Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 37
Núna erum við í meira mæli að beina sjónum okkar, þegar kemur að nýsköp- un, að eldri notendum. Við stundum mjög þver-faglegt þróunarstarf hér í Reykjavík. Hér starfa reynslumiklir verkfræðingar með mikla sérþekkingu á stoðtækjum og stoðtækjanotendum, en margir aðrir koma að nýsköpunarstarf- inu, til dæmis fólk úr heilbrigðis- vísindum, eins og læknar, sjúkra- þjálfarar og stoðtækjafræðingar,“ segir Hildur Einarsdóttir, forstöðu- maður á þróunarsviði Össurar. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að huga að hugverka- vernd og skapa okkur þannig sér- stöðu í þessum ört vaxandi geira og sérfræðingar okkar á því sviði vinna náið með verkfræðiteym- unum. Við erum að þróa lækn- ingatæki sem lúta mjög ströngum reglugerðum, þannig að við þurfum að hafa sérfræðinga á því sviði líka, til að tryggja að þróunin og lokavaran uppfylli þær kröfur sem á okkur eru settar.“ Eitt af því sem Hildur segir mjög mikilvægt í þróun stoðtækja, eins og til dæmis gervihandleggja eða fótleggja, er notagildið við dag- legar athafnir. „Það er áfall að missa útlim og fólk þarf að vinna sig í gegnum það og sætta sig við að nota gervihönd eða gervifót. Þá er mikilvægt að við séum ekki bara að hugsa um hvernig varan virkar tæknilega séð, heldur líka að fólk tengi svo- lítið við hana og geti hugsað sér að nota hana. Útlitið, áferðin og við- mótið, eru gríðarlega mikilvægir þættir í vöruþróuninni.“ Síðustu áratugi hefur Össur verið mjög leiðandi í stoðtækjaiðn- aði þegar kemur að nýsköpun og tækninýjungum, að sögn Hildar. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta sýnt fram á öryggi og mikilvægi vörunnar fyrir notandann og að hún hafi áhrif til hins betra fyrir viðkomandi, sem geti stundað þann lífsstíl sem hann hefur valið sér. Þetta er veigamikill þáttur í þróunarstarf- inu. Það eru kannski ekki margir sem átta sig á hvað mikið á sér stað hér í Reykjavík, þegar kemur að nýsköpun og þverfaglegu sam- starfi.“ Nýsköpun fyrir eldri notendur „Þegar kemur að vöruþróun hefur fyrirtækið verið mjög öflugt síðustu ár og áratugi, í framþróun á vörum fyrir notendur sem eru frekar virkir í sínu daglega lífi, í vinnu og utan vinnu. Nú erum við í meira mæli að beina sjónum okkar, þegar kemur að nýsköpun, að eldri notendum. Notendum sem eru kannski ekki eins virkir í sínu daglega lífi, en myndu græða mikið á því að hreyfa sig reglulega og geta notað gervifótinn dags daglega,“ segir Hildur. Í dag er Össur á þeirri vegferð að byggja á tækninni sem fyrir- tækið býr yfir, til að þróa vörur fyrir þennan hóp eldri notenda. Hildur nefnir að oft sé þetta fólk sem er farið að missa sjón. Þá þarf að passa að allir sjónrænir þættir á stoðtækinu séu skýrir. „Þetta er líka fólk sem er yfir- leitt mjög hrætt við að detta, svo það þarf að tryggja að það finni fyrir öryggi og noti þar af leiðandi Leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í þróun stoðtækja Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur er með þróunarstarf á fimm stöðum í heiminum, en höfuð- stöðvarnar og aðalstarfsstöðin fyrir þróun á stoðtækjum er á Íslandi. Nýsköpun um þessar mundir er sérstaklega beint að eldri notendum og þróun nýrrar tækni til að stýra gervilimum. Össur byggir nú á tækninni sem fyrirtækið býr yfir til að þróa vörur fyrir eldri notendur. Hildur Einarsdóttir, forstöðumaður á þróunarsviði Össurar, segir daglegt notagildi mikilvægt við þróun stoðtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Starfsfólk hjá Össuri gerir prófanir á gervifæti á hlaupabretti. gervifótinn. Þessi hópur á oft erfitt með fínhreyfingar, svo það þarf líka að tryggja það að það sé ekkert í meðhöndlun vörunnar sem krefst þess að notandinn beiti f lóknum hreyfingum. Það hefur ítrekað verið sýnt fram á að eldri einstaklingar geti aukið bæði lífs- gæði sín og lífslíkur verulega, með því að hreyfa sig reglulega. Þess vegna er mjög mikilvægt að koma fólkinu aftur á fætur eftir aflimun. Að það fái tækifæri til að prófa að nota gervifætur og að þeir séu nógu einfaldir í notkun til þess að fólk noti þá dagsdaglega.“ Þó að Össur hafi alltaf haft vörur í sínu vörusafni sem ætlaðar eru fyrir eldri notendur, er það stefnan núna að beina nýsköpun meira að þessum hópi. „Við erum að sinna mjög breiðum hópi, allt frá Ólympíu- förum til íbúa hjúkrunarheimila. Þá er mikilvægt að nýta þessa tækni sem við höfum, en líka vera mjög meðvituð um hvað það er mikilvægt að vörurnar, viðmót, útlit og virkni sé sérsniðið fyrir þarfir hvers hóps fyrir sig. Vöðvaskynjarar sem stýra hreyfingu Sérfræðingar hjá Össuri eru þessa stundina að rannsaka notkun skynjara í vöðvum, hjá fólki sem hefur misst útlim, og getu þess til að stjórna gervilimnum með merki frá skynjaranum. „Þetta er hin vegferðin sem við erum á núna og beinist á þessu stigi frekar að yngri notendum. Við erum að leita leiða til að gefa notandanum meiri stjórn á gervi- fætinum eða gervihendinni,“ segir Hildur. „Um er að ræða skynjara sem er komið fyrir í vöðvum á stúfnum. Þessir skynjarar nema merki frá vöðvunum og senda út í gervi- höndina eða fótinn til að koma af stað hreyfingu. Í stað þess að fóturinn eða höndin séu að giska á hvað þau eiga að gera, fá þau bein skilaboð frá notandanum um hvaða hreyfingu á að framkvæma næst.“ Hildur segir þetta ólíkt því sem Össur hefur verið að vinna að áður. Allar vörur frá Össuri liggja utan á líkamanum, en þarna er verið að sækja upplýsingar inn- vortis frá. „Þetta er stórt skref fyrir okkur og gríðarlega áhugavert skref inn í framtíðina. Þessi tækni gerir notandanum kleift að stýra okkar tölvustýrðu stoðtækjum á nákvæmari hátt. Þetta er alveg ný tækni og er bara í undirbúningi.“ Hildur tekur sem dæmi að það sé auðvelt að forrita gervihné svo það hjálpi notandanum að ganga á f lötu gólfi. En mörgum hreyfing- um sem fólk gerir er erfitt að stýra og erfitt að sjá þær fyrir. „Það gefur notandanum mikið vægi að geta framkvæmt þessar hreyfingar á einfaldan hátt. Þegar við horfum á gervihendur þá eru alveg óteljandi leiðir til að stilla höndina af og hreyfa hana. Það eru liðamót í hverjum fingri og hægt að hreyfa hvern fingur sjálfstætt og snúa úlnliðunum. Það eru svo margar hreyfingar sem notandinn vill framkalla og ef við getum gripið þá hreyfingu sem notand- inn vill, beint frá vöðvunum, þá er náttúrlega gríðarlegur akkur í því.“ Hildur segir notendaprófanir, sem gerðar hafa verið á þessari nýju tækni, gefa mjög góða von. „En við lítum á þetta sem langhlaup út af því hversu flókin tæknin er og hversu ný hún er fyrir stoðtækjamarkaðinn. Þetta er margra ára verkefni. Að lokum má geta þess að Netflix frumsýndi áhugaverða kvikmynd í vikunni þar sem vörur Össurar eru í for- grunni. Myndin heitir Rising Pho- enix og fjallar um sögu Ólympíu- leika fatlaðra, en leikarnir áttu sem kunnugt er að hefjast í Tókíó í vikunni en verða nú haldnir að ári.“ KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 NÝSKÖPUN Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.