Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 24
Landakotsskóli í dag Formlegum tengslum Landa­ kotsskóla og kaþólsku kirkjunnar var slitið árið 2005 og skólinn er í dag alls ekki sama stofnunin, þó nafnið sé það sama. Skólinn er rekinn af foreldrum og í stjórn sitja foreldrar núverandi og fyrr­ verandi nemenda. Ingibjörg Jóhannsdóttir skóla­ stjóri segir engin tengsl við ka­ þólsku kirkjuna önnur en þau að skólinn leigi húsnæðið af henni. Áherslur skólans séu allt aðrar en hjá fyrri skóla. „Stefna skólans er að bjóða upp á framúrskarandi nám þar sem áhersla er á skapandi nálgun í skólastarfinu og leiðir þar sem nemendur læra með því að upplifa og rannsaka,“ útskýrir Ingibjörg. „Flestir bekkir skólans eru fullir og biðlistar. Skólastarfið spyrst vel út og skemmtilegt er að fá í heimsókn nemendur sem hafa útskrifast á síðustu árum og eru þakklátir fyrir góðan tíma í skólanum og finna að þeir eru vel í stakk búnir til að takast á við næstu skref í lífinu.“ Tvær deildir starfa innan skólans, alþjóðleg deild, þar sem rúmlega 100 nemendum er kennt á ensku eftir Cambrigde náms­ skrá, og rúmlega 200 barna­ og unglingadeild, þar sem kennt er eftir íslenskri aðalnámsskrá. Ingibjörg segist vissulega hafa hitt fyrrverandi nemendur sem upplifðu hræðilega hluti þess tíma þegar kaþólska kirkjan rak skólann. „Það er alltaf erfitt að heyra af slíku og vissulega hugsaði ég um hremmingar þeirra fyrrverandi nemenda sem þá höfðu stigið fram, þegar ég kom fyrst til starfa í skólanum fyrir sex árum síðan. Þó hef ég líka hitt fjölmarga nemendur sem eiga góðar minn­ ingar frá gamla Landakotsskóla,“ segir Ingibjörg og bætir við að nemendur dagsins í dag eigi hug hennar allan og þannig vilji hún nýta sína orku. Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastjóri segir engin tengsl við kaþólsku kirkjuna önnur en þau að skólinn leigi húsnæðið af henni. Kristján segir í samtali við Fréttablaðið að hann telji upplifun sína hafa verið væga, ef svo mætti kalla, miðað við annarra, því hann varð „bara“ fyrir andlegu of beldi. Fyrir tæpum áratug síðan birtust sögur um gróft kynferðisof beldi og andlegt of beldi sem séra George og Margrét beittu nemendur sína allt frá árinu 1956. Þolendur stigu fram og sögðu sögur sínar í Fréttatímanum árið 2011. Í kjölfarið var sett á lagg- irnar sérstök rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar, leidd af Hjör- dísi Hákonardóttur, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem falið var að rannsaka starfshætti og viðbrögð kaþólsku kirkjunnar vegna Landa- kotsmálsins. Í skýrslu nefndarinnar kom fram að kaþólska kirkjan var ítrekað upplýst um framferði séra George, en aðhafðist ekkert. Nefndin gerði alvarlega athugasemd við þann nánast algera skort á varðveislu gagna um mál nemenda, þegar rekstur skólans var á ábyrgð kaþ- ólsku kirkjunnar. Fram kom hjá kaþólskum leik- mönnum að almennt mætti líkja kaþólsku kirkjunni við stóra fjöl- skyldu, biskup væri eins konar faðir prestanna, sem beri að leysa mál innan fjölskyldunnar. „Þegar viðkvæm mál hafi verið tekin fyrir hafi ekkert verið skráð, þar sem slík samtöl nálgist í eðli sínu sakramenti og það sé ekki skráð,“ sagði einn viðmælendanna. Fjölmargir foreldrar og fyrr- verandi nemendur hafa greint frá of beldinu sem viðhafðist í skól- anum. Þau sem ekki voru beitt kynferðisof beldi lýsa óþægilegu andrúmslofti þar sem ógnarstjórn var við lýði. Sannfærðu okkur um að upplifun okkar væri röng „Skömm kemur upp í hugann fyrst. Manni var stýrt af skömm. Maður var alltaf sekur. Það var aflið sem rak mann áfram í að læra og vera í skólanum.“ Svona lýsir Kristján Hrannar Pálsson Landakotsskóla, á tímum séra Ágústs George og Margrétar Müller. Kristján Hrannar Pálsson segir skólagönguna í Landakotsskóla hafa litað líf sitt og viðhorf til kirkjunnar. Hann hafi átt erfitt með að treysta eigin upplifun fram á fullorðinsár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Taldi skólann sinn eðlilegan Kristján Hrannar rifjar upp tíma sinn í Landakotsskóla og segir harðneskjuna í persónuleikum séra George og Margrétar hafa endur- speglað samfélagið sem þau þekktu sjálf í barnæsku. „Þau ólust bæði upp í kaþólsku samfélagi í Evrópu á millistríðsár- unum. Maður getur rétt ímyndað sér hvað þetta var hræðilegt tíma- bil fyrir börn. Það er engan veginn hægt að afsaka það sem þau gerðu, en það útskýrir svolítið úr hvaða jarðvegi þau spruttu. Þau ólust upp við rafmagnsleysi, hungur, skort og eyðileggingu. Þau voru föst þar andlega og að vera í Landakotsskóla var svolítið eins og að vera í 19. aldar heimavistarskóla.“ Kristján segist sjálfur hafa verið sendur í skólann, því hann hafi verið bráðgert barn. Hann hafi ekki vitað betur en að harðstjórn og hegðun séra George og Margrétar hafi verið eðlilegt. „Þetta var eini skólinn sem ég þekkti svo ég normalíseraði þetta. Ég hélt að svona ætti þetta að vera.“ Hann hafi þó fengið nóg eftir níunda bekk og skipt yfir í Haga- skóla. „Mér fannst ég geta andað í fyrsta skipti á ævinni. Ég var algjört kvíðabarn og að vera í Landakots- skóla hjálpaði ekki.“ Á þeim tíma hafi fjölskyldufólk litið upp til stjórnenda skólans og talið þá vera með góðan aga á börn- unum. „Ég held að fólk hafi lagt of mikið traust á kaþólsku kirkjuna sem stofnun. Þetta var fínn skóli í augum fólks vegna þess að hann var einka- rekinn. Þetta tengdist svolítið efri stéttum samfélagsins: Þarna voru börn sem voru annaðhvort mjög efnuð, eða krakkar sem höfðu rek- ist mjög illa í öðrum skólum og voru sendir þangað til að fá persónulegra utanumhald. Fólk hélt kannski að börnin fengju meiri athygli því það voru svo fáir nemendur. Það var hins vegar algjört kjaftæði,“ segir Kristján Hrannar. „Ég fékk sem betur fer góð spil í lífinu til að byrja með. En börn sem Ingunn Lára Kristjánsdóttir ingunnlara@frettabladid.is 2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.