Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 68
Tækniþróunarsjóður
tths.isÞrír milljarðar til nýsköpunar
Þú nærð lengra með Tækniþróunarsjóði
Tækniþróunarsjóður úthlutar um þremur
milljörðum króna til nýsköpunar á árinu.
Sjóðnum bárust nærri 900 umsóknir,
sem er um 40% aukning milli ára.
Yfir 130 fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar
eru að fá nýja styrki auk þeirra sem þiggja
framhaldsstyrki frá fyrra ári.
Tækniþróunarsjóður er mikilvægur stuðningsaðili nýsköpunar
í íslensku atvinnulífi. Nánari upplýsingar eru á tths.is
Tækniþróunarsjóður veitir styrki til nýsköpunarverk-efna. Hann er opinn öllum
atvinnuvegum, leggur áherslu á
fjölbreytt nýsköpunarverkefni og
að ýta undir alþjóðlegt samstarf í
nýsköpun. Fréttablaðið tók starfs-
menn Tækniþróunarsjóðs tali og
ræddi við þá um stöðu og stefnu
sjóðsins, auk nokkurra fulltrúa á
meðal núverandi og fyrri styrk-
þega.
„Í dag er mikil gróska í nýsköp-
unarumhverfinu. Það endur-
speglast í fjölda góðra umsókna
til sjóðsins, en umsóknafjöldinn
hefur margfaldast á undanförnum
árum,“ segir Lýður Skúli Erlends-
son, sérfræðingur hjá Rannís, og
heldur áfram: „Fjölmörg sprotafyr-
irtæki, sem á sínum fyrstu skrefum
hlutu styrk frá Tækniþróunar-
sjóði, hafa náð eftirtektarverðum
árangri. Þar má nefna Kerecis,
Valka, Nox medical, GRID, Meniga
og Orf líftækni.“
Sigurður Björnsson, sviðsstjóri
rannsókna- og nýsköpunarsviðs
hjá Rannís, hefur orðið:
„Fjölmörg efnileg sprotafyrir-
tæki sem nú eru styrkþegar sjóðs-
ins, gætu fylgt í kjölfar þessara
fyrirtækja og náð góðum árangri
á markaði. Samkvæmt áhrifamati
á Tækniþróunarsjóði er ljóst að
sum þessara verkefna hefðu ekki
farið af stað, eða væru mun smærri
í sniðum, og gætu þar með jafnvel
hafa misst af „tækifærinu“, ef ekki
hefði komið til opinber stuðningur
frá Tækniþróunarsjóði,“ segir
Sigurður.
Hratt brugðist við
Í maí var bætt í hefðbundna vorút-
hlutun Rannís.
„Það gerðum við til að ná því
markmiði að koma fjármunum
sjóðsins í vinnu fyrir sumarlok
og eins var haustúthlutun ársins
flýtt, til að bregðast hratt við
nýjum forsendum í nýsköpunar-
samfélaginu, enda er nýsköpun
nauðsynleg til að takast á við sam-
félagslegar áskoranir,“ upplýsir
Svandís Unnur Sigurðardóttir,
sérfræðingur hjá Rannís.
Á árinu er ný Markáætlun
Rannís meðal annars helguð
rannsóknum og nýsköpun í tækni-
breytingum og sjálf bærni.
„Samfélagslegar áskoranir eru
því mikilvægar í umræðu um
nýsköpun þessi misserin – og þar
munu stóru samkeppnissjóðirnir,
Tækniþróunarsjóður og Rann-
sóknasjóður, spila stóra rullu,“
segir Kolbrún Bjargmundsdóttir,
sérfræðingur hjá Rannís, og heldur
áfram:
„Önnur ekki síður mikilvæg
aðgerð stjórnvalda er réttindi til
skattendurgreiðslu til fyrirtækja
vegna rannsókna og nýsköpunar-
verkefna. Þar verður bætt verulega
í skattalegan hvata fyrirtækja á
þessu ári til að auka nýsköpun.
Lítil og meðalstór fyrirtæki geta
fengið allt að 35 prósenta endur-
greiðslu af kostnaði við verkefni og
stór fyrirtæki 25 prósent.“
Fjölbreytt atvinnulíf
Það er viðurkennd staðreynd að
nýsköpun er lykill að styrkari
stoðum efnahagslífsins.
Hjálmar Gíslason er forstjóri
fyrirtækisins Grid, sem er styrk-
þegi hjá Tækniþróunarsjóði:
„Í einhverjum skilningi er hlut-
verk nýsköpunar að láta reyna á
hluti sem hingað til hafa ekki verið
gerðir og jafnvel þótt ómögulegir.
Flestar þessara tilrauna mistakast,
en þær sem takast færa út mörk
hins mögulega og stækka þar með
kökuna margfrægu. Í íslensku
samhengi er nýsköpun einfaldlega
nauðsynleg til að auka fjölbreytni
atvinnu- og efnahagslífsins. Sam-
setning íslenska hagkerfisins er
fábreytt og við höfum þess vegna
ítrekað lent í að áföll í einstökum
greinum hafa því sem næst sett
samfélagið á hliðina. Fjölbreyttara
atvinnulíf stendur betur af sér
slík áföll og minnkar þannig áhrif
slíkra áfalla á samfélagið í heild.“
Hjálmar er stofnandi fyrirtækj-
anna Grid og Datamarket.
„Datamarket náði góðum
árangri og var selt árið 2014, með
góðri útgöngu fyrir alla sem að því
komu. Tækniþróunarsjóður hefur
verið mjög mikilvægur stuðnings-
aðili í íslenskri nýsköpun síðan ég
hóf minn feril og sennilega sá allra
mikilvægasti þegar kemur að fjár-
mögnun fyrstu stiga nýsköpunar.“
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir
er stjórnarformaður Laka Power,
sem frá árinu 2015 hefur þróað
einstaka lausn, PowerGRAB, sem
vinnur raforku úr rafsegulsviði
sem umlykur háspennulínur.
Hún tekur undir orð Hjálmars.
„Það verður ekki hjá því komist
að heimurinn er síkvikur. Eina
vitið er að líta á breytingar sem
tækifæri og bregðast við þeim með
nýsköpun. Hvernig okkur tekst
til með innlenda nýsköpun, mun
skilja milli þess hvort lífsgæði hér
munu visna eða blómstra á næstu
árum og áratugum,“ segir Ásta
Sóllilja.
Kerecis fékk Vaxtarsprotann
Kerecis er í dag eitt áhugaverðasta
nýsköpunarfyrirtæki landsins.
Það hlaut á dögunum Vaxtarsprot-
ann sem er viðurkenning fyrir
það nýsköpunarfyrirtæki sem er í
mestum vexti innanlands, ásamt
því að vera handhafi Nýsköpunar-
verðlauna Íslands sem voru veitt í
fyrrahaust.
„Það er engum blöðum um það
að fletta að eitt það mikilvægasta,
ef ekki það mikilvægasta, fyrir
blómstrandi efnahagslíf og fyrir
uppbyggingu nútíma þjóðfélags,
er öflugt nýsköpunarstarf,“ segir
Klara Sveinsdóttir, framkvæmda-
Styrkir Tækniþróunarsjóðs
hafa skipt marga sköpum
Stjórn Tækniþróunarsjóðs valdi í vikunni hvaða verkefni úr umsóknarfresti sumarsins yrðu
styrkt. Lauk þar úthlutun ársins 2020 til nýrra verkefna. Að öllu jöfnu er tilkynnt um seinni
úthlutun ársins í desember, en óvenjulegar aðstæður nú kalla á óvenjuleg viðbrögð.
Hjálmar Gíslason er stofnandi og
forstjóri fyrirtækisins Grid.
Sigurður Björnsson, Kolbrún Bjargmundsdóttir, Lýður Skúli Erlendsson og Svandís Unnur Sigurðardóttir.
10 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RNÝSKÖPUN Á ÍSLANDI