Fréttablaðið - 29.08.2020, Síða 80

Fréttablaðið - 29.08.2020, Síða 80
VIÐ ÞURFUM AÐ BREYTA ÞVÍ HVAÐ KONUM ER RÁÐLAGT OG ÞAÐ STRAX. Greinin birtist í British Medical Journal Evi-dence-Based Medic-ine og tekur Jack þar saman f jölmargar alþjóðlegar rann- sóknir á áhrifum koffíns og kaffis á meðgöngu. Niðurstaða hans er afgerandi, eða að konur eigi einfaldlega ekki að neyta koffíns á meðgöngu né heldur á meðan þær eru í barneignahug- leiðingum. Samkvæmt niðurstöð- um hans eykur neysla koffíns líkur á fósturláti, andvana fæðingu, lágri þyngd nýbura, barnahvítblæði og offitu barna. Greinin hefur vakið mikla athygli og fjallað hefur verið um hana í erlendum miðlum, meðal annars Guardian, New York Times, Skyn- ews og BBC. Dr. Jack James tók þátt í stofnun sálfræðideildar Háskólans í Reykja- vík og hefur verið prófessor við háskólann frá því 2012. Hann er fæddur og uppalinn í Ástralíu og lauk doktorsprófi frá University of Western Australia árið 1976. Hann hefur gegnt akademískum stöðum við háskóla í Ástralíu og Evrópu og tekið virkan þátt í þróun sálfræði- náms, sérstaklega í framhalds- menntun í klínískri sálfræði og heilsusálfræði. Endurskoða þarf ráðleggingar „Þarf ég að hætta að drekka kaffi?“ er sennilega ein algengasta spurn- ingin sem barnshafandi konur bera upp við heilbrigðisstarfsfólk. Í dag er þeim sagt að þær geti haldið áfram að drekka kaffi en ráðlagt að drekka ekki meira en sem nemur 1–2 uppáhelltum kaffibollum, eða 200 milligrömmum á dag. Það er þó brýn þörf á að endurskoða þessar ráðleggingar að mati Jacks. Jack hefur skoðað áhrif kaffi- drykkju í áraraðir. Í síðustu rann- sókn sinni tók hann saman þá vís- indalegu þekkingu sem liggur fyrir um tengsl kaffidrykkju og ýmissa heilsuþátta ungbarna og áhættu- þátta í fæðingu, til að fá úr því skorið hvort verðandi mæðrum sé óhætt að drekka kaffi á meðgöngu. Hann fór yfir 48 rannsóknir og samantektir rannsókna (meta- analysis) á tengslum kaffidrykkju við neikvæða heilsufarsþætti með- göngu og fæðingar, svo sem fóstur- lát, fyrirburafæðingu, andvana fæðingu, lága fæðingarþyngd og bráðahvítblæði. Alls fór hann yfir 1.261 ritrýnda vísindagrein í rann- sókn sinni. Fósturlát og fyrirburafæðingar Í gögnunum sem Jack fór yfir var greint frá 42 niðurstöðum úr 37 rannsóknum. Í 32 niðurstöðum kom fram að kaffineysla jók verulega hættu á fósturláti, andvana fæðingu, fyrirburafæðingu, bráðahvítblæði, of þyngd og lágri fæðingarþyngd. Tíu niðurstöður sýndu ekki tengsl við þessa þætti eða gáfu ekki ákveð- in svör. Gott samræmi var á milli niðurstaðnanna um að koffín yki áhættu fyrir alla þætti sem skoðaðir voru, nema fyrirburafæðingu. Í ellefu greinum var greint frá niðurstöðum 17 samantekta á rann- sóknaniðurstöðum. Í 14 saman- tektum kom fram að koffínneysla móður sé tengd aukinni hættu á fósturláti, andvana fæðingu, lágri fæðingarþyngd og bráðahvítblæði. Ekki eins saklaust og talið var Kaffi er sannarlega vinsælasti drykkur mannkynssögunnar og Kaffi hættulegt á meðgöngu Grein eftir Jack James, prófessor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, sem á dögunum birtist í virtu vísinda- riti, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að neysla koffíns á meðgöngu sé hættuleg fóstrinu, vekur athygli. Jack fór yfir 48 rannsóknir á tengslum kaffidrykkju við neikvæða heilsufarsþætti meðgöngu og fæðingar, svo sem fósturlát, fyrirburafæðingu, andvana fæðingu, lága fæðingarþyngd og bráðahvítblæði. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Dr. Jack James er prófessor við Háskólann í Reykjavík, niðurstaða hans er afgerandi, eða að konur eigi einfaldlega ekki að neyta koffíns á meðgöngu. Dr. Jack James Dr. James var prófessor við La Trobe-háskólann í Melbourne 1991–1998 og fyrsti forseti Austr- alian Psychological Society’s College of Health Psychologists 1996–1998. Hann var prófessor og forseti sálfræðideildar Nation- al University of Ireland í Galway 1998–2012 og stofnandi og rit- stjóri vísindatímaritsins Journal of Caffeine Research 2010–2014. Dr. James hefur ritað þrjár bækur og birt meira en 150 greinar í ritrýndum vísinda- tímaritum. Helstu viðfangsefni hans eru heilsusálfræði, at- ferlis-faraldsfræði, alþjóðleg heilbrigðismál, sállífeðlisfræði með áherslu á hjarta- og æða- kerfið, sállyfjafræði með áherslu á áhrif koffínneyslu á líkamann og atferlisfræði. Hann hefur verið aðalrannsakandi í rannsóknum sem hafa hlotið stóra rannsókna- styrki í Ástralíu, á Írlandi, Íslandi og frá Evrópusambandinu. stór hluti vestrænnar menningar, þar sem fólk hittist yfir kaffibolla og spjallar saman, kíkir á kaffihús, hellir upp á þegar gesti ber að gerði og þar fram eftir götunum. Drykk- urinn hefur margvísleg áhrif á lík- amann sem einmitt orsaka þessar vinsældir. Við hressumst við kaffi- neyslu og morgunbollinn hjálpar okkur að vakna, síðdegisbollinn skerpir svo á einbeitingunni. Neikvæð áhrif kaffineyslu eru þó alltaf að verða ljósari og vitað er að neyslan hefur til dæmis neikvæð áhrif á magasýrur og samdrátt æða. Fólk verður háð kaffidrykkju og getur því fundið fyrir fráhvarfsein- kennum sem geta verið höfuðverkur, syfja og orkuleysi. Þeir sem hafa reynt að hætta að drekka kaffi vita að það getur einnig haft sálfræði- legar afleiðingar, rétt eins og þegar um aðra fíkn er að ræða. Þegar kaffis er neytt á meðgöngu fer koffínið í gegnum fylgjuna og þannig óhindrað til fóstursins, sem ekki nær að brjóta það niður, en getan til þess þróast á fyrsta ári barnsins. Rannsóknir hafa sýnt að koffín getur truflað hjartastarfsemi og súrefnismettun fósturs. Afgerandi gögn „Miðað við að við þekkjum lyfja- verkun kaffis á líkamsstarfsemina og miðað við að kaffis er neytt í miklu magni mjög víða á meðgöngu og með vitneskjuna um allar þær rannsóknir sem hafa verið gerðar síðustu fjóra áratugina, kom mér það ekki á óvart að niðurstöðurnar væru afgerandi þegar þessar rannsóknir væru teknar saman, að þær bentu mjög sterklega til þess að neysla koffíns sé skaðleg á meðgöngu,“ segir Jack. Hann segir þó að erfitt sé að kenna kaffi einu saman um ofangreinda áhættuþætti, sé mikið samræmi í niðurstöðum rannsókna sem bendi til þess að kaffi valdi skaða á með- göngu. Enginn öruggur skammtur Í gegnum tíðina hefur komið fram gagnrýni á aðferðafræði rannsókna sem benda til skaðsemi koffíns og er sú gagnrýni oft frá rannsókna- hópum tengdum kaffiiðnaðinum. Jack telur þessa gagnrýni ekki standast nánari skoðun. Rann- sakendur hafi fylgt afar ströngum reglum í söfnun og túlkun gagna. Það sé því ekki réttmætt að virða þessar rannsóknir að vettugi. Þvert á móti liggi fyrir mikil þekk- ing úr vel útfærðum rannsóknum sem sýni fram á hættuna sem stafi af kaffineyslu á meðgöngu. Engar vísbendingar séu um jákvæð áhrif kaffineyslu á móður eða barn og því eigi að ráða barnshafandi konum frá því að fá sér kaffibolla. Jack leggur að lokum áherslu á að það sé enginn öruggur skammtur af kaffi fyrir barnshafandi konur. „Við þurfum að breyta því hvað konum er ráðlagt og það strax.“ Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.