öflugt og metn- aðarfullt fólk sjái tæki- færin hér, búi hér, stofni fyrirtækin sín hér og hafi umhverfi sem gerir þessum fyrirtækjum svo kleift að vera áfram hér. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RNÝSKÖPUN Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.