Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 8
Launakostnaður OR-
samstæðunnar hækkaði um
15 prósent milli ára.
Samkvæmt lögreglu var
Blake vopnaður hníf þegar
hann var skotinn.
Samfélagsfræðsla
fyrir flóttamenn á vegum
Vinnumálastofnunar
Vinnumálastofnun gengst fyrir verðkönnun í hönnun og gerð
vefsíðu fyrir samfélagsfræðslu fyrir flóttamenn.
Þeir aðilar sem áhuga hafa á gerð vefsíðunnar eru beðnir um að
senda tölvupóst á netfangið flottamenn@vmst.is.
Fyrirspurnarfrestur er til kl.13.00 þann 11. september næstkomandi.
Gerð hverfisskipulags fyrir Breiðholt er á lokametrunum og
af því tilefni bjóðum við til kynningar-fjarfundar. Þar mun
starfsfólk borgarinnar og skipulagsráðgjafar segja frá hug-
myndum um uppbyggingu í hverfunum og hvernig hverfis-
skipulagið mun geta haft áhrif á þróun þeirra til framtíðar.
Allar upplýsingar um streymið og hvernig hægt verður að
koma spurningum á fundinn eru á hverfisskipulag.is.
Kynningar-fjarfundur um nýtt
hverfisskipulag fyrir Breiðholt
31. ágúst nk. klukkan 19.30-21.00.
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
REYKJAVÍK Launakostnaður Orku-
veitu Reykjavíkur hækkar um
fimmtán prósent milli ára sam-
kvæmt hálfsársuppgjöri samstæð-
unnar. Laun og launatengd gjöld
voru 3,4 milljarðar króna á fyrstu
sex mánuðum ársins í fyrra, en í ár
var upphæðin 3,9 milljarðar króna.
Samkvæmt upplýsingum frá
fjármálaskrifstofu OR eru nokkrar
skýringar á hækkuninni. Stærsti
liðurinn eru kjarasamningar og
afturvirkar launahækkanir þeim
tengdum. Þá hafa starfsmenn síður
farið í orlof á þessu ári. Launakostn-
aður hækkaði einnig vegna tíma-
bundinnar fjölgunar starfsmanna
vegna COVID-19 faraldursins sem
og sumarstarfsfólki. Eru vonir
bundnar við að þetta jafni sig út og
að hluti gangi til baka.
Eyþór Arnalds, stjórnarmaður í
Orkuveitunni, segir þetta enn eitt
dæmið um stækkandi bákn Reykja-
víkurborgar, en OR er að mestu
leyti í eigu borgarinnar. „Margt
smátt gerir eitt stórt. Þessi hækkun
er langt umfram almennt verðlag,“
segir Eyþór. – ab
„Margt smátt gerir eitt stórt“
BANDARÍKIN „Af hverju skutu þeir
mig svona oft?“ spurði Jacob Blake
föður sinn þegar hann vaknaði á
sjúkrahúsi í Wauwatosa í Wiscons-
in í gær eftir að hafa verið skotinn
sjö sinnum af lögreglu í Kenosha á
sunnudag. „Elsku barn, þeir áttu
aldrei að skjóta þig,“ hefur CNN eftir
föður Blake.
Mál Blake hefur sett réttindi
svartra aftur í sviðsljósið í Banda-
ríkjunum. Mál George Floyd í maí
og mótmælin í kjölfarið, kennd við
Svört líf skipta máli, hafa breiðst
út um allan heim í sumar. Vonir
voru bundnar við að búið væri að
ná varanlegum árangri í að stöðva
óréttlæti í garð svartra borgara og
þá sérstaklega of beldi af hálfu lög-
reglu.
Blake, sem er 29 ára gamall svartur
maður, er lamaður fyrir neðan mitti.
Samkvæmt lögreglu voru lögreglu-
þjónarnir að svara útkalli frá konu,
sem ekki hefur verið nafngreind,
sem sagði að Blake ætti ekki að vera
á staðnum. Lögregluþjónar mættu á
staðinn fimm mínútum eftir útkallið
og reyndu að handtaka Blake. Hann
hélt á hníf og var á leið inn í bíl sinn
þar sem þrjú börn hans sátu. Að sögn
lögreglu tókst ekki að yfirbuga hann
öðruvísi en að skjóta hann.
Einn lögreglumaður skaut öllum
skotunum, Rusten Sheskey, en hann
er hvítur. Sheskey og annar lögreglu-
maður eru nú í leyfi. Atvikið náðist á
myndband, þar sést lögreglumaður
kalla að Blake að „sleppa hnífnum“
áður en hann skaut.
Andrew Yang, fyrrverandi for-
setaf rambjóðandi demók rata,
ræddi við föður Blake, sem sagðist
vera reiður yfir að sonur sinn væri
handjárnaður við sjúkrarúmið.
Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin,
sagði við blaðamenn að hann gæti
ekki ímyndað sér hvers vegna það
væri nauðsynlegt. Lögregla sagði
í svari til BBC að handjárnin væru
stefna þar sem Blake hefði verið
eftirlýstur.
Mikil mótmæli brutust út í
Kenosha á mánudaginn og héldu þau
áfram út vikuna. Á miðvikudaginn
var hinn 17 ára gamli Kyle Ritten-
house handtekinn fyrir að skjóta
tvo mótmælendur til bana. Ritten-
house er nú í haldi í Illinois. Donald
Trump Bandaríkjaforseti sendi sama
dag þjóðvarðlið til borgarinnar.
Fjölskylda Blake hefur rætt við Joe
Biden, forsetaefni demókrata, en
sögðu að enginn frá Hvíta húsinu
hefði haft samband við þau.
Þúsundir mótmælenda komu
saman í Washington D.C. í gær þar
sem bæði mál Blake og dauði Floyd
voru í fyrirrúmi. Kamala Harris,
varaforsetaefni demókrata, ávarp-
aði mótmælendur með fjarfundar-
búnaði og kallaði eftir breytingum
á viðhorfum í garð svartra.
arib@frettabladid.is
Svört líf áfram
í brennidepli
Mótmæli hafa staðið yfir alla vikuna eftir að svart-
ur maður var skotinn sjö sinnum af lögreglu. Hefur
málið sett málefni svartra enn frekar á oddinn.
Mótmælandi fyrir utan ráðhús Kenosha í Wisconsin. MYND/EPA
2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð