Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 92
EINS OG Í LISTASÖG-
UNNI MIKLU FRÁ 2011,
ÞÁ ERU ÞAÐ LISTAKONUR,
LIFANDI OG LÁTNAR, SEM FARA
VERST ÚT ÚR ÞESSARI VAN-
RÆKSLU.
Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski...
STÓRUM HUMRI!!
Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á
úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa.
Einnig má finna vörur Norðanfisks í
neytendapakkningum í verslunum
Bónus um land allt.
Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700
Sennilega er það lýsandi fyrir svokallaða „mynd-listarumræðu“ á Íslandi um þessar mundir, að vilji menn leggja eitthvað af mörkum til hennar,
verða þeir sjálfir að panta sér pláss
á síðum dagblaðanna með góðum
fyrirvara, þar sem þeir keppa um
athygli lesenda við þá sem vilja
kvarta undan óstjórn fiskiveiða,
samgöngumálum eða framgöngu
embættismanna. Langt er liðið
síðan íslensk dagblöð töldu sér skylt
að halda úti reglulegri umræðu um
myndlist á sérstökum menningar-
síðum. Eins og þau raunar gera enn
þegar bókmenntir, sígild tónlist og
leikhús eiga í hlut. Enginn skilur
hvers vegna myndlistin er svo kirfi-
lega afskipt að jafnvel fréttatilkynn-
ingar um sýningar fást ekki birtar
á síðum dagblaðanna nema með
eftirgangsmunum.
Það verður líka að teljast sér-
kennilegt að þrír helstu hags-
munaaðilar á vettvangi myndlistar,
listamennirnir, sem væntanlega
þarfnast þeirrar athygli og aðhalds
sem upplýst myndlistarumfjöllun
tryggir þeim, gagnrýnendur/list-
fræðingar, sem hafa bæði atvinnu
af umfjölluninni og skyldum að
gegna við myndlistarsöguna, og
söfnin, helsti vettvangur sýningar-
starfseminnar, hafa ekki þrýst á
Ekki allt sem sýnist
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur
skrifar um sýninguna Allt sem sýnist –
Raunveruleiki á striga á Kjarvalsstöðum.
Louisa Matthíasdóttir, Uppstilling með aspas, 1973.
Stephen Lárus, Fjölskylda og vinir, olía, 2018–2019.
um ábyrgari afstöðu bæði prent-
og skjámiðla til myndlistarinnar
í landinu. Einhverjir fjölmiðlanna
fría sig væntanlega sök með tilvísan
í strjál viðtöl þeirra við listamenn.
Og ekki skal vanmetin viðleitni
örfárra aðila á borð við Einar Fal
Ingólfsson á Morgunblaðinu til að
fylla upp í ofangreint ginnungagap
með ítarlegum viðtölum. En viðtöl
koma ekki í staðinn fyrir rýmið þar
sem myndlist, gömul og ný, mætir
vökulli og sundurgreinandi vitund
myndlistargagnrýnandans, sem
leitast við að svara því erindi sem
myndlistarmaðurinn á við okkur.
Að svara honum ekki er raunar lít-
ilsvirðing við hann.
Ekki er heldur mikið að græða á
upplýsingagjöf safnanna um þær
sýningar sem þau standa fyrir.
Aðeins í örfáum tilfellum fylgja
þessum sýningum einhvers konar
álitsgerðir eða heimildavinna í formi
bóka eða bæklinga. Yfirleitt eru látin
nægja örfá aðfaraorð í tvíblöðungi
uppi á vegg, jafnvel þar sem um er
að ræða stórar og og að því er virðist
stefnumarkandi yfirlitssýningar.
Að þeim loknum erum við litlu vís-
ari um viðfangsefnið en við vorum
fyrir. Og þeir sem vilja gaumgæfa
það á nýjan leik í framtíð verða að
byrja á núllpukti rannsókna. Leið-
sagnir lærðra og leikmanna breyta
þar engu um, eiga meira skylt við
afþreyingu en upplýsingagjöf.
Framtíðin og sagan
Því eru það ekki síst íslensk söfn
og stærri gallerí sem þarfnast þess
aðhalds myndlistargagnrýnenda
sem nefnt er hér að framan. Þegar
meira máli skiptir að drífa upp sýn-
ingar með lágmarks undirbúningi
en að gera grein fyrir þeim á fag-
legan hátt, og sinna þannig skyldum
safnsins við myndlistarsöguna,
þegar undirbúningur sýninga er
klárlega ónógur eða óskilvirkur,
þannig að fjöldi listamanna verður
útundan að ósekju, og þegar van-
ræktur myndlistararfurinn víkur
ítrekað fyrir nýjabrumi með lítt
skilgreindu erindi við okkur, þá er
vandséð hver á að benda á þessa
annmarka nema sjálfstætt starf-
andi myndlistargagnrýnendur.
Sérstaklega ber að taka með fyrir-
vörum staðhæfingar safnamanna
um að þau séu með einhverju móti
að „skrifa söguna“ með sýningum
sínum. Það gefur auga leið, að það er
ekki nútíðin heldur framtíðin sem
„skrifar söguna“.
Fjarvera listamanna
Tilefni þessa pistils er öðru fremur
sýning Listasafns Reykjavíkur,
„Allt sem sýnist“, en hún gefur sig
út fyrir að vera sögulegt yfirlit yfir
íslenska málaralist með raunsæju
sniði frá síðustu fimmtíu árum.
Hér er ekki ætlunin að benda á
augljósa ágalla á framsetningu
verkanna á sýningunni, fátæklega
álitsgerð sem henni fylgir, ofhlæði
í upphengi og umdeilanlegt val
á verkum (teikningar Guðjóns
Ketilsonar, eins ágætar og þær eru,
virðast tæplega eiga heima á mál-
verkasýningu), heldur fullkomlega
óskiljanlega fjarveru nokkurra
listamanna sem klárlega eiga
heima á sýningunni út frá sömu,
ef ekki augljósari, forsendum og
flestir þeir sem fyrir eru. Þessir
fjarstöddu listamenn gera meira
en það, því þeir bregða upp fyllri
og fjölbreyttari mynd af raunsæis-
tilburðum íslenskra listamanna
á því tímabili sem hér um ræðir.
Yfirstandandi sýning gerir því
minna úr hlutverki raunsærra
listamanna í myndlistarsögu
okkar en efni standa til. Ekki getur
það verið tilgangurinn með henni.
Eins og í listasögunni miklu frá
2011, þá eru það listakonur, lifandi
og látnar, sem fara verst út úr þessari
vanrækslu. Til að mynda er erfitt að
sjá hvernig hægt er að láta sér sjást
yfir uppstillingar og mannamyndir
Louisu Matthíasdóttur, sem eru sér
á parti í landsins raunsæisf lóru.
Raunsæisleg umfjöllun Karólínu
Lárusdóttur, Stephens Lárusar og
Sigríðar Melrósar um Íslendinginn
sem félagsveru er öðruvísi en f lest
annað á sýningunni. Mannamyndir
Kristínar Eyfells eiga þar sannarlega
heima á sömu forsendum og „popp-
portrett“ Þorra Hringssonar. Loks
má nefna einkalega sýn listamanna
á borð við Katrínu Matthíasdóttur,
Stefán Boulter og Arons Reyrs á
nærumhverfi sitt.
Með von um að þeir sem málið
varðar endurskoði vinnulag sitt í
náinni framtíð.
2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R40 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING