Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 104
RITSTJÓRN
ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD
auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN
Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 550 5000
Óttars
Guðmundssonar
BAKÞANKAR
Ný árstíð,
ferskt upphaf!
©
Inter IKEA System
s B.V. 2020
Laugarásvegur 1
Pantaðu á skubb.is
OG FÁÐU HEIMSENT
Fyrir svanga
ferðalanga
Afa mínum, Agli Skalla-grímssyni, leiddist í ellinni. Hann saknaði ferðalaga
á framandi slóðir, gleðskapar
og slagsmála. Egil langaði mest
til þess að ríða á Alþing og kasta
silfurpeningum yfir þingheim til
að sjá menn rífast og slást. Ekkert
varð úr þeirri ráðagerð.
Kóvíð hefur nú varað í hálft ár
og gjörbreytt samfélaginu. Fólk
ferðast ekki lengur til útlanda.
Brúðkaupum og fermingum er
frestað. Jarðarfarir fara fram í
kyrrþey. Leikhús eru lokuð. Engir
ferðamenn koma til landsins.
Stjórnvöld halda áfram að tak-
marka lífsgæði fólks. Öllum
leiðist. Enginn hefur dáið úr kóvíð
í seinni bylgjunni, en fjöldi fólks
er að deyja úr leiðindum.
Sjónvarpsstöðvarnar létta
engum lundina. Flestallar
fréttir eru kóvíðtengdar. Sömu
spekingarnir endurtaka sömu
heimsendaspárnar. Neikvæðnin
er í öndvegi. Önnur dagskrá er til
þess eins fallin að auka þung-
lyndi. Heimsóknarbann á elli- og
hjúkrunarheimili drepur f leiri
úr einmanaleika en pestin sjálf.
Aukin samvera hjóna á heimil-
unum leiðir til vaxandi of beldis og
fjölgunar skilnaða. Drykkja eykst.
Margir fara hamförum á netinu.
Ekki-fréttir verða að stórmálum.
Stóra þyrlumálið og vinkvenna-
fundur ráðherrans eru dæmi um
uppblásna fréttleysu. Netið fer
á hliðina þar sem fólk fær útrás
fyrir öll sín leiðindi. Hneykslaðir
borgarar kalla eftir afsögn ráð-
herra fyrir að láta æskugleði og
f ljótfærni leiða sig út úr excelskjali
pólitískrar rétthugsunar.
Egill afi dó á endanum úr leiðind-
um enda hafði hann ekki aðgang
að netmiðlum. Á netinu hefði hann
getað gamnað sér við blóðug átök,
skítkast, svívirðingar og mann-
orðsmorð í beinni. Þetta hefði létt
gamla manninum lundina í ellinni.
Tóm leiðindi
HAFÐU FJÖLPÓSTINN
ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
Auglýsingaefnið lendir á
eldhúsborðinu þegar
blaðið er opnað!
Kannaðu dreiileiðir og verð í
síma 550 5050 eða sendu
tölvupóst orn@frettabladid.is.
*Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019.
Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019