Fréttablaðið - 29.08.2020, Side 36

Fréttablaðið - 29.08.2020, Side 36
Umsóknarfrestur fyrir Markáætlun um samfélags- legar áskoranir sem vera átti 1. september nk. hefur verið framlengdur til 17. september vegna Covid-19 faraldursins. Markmið með styrkveitingum er að hraða framförum í þremur flokkum: • Umhverfismál og sjálfbærni • Heilsa og velferð • Líf og störf í heimi breytinga Umsóknarfrestur rennur út 17. september kl. 16:00. Fyrirtæki, háskólar og rannsóknarstofnanir eru sérstaklega hvött til þess að sækja um. Markáætlun um samfélagslegar áskoranir Umsóknarfrestur framlengdur til 17. september H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Markmið Controlant er að sem f lestir í heiminum geti fengið örugg lyf, ásamt því að minnka lyfja- og matarsóun. Því erum við glöð og stolt að geta lagt okkar af mörkum í heimsfaraldrinum og hafa þar jákvæð áhrif,“ segir Gísli Herjólfs- son, forstjóri Controlant. Controlant er hugbúnaðar- og vélbúnaðarfyrirtæki sem fram- leiðir hitastigs- og staðsetn- ingarskynjara sem settir eru með vörum til f lutninga og halda uppi rauntímaeftirliti á allri virðiskeðj- unni, svo hægt sé að fylgjast með ástandi og staðsetningu vörunnar hvar sem er í heiminum. „Skynjararnir skapa verðmætar upplýsingar um hvar vandamál liggja á leið vörunnar, hvar vör- urnar eiga á hættu að skemmast og hvar óhöppin verða, en allar upplýsingar koma sjálf krafa, svo framarlega sem lausnin frá Controlant er notuð. Með henni ertu engum háður, veist allt um virðiskeðjuna þína og get ur mælt hvernig f lutningsaðilinn er að standa sig, því menn nota mis- munandi pakkningar til að verja vörurnar fyrir hitastigsáföllum og geta þá séð hvernig allt virkar úti í mörkinni,“ útskýrir Gísli. Yfir níutíu prósent samstarfsað- ila Controlant eru í lyfjageiranum, en fyrirtækið starfar einnig með aðilum í matvælageiranum. „Í dag eru gerðar strangar kröfur þegar lyf eru f lutt á milli landa og þá verður að vera hægt að sanna að hitastigið hafi verið innan marka áður en sjúklingar mega fá lyfið. Lyfjafyrirtæki geta því ekki starfað nema að hafa þessar upplýsingar tiltækar og það gerir okkur að mjög mikil- vægum aðila í þeirri starfsemi,“ segir Gísli, sem hjá Controlant vinnur líka náið með f lutningsað- ilum. „Við látum vita ef áhætta er til staðar og getum þá brugðist við til að koma í veg fyrir að vara skemmist, og nú þegar höfum við afstýrt tjónum sem hlaupa á tugum milljarða hjá stóru lyfjafyrirtækj unum,“ segir Gísli. Lykilaðili fyrir lyfjafyrirtæki Controlant var stofnað árið 2007 í því augnamiði að búa til þráðlausa skynjara sem gefa upplýsingar á rauntíma. „Við stofnuðum fyrirtækið rétt áður en svínaflensufaraldurinn skall á og ákváðum þá að herja á lyfjageirann. Þegar svínaflensan svo kom var farið að búa til bólu- efni sem keypt voru til landsins og var fyrsta stóra verkefnið okkar í lyfjageiranum að vakta bólu- efnin sem komu til landsins. Nú, í miðjum heimsfaraldri COVID- 19, er eins og framtíð Controlant hafi verið skrifuð í skýin, því nú keppast lyfjafyrirtæki heimsins við að koma með bóluefni sem fyrst og við erum orðin lykilaðili í þeirra starfsemi, til að geta dreift bóluefnum á þeim hraða og skala sem þarf á næstu mánuðum. Nú þarf að senda lyfin express frá framleiðanda yfir á sjúkrahúsin, sem þýðir að allar rauntímaupp- lýsingar og tímarammar, til að geta tekið ákvörðun um hvort lyf megi fara í sjúkling eða ekki, eru styttri og ekki gerlegt að gera þetta nema með rauntímatækni. Við höfum undirbúið okkur vel fyrir þetta og nú er allt að raungerast,“ segir Gísli. Allt gerist nú á ljóshraða Controlant er íslenskt fyrirtæki frá A til Ö og eru allar uppfinningar og búnaður fyrirtækisins íslenskt. „Við höfum stækkað mikið síðan 2007 og erum nú með yfir 90 starfsmenn og hundruð þúsunda tækja sem vakta lyf í öllum löndum heimsins. Við gerum ráð fyrir að ráða allt að fimm manns á viku næstu misserin. Það hefur verið mikill vöxtur og árangur síðast- liðna átján mánuði. Þar hefur COVID-19 auðvitað áhrif, en við höfðum einnig tryggt okkur samninga við fjögur stærstu lyfja- fyrirtæki heims, auk ótal smærri. Hlutirnir hafa gerst ansi hratt og nú gerist allt á ljóshraða út af COVID- 19,“ segir Gísli. Nánar á controlant.com Eins og skrifað væri í skýin Hugbúnaðar- og vélbúnaðarfyrirtækið Controlant framleiðir hundruð þúsunda hitastigs- og stað setningarskynjara sem notaðir eru til að vakta lyf og matvæli í öllum löndum heimsins. Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant, býst við að ráða fimm manns á viku til framtíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Við erum glöð og stolt að geta lagt okkar af mörkum í heimsfaraldrinum og hafa þar jákvæð áhrif. Gísli Herjólfsson Kerecis hóf starfsemi árið 2013, en fyrirtækið fram-leiðir afurðir byggðar á affrumuðu þorskroði, sem hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og eru notaðar til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum, eink um hjá fólki með sykursýki. Fyrirtækið er einnig með starfsemi í Bandaríkjunum. Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust um 142 prósent á milli áranna 2018 og 2019, en þær fóru úr rúmum 500 milljónum króna í yfir 1,2 milljarða króna. Kerecis hlaut jafnframt sérstaka viður- kenningu fyrir að hafa í fyrsta sinn náð veltu yfir 1 milljarði króna á árinu 2019. Þetta er í annað sinn sem Kerecis hlýtur nafnbótina Vaxtarsproti ársins, en árið 2017 hlaut fyrirtækið einnig Vaxtar- sprotann. Tvö önnur fyrirtæki, Carbon Recycling International og Pure North Recycling, hlutu einn- ig viðurkenningar fyrir mikinn vöxt í veltu á milli ára. Carbon Recycling International rekur verksmiðju í Svartsengi, sem fram- leiðir metanól úr koltvísýringi og vetni og þróar tæknilausn til að framleiða vistvænt eldsneyti. Velta fyrirtækisins jókst um 78 prósent á milli ára. Pure North Recycling endurvinnur plast með umhverfisvænum orkugjöfum og er jarðvarmi í aðalhlutverki. Velta fyrirtækisins jókst um 59 prósent á milli ára. Vaxtarsprotinn er samstarfs- verkefni Samtaka iðnaðarins, Sam- taka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknamið- stöðvar Íslands. Þetta er í fjórtánda skiptið sem viðurkenn ingarnar eru veittar, en tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti, og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þess- ara fyrirtækja. Í dómnefnd voru Ari Kristinn Jónsson fyrir Háskólann í Reykjavík, Lýður Skúli Erlendsson fyrir Rannís og Sigríður Mogensen fyrir Samtök iðnaðarins og Samtök sprotafyrirtækja. Vaxtarsproti ársins er Kerecis Frá afhendingu viðurkenn- inganna. Talið frá vinstri: Þórdís Kol- brún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráð- herra, Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Ker- ecis, Sigurður Halldórsson, framkvæmda- stjóri Pure North Re- cycling, og Árni Sigurjónsson, formaður SI. 6 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RNÝSKÖPUN Á ÍSLANDI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.