Fréttablaðið - 29.08.2020, Síða 16
SAMFÉLAG Skotárás lögreglumanna
þegar þeir skutu hinn þeldökka
Jacob Blake, sem var óvopnaður, í
Wisconsin í vikunni setti banda-
rískt samfélag á hliðina. Skotin
sjö sem Blake fékk í bakið leiddu
ekki til dauða hans en hann er hins
vegar lamaður eftir árásina. Sögu-
legir atburðir áttu sér stað í íþrótta-
lífi Bandaríkjanna í kjölfar árásar-
innar en bandarískt íþróttafólk
reis upp á afturlappirnar til þess
að mótmæla síendurteknu of beldi
lögreglumanna í garð þeldökkra í
landinu. Þess var krafist af stærstu
stjörnum íþróttasamfélagsins að
breytingar ættu sér stað.
Leikmenn Milwaukee Bucks neit-
uðu að mæta til leiks í leik liðsins á
móti Orlando Magic í úrslitakeppni
NBA-deildarinnar aðfaranótt mið-
vikudags og í kjölfarið var öðrum
leikjum deildarinnar sem voru á
dagskrá það kvöldið frestað. Það
sama átti við um leiki sem áttu að
fara fram í MLS-deildinni í fótbolta
karla og Major League-deildinni í
hafnabolta karla. Þá hætti tennis-
konan Naomi Osaka við keppni á
móti sem haldið er í New York þessa
dagana í mótmælaskyni.
Leikmenn WNBA-deildarinnar
mættu á gólfið í höllinni í Flórída í
bolum með sjö skotum á bakinu sem
voru til merkis um þau skot sem lög-
reglan skaut í bakið á Blake.
Ákvörðun leikmanna og forráða-
manna Milwaukee Bucks var tekin
nákvæmlega fjórum árum eftir
að Colin Kaepernick, þáverandi
leikstjórnandi NFL-liðsins San
Francisco 49ers í bandarískum fót-
bolta, hristi upp í bandarísku sam-
félagi með því að krjúpa á kné og
benda hendinni til himins þegar
bandaríski þjóðsöngurinn var
leikinn. Þetta var umdeilt í Banda-
ríkjunum en fólk skiptist í tvo hópa
þar sem annar hópurinn taldi þetta
jákvæða tilraun til umbóta í rétt-
indabaráttu þeldökkra á meðan
hinn hópurinn taldi þetta vanvirð-
ingu við Bandaríkin.
Ein af stærstu stjörnum NBA-
deildarinnar, LeBron James, sem
Bandarískt íþróttafólk leggur
réttindabaráttu þeldökkra lið
Á miðvikudaginn var leikjum í fjórum stórum deildum í bandarísku íþróttalífi frestað vegna mótmæla
íþróttamanna á ofbeldi lögreglumanna í garð saklausra þeldökkra þegna landsins. Mótmælaaldan hjá
íþróttamönnum á rót sína að rekja til skotárásar lögreglumanna sem skutu hinn þeldökka Jacob Blake.
LeBron var á ákveðnum tíma-
punkti á því að ekki ættl að halda
áfram keppni fyrr en raunverulegar
breytingar ættu sér stað.
Ekki var keppt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á miðvikudag- og fimmtudagskvöld vegna mótmæla. MYND/GETTY
GARRI Jakki/Anorakkur
Barnastærðir kr. 4.990.-
GARRI Pollabuxur
kr. 2.750.-
GÍGUR Regnbuxur
kr. 6.990.-
DAÐI/DÖGG
Regnjakkar
kr. 11.990.-
leikur með Los Angeles Lakers, og
Kawhi Leonard hjá Los Angeles
Clippers, viðruðu þá skoðun sína
í vikunni að mögulega væri rétt-
ast í stöðunni að hætta keppni, á
fundi leikmanna sem haldinn var í
FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í
knattspyrnu verður án sex lykilleik-
manna þegar liðið mætir Englandi
og Belgíu í fyrstu leikjum A-deildar
Þjóðadeildarinnar. Ísland leikur
við England á Laugardalsvellinum
laugardaginn 5. september og Belg-
íu ytra, þriðjudaginn 8. september.
Þetta verða fyrstu verkefni íslenska
landsliðsins í um það bil 200 daga.
Aron Einar Gunnarsson, fyrir-
liði íslenska liðsins, fékk ekki leyfi
frá liði sínu, Al Arabi, til þess að
taka þátt í þessum leikjum. Ragnar
Sigurðsson og Rúnar Már Sigur-
jónsson eru að glíma við meiðsli
og verða ekki með. Þá ákváðu Gylfi
Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guð-
mundsson og Alfreð Finnbogason
að einbeita sér að komandi verk-
efnum með félagsliðum sínum, í
stað þess að spila þessa tvo lands-
leiki. Hamrén sagði á blaðamanna-
fundi í gær að hann skildi ákvörðun
þessara þriggja leikmanna, en væri
hins vegar ekki ánægður með hana.
Hannes Þór Halldórsson, Kári
Árnason og Kolbeinn Sigþórs-
son verða svo einungis til taks í
leiknum gegn Englandi, en ferðast
ekki með liðinu til Belgíu. Þjálf-
arateymið taldi Kára og Kolbein
ekki vera klára í að leika tvo leiki
á skömmum tíma, þar sem þeir
eru nýstignir upp úr meiðslum.
Hannes Þór hefði svo þurft að fara
í sóttkví við heimkomu og myndi
missa af næstu leikjum Vals, þann-
ig að ákveðið var að hann færi ekki
til Belgíu.
Patrik Sigurður Gunnarsson,
Alfons Sampsted, Andri Fannar
Baldursson og Hólmbert Aron Frið-
jónsson fá tækifæri í þessum verk-
efnum vegna fjarveru ofangreindra
lykilleikmanna.
Patrik Sigurður er markvörður
hjá Brentford, Alfons hefur leikið
vel í hægri bakvarðarstöðunni hjá
Bodø/Glimt, sem trónir á toppi
norsku úrvalsdeildarinnar, Andri
Fannar fékk tækifæri með Bologna
á síðustu leiktíð og Hólmbert Aron,
sem leikur með Álasundi í norsku
úrvalsdeildinni, er þriðji marka-
hæsti leikmaður deildarinnar með
11 mörk í 13 deildarleikjum. – hó
Stór skörð hoggin hjá íslenska liðinu
FÓTBOLTI Sara Björk Gunnarsdóttir,
landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, og
liðsfélagar hennar hjá franska lið-
inu, mæta fyrrverandi samherjum
hennar hjá þýska liðinu, Wolfs-
burg, í úrslitaleik Meistaradeildar
Evrópu í Bilbao annað kvöld.
Sara Björk lék með Wolfsburg í
riðlakeppni Meistaradeildarinnar
og í 16 liða úrslitum keppninnar.
Hún gekk svo til liðs við Lyon í
sumar og kom inn á sem varamað-
ur þegar franska liðið lagði Bayern
München að velli í átta liða úrslitum
keppninnar og var svo í byrjunarliði
Lyon þegar liðið bar sigurorð af PSG
í undanúrslitum.
Sara er að spila í úrslitaleik
keppninnar í annað skipti, en
vorið 2018 lék hún með Wolfsburg
sem laut í lægra haldi á móti Lyon.
Þetta verður í fjórða skipti sem Lyon
og Wolfsburg leiða saman hesta sína
í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Wolfsburg hafði betur í leik liðanna
vorið 2013 en árin 2016 og 2018
vann hins vegar Lyon, sem er sigur-
sælasta liðið í sögu keppninnar með
sex titla. – hó
Sara Björk í
sérstakri stöðu
FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn
Viðar Örn Kjartansson er genginn
til liðs við norska úrvalsdeildarliðið
Vålerenga. Viðar Örn skrifaði undir
þriggja ára samning við norska
félagið. Vålerenga situr í fimmta
sæti norsku úrvalsdeildarinnar en
liðið hefur 26 stig eftir 15 leiki.
Viðar kemur til Vålerenga frá
Rostov, en þessi þrítugi framherji
lék sem lánsmaður hjá Yeni Mala-
tyaspor á síðasta tímabili. Hann
hefur áður leikið með Vålerenga
en það var árið 2014. Þá varð Viðar
Örn markahæsti leikmaður norsku
úrvalsdeildarinnar en hann skoraði
alls 31 mark í 33 leikjum fyrir liðið.
– hó
Viðar Örn fer
aftur til Noregs
búbblunni sem leikmenn NBA eru
staddir í þessa dagana í Flórída, á
miðvikudaginn.
James hefur látið hafa eftir sér
opinberlega síðustu dagana að hann
eigi erfitt með að gleðjast yfir sigr-
um með liðsfélögum sínum og ein-
beita sér að framgangi mála hjá Los
Angeles Lakers, á meðan ástandið er
jafn slæmt og raun ber vitni í banda-
rísku þjóðfélagi.
Barack Obama, fyrrverandi for-
seti Bandaríkjanna, hrósaði þeim
leikmönnum sem hafa staðið upp
og viðrað skoðanir sínar á málinu
undanfarna daga, í færslu á Twitter-
síðu sinni. Þar nefndi hann sérstak-
lega að hann hefði hrifist af mál-
f lutningi Doc Rivers, þjálfara Los
Angeles Clippers, sem hefur látið til
sín taka í málinu.
Leikjum Denver Nuggets og Utah
Jazz, Boston Celtics og Toronto Rap-
tors og Los Angeles Clippers og Dall-
as Mavericks, sem áttu að fara fram á
fimmtudaginn í úrslitakeppni NBA-
deildarinnar, var frestað og leik-
menn hafa rætt sín á milli um það
hvernig framhaldinu í úrslitakeppni
deildarinnar verði háttað.
Leikmenn og þjálfarar NBA-lið-
anna funduðu með forráðamönnum
deildarinnar á fimmtudaginn þar
sem framvinda mála var rædd. Þar
var ákveðið að keppni yrði haldið
áfram í úrslitakeppni deildarinnar.
Rætt var á fundinum á fimmtudag-
inn hvaða aðgerðir væri hægt að
fara í til þess að vekja almennilega
athygli á kynþáttabundnu of beldi
og fá stjórnvöld til þess að breyta um
stefnu og hugsunarhátt í málefnum
er varða kynþáttafordóma.
Talið er að körfuboltagoðsögnin
Michael Jordan sé milliliður í við-
ræðum milli eigenda félaganna í
NBA-deildinni og leikmanna og
þjálfara í deildinni, þar sem leitað
er sátta og rætt um næstu skref í
málinu. Jordan er meirihlutaeigandi
Charlotte Hornets, en hann er eini
þeldökki eigandi liðs í deildinni eins
og sakir standa.
hjorvaro@frettabladid.is
Hamrén verður án lykilleikmanna í
næstu leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Sara spilar til úrslita í Meistara-
deildinni á morgun. MYND/GETTY
2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT