Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 80
VIÐ ÞURFUM AÐ BREYTA
ÞVÍ HVAÐ KONUM ER
RÁÐLAGT OG ÞAÐ STRAX.
Greinin birtist í British Medical Journal Evi-dence-Based Medic-ine og tekur Jack þar saman f jölmargar alþjóðlegar rann-
sóknir á áhrifum koffíns og kaffis á
meðgöngu.
Niðurstaða hans er afgerandi, eða
að konur eigi einfaldlega ekki að
neyta koffíns á meðgöngu né heldur
á meðan þær eru í barneignahug-
leiðingum. Samkvæmt niðurstöð-
um hans eykur neysla koffíns líkur
á fósturláti, andvana fæðingu, lágri
þyngd nýbura, barnahvítblæði og
offitu barna.
Greinin hefur vakið mikla athygli
og fjallað hefur verið um hana í
erlendum miðlum, meðal annars
Guardian, New York Times, Skyn-
ews og BBC.
Dr. Jack James tók þátt í stofnun
sálfræðideildar Háskólans í Reykja-
vík og hefur verið prófessor við
háskólann frá því 2012. Hann er
fæddur og uppalinn í Ástralíu og
lauk doktorsprófi frá University of
Western Australia árið 1976. Hann
hefur gegnt akademískum stöðum
við háskóla í Ástralíu og Evrópu og
tekið virkan þátt í þróun sálfræði-
náms, sérstaklega í framhalds-
menntun í klínískri sálfræði og
heilsusálfræði.
Endurskoða þarf ráðleggingar
„Þarf ég að hætta að drekka kaffi?“
er sennilega ein algengasta spurn-
ingin sem barnshafandi konur
bera upp við heilbrigðisstarfsfólk. Í
dag er þeim sagt að þær geti haldið
áfram að drekka kaffi en ráðlagt að
drekka ekki meira en sem nemur
1–2 uppáhelltum kaffibollum, eða
200 milligrömmum á dag. Það er þó
brýn þörf á að endurskoða þessar
ráðleggingar að mati Jacks.
Jack hefur skoðað áhrif kaffi-
drykkju í áraraðir. Í síðustu rann-
sókn sinni tók hann saman þá vís-
indalegu þekkingu sem liggur fyrir
um tengsl kaffidrykkju og ýmissa
heilsuþátta ungbarna og áhættu-
þátta í fæðingu, til að fá úr því
skorið hvort verðandi mæðrum sé
óhætt að drekka kaffi á meðgöngu.
Hann fór yfir 48 rannsóknir og
samantektir rannsókna (meta-
analysis) á tengslum kaffidrykkju
við neikvæða heilsufarsþætti með-
göngu og fæðingar, svo sem fóstur-
lát, fyrirburafæðingu, andvana
fæðingu, lága fæðingarþyngd og
bráðahvítblæði. Alls fór hann yfir
1.261 ritrýnda vísindagrein í rann-
sókn sinni.
Fósturlát og fyrirburafæðingar
Í gögnunum sem Jack fór yfir var
greint frá 42 niðurstöðum úr 37
rannsóknum. Í 32 niðurstöðum kom
fram að kaffineysla jók verulega
hættu á fósturláti, andvana fæðingu,
fyrirburafæðingu, bráðahvítblæði,
of þyngd og lágri fæðingarþyngd.
Tíu niðurstöður sýndu ekki tengsl
við þessa þætti eða gáfu ekki ákveð-
in svör. Gott samræmi var á milli
niðurstaðnanna um að koffín yki
áhættu fyrir alla þætti sem skoðaðir
voru, nema fyrirburafæðingu.
Í ellefu greinum var greint frá
niðurstöðum 17 samantekta á rann-
sóknaniðurstöðum. Í 14 saman-
tektum kom fram að koffínneysla
móður sé tengd aukinni hættu á
fósturláti, andvana fæðingu, lágri
fæðingarþyngd og bráðahvítblæði.
Ekki eins saklaust og talið var
Kaffi er sannarlega vinsælasti
drykkur mannkynssögunnar og
Kaffi hættulegt á meðgöngu
Grein eftir Jack James, prófessor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, sem á dögunum birtist í virtu vísinda-
riti, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að neysla koffíns á meðgöngu sé hættuleg fóstrinu, vekur athygli.
Jack fór yfir 48 rannsóknir á tengslum kaffidrykkju við neikvæða heilsufarsþætti meðgöngu og fæðingar, svo sem
fósturlát, fyrirburafæðingu, andvana fæðingu, lága fæðingarþyngd og bráðahvítblæði. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Dr. Jack James er prófessor við Háskólann í Reykjavík, niðurstaða hans er afgerandi, eða að konur eigi einfaldlega ekki að neyta koffíns á meðgöngu.
Dr. Jack James
Dr. James var prófessor við La
Trobe-háskólann í Melbourne
1991–1998 og fyrsti forseti Austr-
alian Psychological Society’s
College of Health Psychologists
1996–1998. Hann var prófessor
og forseti sálfræðideildar Nation-
al University of Ireland í Galway
1998–2012 og stofnandi og rit-
stjóri vísindatímaritsins Journal
of Caffeine Research 2010–2014.
Dr. James hefur ritað þrjár
bækur og birt meira en 150
greinar í ritrýndum vísinda-
tímaritum. Helstu viðfangsefni
hans eru heilsusálfræði, at-
ferlis-faraldsfræði, alþjóðleg
heilbrigðismál, sállífeðlisfræði
með áherslu á hjarta- og æða-
kerfið, sállyfjafræði með áherslu
á áhrif koffínneyslu á líkamann
og atferlisfræði. Hann hefur verið
aðalrannsakandi í rannsóknum
sem hafa hlotið stóra rannsókna-
styrki í Ástralíu, á Írlandi, Íslandi
og frá Evrópusambandinu.
stór hluti vestrænnar menningar,
þar sem fólk hittist yfir kaffibolla
og spjallar saman, kíkir á kaffihús,
hellir upp á þegar gesti ber að gerði
og þar fram eftir götunum. Drykk-
urinn hefur margvísleg áhrif á lík-
amann sem einmitt orsaka þessar
vinsældir. Við hressumst við kaffi-
neyslu og morgunbollinn hjálpar
okkur að vakna, síðdegisbollinn
skerpir svo á einbeitingunni.
Neikvæð áhrif kaffineyslu eru þó
alltaf að verða ljósari og vitað er að
neyslan hefur til dæmis neikvæð
áhrif á magasýrur og samdrátt æða.
Fólk verður háð kaffidrykkju og
getur því fundið fyrir fráhvarfsein-
kennum sem geta verið höfuðverkur,
syfja og orkuleysi. Þeir sem hafa
reynt að hætta að drekka kaffi vita
að það getur einnig haft sálfræði-
legar afleiðingar, rétt eins og þegar
um aðra fíkn er að ræða.
Þegar kaffis er neytt á meðgöngu
fer koffínið í gegnum fylgjuna og
þannig óhindrað til fóstursins,
sem ekki nær að brjóta það niður,
en getan til þess þróast á fyrsta ári
barnsins. Rannsóknir hafa sýnt að
koffín getur truflað hjartastarfsemi
og súrefnismettun fósturs.
Afgerandi gögn
„Miðað við að við þekkjum lyfja-
verkun kaffis á líkamsstarfsemina
og miðað við að kaffis er neytt í
miklu magni mjög víða á meðgöngu
og með vitneskjuna um allar þær
rannsóknir sem hafa verið gerðar
síðustu fjóra áratugina, kom mér það
ekki á óvart að niðurstöðurnar væru
afgerandi þegar þessar rannsóknir
væru teknar saman, að þær bentu
mjög sterklega til þess að neysla
koffíns sé skaðleg á meðgöngu,“ segir
Jack.
Hann segir þó að erfitt sé að kenna
kaffi einu saman um ofangreinda
áhættuþætti, sé mikið samræmi í
niðurstöðum rannsókna sem bendi
til þess að kaffi valdi skaða á með-
göngu.
Enginn öruggur skammtur
Í gegnum tíðina hefur komið fram
gagnrýni á aðferðafræði rannsókna
sem benda til skaðsemi koffíns og
er sú gagnrýni oft frá rannsókna-
hópum tengdum kaffiiðnaðinum.
Jack telur þessa gagnrýni ekki
standast nánari skoðun. Rann-
sakendur hafi fylgt afar ströngum
reglum í söfnun og túlkun gagna.
Það sé því ekki réttmætt að virða
þessar rannsóknir að vettugi.
Þvert á móti liggi fyrir mikil þekk-
ing úr vel útfærðum rannsóknum
sem sýni fram á hættuna sem stafi
af kaffineyslu á meðgöngu. Engar
vísbendingar séu um jákvæð áhrif
kaffineyslu á móður eða barn og því
eigi að ráða barnshafandi konum frá
því að fá sér kaffibolla.
Jack leggur að lokum áherslu á að
það sé enginn öruggur skammtur af
kaffi fyrir barnshafandi konur. „Við
þurfum að breyta því hvað konum
er ráðlagt og það strax.“
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð