Fréttablaðið - 24.09.2020, Side 1

Fréttablaðið - 24.09.2020, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 0 6 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 NÝTT – Hagkvæm matarkaup – Heitar og ilmandi – Ljúffengar og næringarríkar – Án allra rotvarnarefna SAMFÉLAG Umburðarlyndi Íslend­ inga gagnvart innflytjendum hefur aukist á undanförnum þremur árum, samkvæmt nýrri heims­ könnun Gallup. Íslendingar falla þó af toppnum frá því að síðasta könnun var gerð árið 2016, og eru nú næstumburðarlyndasta þjóð heimsins. Kanadamenn verma nú toppsætið og meðal efstu þjóða eru Bandaríkin, Svíþjóð, Írland, Ástra­ lía og Búrkína Fasó. Alls svöruðu 140 þúsund manns í 145 löndum spurningum Gallup. Hér á Íslandi var könnunin gerð í október og nóvember síðast­ liðnum, með símaviðtölum við 500 einstaklinga. Meðal annars var spurt hvort fólk væri fylgjandi því að útlendingar f lyttu til landsins, f lyttu í næsta hús eða giftust inn í fjölskylduna. Út frá spurningunum er reiknaður ákveðinn stuðull sem í tilfelli Íslands hækkar úr 8,26 í 8,41. Norður­Makedóníumenn eru á botninum ásamt Ungverjum, Serbum, Taílendingum, Tyrkjum og f leirum. Í Norður­Makedóníu er stuðullinn aðeins 1,49. Við­ horfið batnaði mest milli kannana í Mold óvu en versnaði mest í Perú, sem skýrist af því að landið hefur tekið við mörgum flóttamönnum frá Venesúela að undanförnu. Alls hefur viðhorf til innflytjenda versn­ að, og heimsstuðullinn lækkað úr 5,34 niður í 5,21. Þegar svörin eru greind kemur í ljós að fólk í þéttbýli, hámenntað fólk og yngra hefur jákvæðara við­ horf gagnvart innf lytjendum en fólk í dreifbýli, með minni menntun og eldra. Sú greining kemur Rakel Ósk Reynisdóttur, fjölmenningar­ fulltrúa Háskóla Íslands, ekki á óvart. „Það er almennt séð þannig að það fólk sem ferðast meira og dvelst erlendis verður víðsýnna,“ segir hún. Rakel er sjálf tiltölulega nýf lutt erlendis frá og hún segist finna fyrir jákvæðara viðhorfi í garð útlend­ inga hér á landi. Þetta sjáist meðal annars í hennar eigin störfum. „Ég hef verið að leita að sjálf boðaliðum til að taka þátt í verkefni til að vinna með innf lytjendum og það kom mér á óvart hversu gríðarlega margar umsóknir bárust. Fólk er mjög áhugasamt,“ segir hún. Ólíkt mörgum öðrum Evrópu­ löndum hafa ekki risið upp stórir hægri popúlískir f lokkar á Íslandi, sem berjast gegn innf lytjendum með beinum hætti. Fylgi þeirra tveggja íslensku f lokka sem byggja á útlendingaandúð hefur vart verið mælanlegt í kosningum. Rakel segir þetta endurspegla viðhorf samfélagsins. „Við kjósum ekki þessa f lokka af því að við trúum ekki á þessi sjónarmið,“ segir hún. – khg Innflytjendur æ betur liðnir af Íslendingum Umburðarlyndi Íslendinga gagnvart innflytjend- um eykst nokkuð, samkvæmt nýrri heimskönnun. Þetta er á skjön við veraldarþróunina en umburð- arlyndi gagnvart innflytjendum fer minnkandi. Við kjósum ekki þessa flokka af því að við trúum ekki á þessi sjónarmið. Rakel Ósk Reynis- dóttir, fjölmenn- ingarfulltrúi Háskóla Íslands VIÐSKIPTI Bjarni Bjarnason, for­ stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að endurnýjaðir raforkusamningar við ákveðna stórnotendur raforku á Íslandi hafi haft þær afleiðingar að raforkuverð sé nú ósamkeppnishæft. Þessir sömu stórnotendur séu nú við sársaukamörk. Tilefni ummæla Bjarna eru þær fyrirætlanir Lands­ nets að fjárfesta fyrir um 90 millj­ arða króna í flutningsneti raforku á næstu tíu árum. Slíkar fjárfestingar muni óumflýjanlega stuðla að hærra raforkuverði á Íslandi, en stór­ notendur á Íslandi þoli ekki slíkar hækkanir. – thg / sjá síðu 10 Segir orkuverðið of hátt  Þingvellir skörtuðu sínu fegursta þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið um. Þar voru meira að segja fjórir ferðamenn og brostu þeir yfir tómlegum þjóðgarði. Í dag er spáð áframhaldandi norðanátt en yfirleitt létt- skýjuðu á Suður- og Vesturlandi. Það á þó að lægja með kvöldinu samkvæmt veðurfræðingi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.