Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 23
ÞAÐ ER EKKERT GRÍN AÐ EIGNAST BARN OG VITA AÐ MAÐUR ER EKKI NÓGU GÓÐUR FYRIR ÞAÐ. Unnið að varanlegri lausn Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir fjár- magn til reksturs neyðarskýlisins í Skipholti tryggt út nóvember og unnið sé að varanlegum lausnum fyrir íbúa. Neyðarskýlið fyrir heimilislaus- ar konur í Skipholti er tímabundið úrræði sem Reykjavíkurborg rekur í samstarfi við félagsmálaráðu- neytið. Það var sett á fót í apríl sem viðbragð við ástandinu sem skapaðist vegna COVID-19, þar sem ljóst var að ekki var unnt að virða tveggja metra reglu í Konu- koti. Til stóð að loka úrræðinu í ágúst en þegar tilfellum smita tók að fjölga aftur nú í sumarlok var tekin ákvörðun um að framlengja það og hefur fjármagn til rekst- ursins verið tryggt út nóvember. Unnið er að því að finna varan- legar lausnir á húsnæðisvanda kvennanna sem þar dvelja. Lögð er áhersla á að fara yfir stöðu hverrar og einnar konu og greina vanda þeirra, í því augnamiði að þær fái í framhaldinu þjónustu sem hentar þeirra þörfum. Gera má ráð fyrir að einhverjar þeirra kvenna sem dvalið hafa í Skipholti fari í sjálfstæða búsetu, samkvæmt hugmyndafræðinni um húsnæði fyrst, eða „housing first“. Í þeirri hugmyndafræði felst að húsnæði sé grunnþörf og teljist mannréttindi. Þær munu fá stuðning vettvangs- og ráð- gjafarteymis Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða. Hlutverk þess er að styðja við heimilislaust fólk og vinna ráðgjafar meðal annars náið með einstaklingum sem eru heimilislausir eða að taka sín fyrstu skref í sjálfstæðri búsetu. Í dag búa fimmtán konur í sjálf- stæðri búsetu og fá þjónustu teymisins. Í síðustu viku samþykkti borgar- ráð að opna nýtt áfangaheimili með fjórtán einstaklingsíbúðum fyrir konur. Markmið heimilisins er að veita konum sem hafa hætt neyslu öruggt heimili, stuðning og aðhald meðan þær aðlagast sam- félaginu á nýjan leik og er stefnt að opnun þess fyrir árslok. Í dag eru níu áfangaheimili í Reykjavík, ýmist rekin af félaga- samtökum eða Reykjavíkurborg, þar sem rými er fyrir um það bil 200 einstaklinga. Er það mat velferðarsviðs að hið minnsta 25 konur gætu nýtt sér áfangaheimili í Reykjavík. Alma og Emilie eiga að baki langa neyslu- sögu og margar tilraunir til að verða edrú. Þær segja litla virðingu borna fyrir fíklum á götunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI íbúum, sem rokka á milli þess að vakna með bros á vör eða í reiði- kasti. „Við þurfum að læra að taka hver annarri eins og við erum og bera gagnkvæma virðingu hver til annarrar.“ Þær sammælast um að fíklar séu svolítið eins og fullorðin börn sem getur verið erfitt að sjá um. „Það á ekkert að umbuna fyrir frekjukast en það má heldur ekki gleyma hvað orsakaði það.“ Fann skjól í neyslunni Emilie á sér erfiða sögu að baki og byrjaði að prófa sig áfram í eitur- lyfjum þegar hún var tólf ára. Hún var lögð í einelti í grunnskóla, meðal annars fyrir að vera hálf-frönsk, en var boðin velkomin í félagsskap sem var farinn að fikta með fíkniefni. Þar kynntist hún tilvonandi barnsföður sínum, sem var fimm árum eldri og þegar farinn að bæði neyta og selja fíkniefni. „Hann var minn verndari og gat séð um mig.“ Hún flutti til hans sex- tán ára gömul og eignaðist dóttur tveimur árum síðar. Auk eldri dóttur sinnar á Emilie son en hún hefur ekki umgengnisrétt við börnin sín. „Eftir að ég missti forræðið fór ég dýpra í neyslu og missti félagsíbúð- ina sem ég var með.“ Síðan þá hefur hún ekki átt sér öruggt afdrep fyrr en nú. „Frá því ég var unglingur hef ég leitað til stráka til að veita mér öryggi.“ Þrátt fyrir að hafa farið að heiman sextán ára hafi alltaf einhver karlkyns verndari verið til staðar, sem var bæði til góðs og ills. „Það tók mig langan tíma að átta mig á að maður á að taka ábyrgð á sjálfum sér. Ég er að vinna í því núna.“ Fíkillinn er erfiður Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa unnið markvisst að því að geta verið í svona úrræði. „Þegar ég var að sprauta mig þá var ég ekkert húsum hæf og það gengur ekki ef maður ætlar að fá svona heimili,“ segir Alma. „Maður er fíkill og er alveg erfiður á tímum.“ Fíkillinn getur gengið langt til að fá eitthvað fyrir sinn snúð, að mati Ölmu, og því geta fylgt óteljandi vandamál. „Það er náttúrlega ekki hægt fyrir fjölskylduna að vera endalaust í kringum þig.“ Það sé þó erfitt að það sé ekkert sem komi í staðinn. „Að vera fíkill þýðir oftar en ekki að vera upp á einhvern annan kominn og því fylgir niðurlæging. Það er alltaf litið niður á þig. Alltaf.“ Að mati Ölmu og Emilie þarf eðli- lega að fara eftir þeim almennu reglum sem fylgja því að búa í hús- næði. „Þess vegna er þessi staður svo frábær af því að þarna er hægt að æfa sig svolítið í því aftur. Ganga frá eftir sig, vakna og koma á einhverri rútínu.“ Á götunni sé enginn slíkur lúxus. „Þú ræður ekki klukkan hvað þú ferð að sofa, hvað þú sefur lengi eða hvort þú fáir að sofa.“ Sturtan guðsgjöf Það sem mörgum þykir sjálfsagður hlutur er munaður í augum þeirra sem eiga hvergi heima. „Eftir að hafa búið á götunni svona lengi og vera alltaf að væla sig inn á aðra þá er bara það að geta hoppað í sturtu á mínum eigin tíma alveg ótrúleg til- finning,“ segir Alma og lýsir gleðinni sem fylgdi því að geta gengið að sturtunni vísri. „Svo getur maður horft á sjónvarpið undir sæng á morgnana og haft það kósí,“ skýtur Emilie inn í. Hún segir að það sé auðveldara að láta sig hafa það að vera edrú þegar það býðst öryggi allan sólarhring- inn. Alma samsinnir því. „Það er aldrei val að fá sér, en þegar maður er á götunni er það bókstaf lega kvöð. Maður verður bara að gera það til að deyfa daginn.“ Hversdagslegt lífið á Brimi hefur opnað áður lokaðar dyr upp á gátt. „Maður er byrjaður að gera betur og sjá aðeins hvaða manneskju maður hefur að geyma. Ég er til dæmis allt í einu byrjuð að þrífa og brjóta saman þvott eins og enginn sé morgundag- urinn,“ segir Alma hlæjandi. „Já, við erum allar rosalega góðar í að þrífa,“ segir Emilie og brosir. Minnka fíkniefnanotkun Dvölin hefur haft þær afleiðingar að vinkonurnar nota minna af efnum en áður. „Ég er búin að róast og ná að vinna úr áföllum sem ég hef forð- ast að hugsa um lengi,“ segir Alma. Þar komi starfsfólkið sterkt inn. „Til þess að maður nái bata verður maður að geta talað við manneskju sem er heil á geði. Það er ekkert allra að takast á við það sem maður hefur að segja.“ „Við erum búnar að tengjast þeim svo ótrúlega mikið, þau ná svo vel til okkar,“ ítrekar Emilie. Alma segist í fyrsta sinn í mörg ár hafa upplifað að fá klapp á bakið fyrir að gera eitt- hvað rétt. „Hingað til hafði ég bara fengið spurningar um hvenær ég ætli að hætta að vera ég og verða venjuleg. Málið er bara að ég er búin að reyna en það bara gengur ekki upp svo ég veit ekki hvað ég á að gera.“ Alma hefur lent í fjölda áfalla í gegnum ævina og minnist hún þess að hafa horft á föður sinn veslast upp af HIV. Síðustu ár hafa verið henni óvæg og hafa áföllin dunið á henni. Hún byrjaði að nota fíkniefni í auknum mæli þegar hún kynnt- ist strák sem varð síðar barns- faðir hennar. „Hann var dæmdur ofbeldis- og glæpamaður þegar við kynntumst en ég sá bara svo rosa- lega mikið gott í honum, sem braust kannski fram á ljótan hátt vegna lífsreynslu hans í æsku.“ Vinir og fjölskylda Ölmu sýndu sambandi þeirra lítinn skilning og vöruðu hana við því að vera með honum. „Mér fannst hann eiga skilið annað tækifæri en þegar við fórum að vera saman lokaði fjölskyldan mín á mig.“ Stuttu síðar varð hún ólétt en fyrir átti hún þriggja ára son. „Á meðgöngunni var ég inni á geð- deild minnst tvisvar í mánuði til að halda mér edrú. Hann var í neyslu og ég hafði ekkert öryggisnet. Þetta var rosalega erfitt,“ andvarpar Alma. Þegar barnið kom í heiminn fékk hún að flytja inn til móður sinnar með því skilyrði að hún umgengist ekki barnsföður sinn. Þau hittust þó í eitt skipti á laun. Það varð til þess að Alma missti forræði yfir syni sínum þegar hann var fjögurra mánaða. Hún fékk að hitta son sinn áfram eftir það en missti að lokum umgengnisrétt eftir að kókaín mældist í blóði hennar daginn eftir heimsóknardag. „Þá var mér sagt að barnaverndar- nefnd væri með fósturforeldra í huga og ég varð bara kjaftstopp. Ég fékk ekkert um það að segja. Það var aldrei spurt hvort það væri hægt að gera eitthvað fyrir mig.“ Við tók óvissutími þar sem hún vissi ekkert um son sinn. „Svo fékk ég loksins að hitta fósturföður hans og varð strax ástfanginn af því hvað hann elskaði strákinn mikið og hvað það var falleg tenging þeirra á milli.“ Alma kveðst hafa gert sér grein fyrir því að sonur hennar væri betur settur á þessu „fullkomna“ heimili en hjá henni. Dæmd til að falla Eftir að hún hætti að mega hitta son sinn missti Alma, að eigin sögn, gjörsamlega vitið. Þaðan fetaði hún braut fíknarinnar þar til hún brot- lenti á götunni. „Kerfið hefur ekkert skipt sér af mér síðan.“ Dómurinn var fallinn. Alma var að eigin sögn eyrnamerkt sem eit- urlyfjanotandi af stjórnvöldum og þá var ekki aftur snúið. Í kjölfarið reyndi hún í tvígang að svipta sig lífi, án árangurs. „Ég brotnaði bara, ég fann að ég átti ekki roð í þetta.“ Á götunni varð Alma þrisvar næstum úti í snjónum. „Puttarnir á mér hafa frosið þannig að ég gat ekki borðað.“ Fjórum sinnum hefur hún endað á spítala vegna nær- ingarskorts og oftar vegna annarra áverka. „Það vill enginn gefa manni að borða eða veita manni hlýju þegar maður hefur þennan stimpil á sér,“ segir Alma klökk. Í fangaklefa í stað spítala Þær segja samfélagið gegnumsýrt af fordómum gegn heimilislausum. „Mér hefur verið kastað í fangelsi eftir einhverja verstu reynslu lífs míns,“ segir Alma og lýsir hræðilegri reynslu sinni í kjölfar kynferðisof- beldis og frelsissviptingar. Hún var beitt kynferðisof beldi svo klukku- tímum skipti, bundin og sprautuð niður áður en henni var kastað aftur á götuna. Gangandi vegfarandi gekk að Ölmu, þar sem hún var aðfram- komin, og hringdi í Neyðarlínuna. „Lögreglan sem mætti á vettvang ákvað síðan að setja mig í fanga- klefa í staðinn fyrir á sjúkrahús.“ Vegna áverkanna var hún send í skoðun á spítala en var að henni lokinni send aftur í fangaklefa þar sem hún reyndi að fremja sjálfs- víg. „Það sást greinilega hvað hafði gerst á spítalanum en það var ekki nóg til að fá mannlega meðferð,“ segir Alma og er sýnilega mikið niðri fyrir. Hún kveðst seint bíða þess bætur að hafa orðið fyrir slíkri meðhöndlun. „Ég er mjög andlega skemmd eftir mína reynslu af lög- gæslunni.“ Bjartsýnar á framtíðina Þrátt fyrir að eiga báðar skelfilega lífsreynslu að baki eru þær Alma og Emilie bjartsýnar á hvað framtíðin gæti borið í skauti sér ef rekstur Brims heldur áfram. „Ég er búin að sjá ljós kvikna hjá hverri einustu manneskju þarna inni.“ Meðal annars við það eitt að hljóta loksins viðurkenningu á til- vist sinni og gjörðum. „Viðurkenn- ingin felst ekki í því að hrósa manni fyrir að vera alkóhólisti eða fíkill, heldur fyrir að vera manneskja sem er að reyna að bæta sig og gera sitt besta,“ segir Emilie. „Þarna gefst manni færi á að eiga sér smá einkalíf og það fær mann til að hugsa; hvað langar mig til að gera næst?“ Fortíðin verður einnig skýrari. „Að taka ákvörðun um að setja son minn í fóstur til átján ára, og gefa honum þar af leiðandi það besta sem er í boði, er alveg rosalega dýrmætt,“ bendir Alma á. Það hafi verið blessun fyrir bæði foreldrana og drenginn. „Ég neita því ekki að svona lífsreynsla rífur mann niður í frumeindir. Það er ekkert grín að eignast barn og vita að maður er ekki nógu góður fyrir það.“ Það sé samt þess virði. Emilie og Alma vinna nú saman að því að betrumbæta sig en segja nauðsynlegt að fá aðstoð við það. „Ég held að við séum með seinasta sjúkdóminn af þeim öllum sem mætir svona miklu skilningsleysi og nýtur engrar virðingar.“ Löngu tímabært sé að fólk geri sér grein fyrir því að það ákveði enginn að verða heimilislaus. „Við ímynd- uðum okkur ekki við fermingu að við ætluðum að verða fíklar og búa á götunni.“ Forgangsatriði að huga að heim- ilislausum Íslenska þjóðin er ekki stór og að mati vinkvennanna ætti það að vera forgangsatriði að allir eigi í öruggt skjól að venda. „Það á enginn að vera á götunni, það er ekki eðlilegt, við búum á Íslandi,“ segir Emilie ákveðin. Ímynd almennings af heimilis- lausum sé alröng og útrýma þurfi þeim fordómum sem eru við lýði á landinu. „Það er enginn öskrandi og grátandi úti á götu vegna þess að ekkert gerðist. Hvorki heimilislausir né aðrir.“ Fullljóst sé að það þurfi að fjölga úrræðum, ekki fækka. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23L A U G A R D A G U R 2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.