Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 18
Í vor þegar heimsfaraldurinn skall á og atvinnulífið lamaðist að miklu leyti í einu vetfangi
heyrðust raddir þess efnis að fresta
ætti fyrirhuguðum launahækkunum
þar til úr rættist. Verkalýðsforystan,
öll sem ein, þvertók fyrir þessar
hugmyndir og sló þær umsvifalaust
út af borðinu. Hækkanir sem samið
hafði verið um í hinum svokallaða
Lífskjarasamningi við allt aðrar
aðstæður rúmu ári fyrr skyldu taka
gildi hvað sem tautaði og raulaði.
Nú þegar ljóst er að áhrifa farald-
ursins muni gæta mun lengur en von-
ast var til í vor koma á ný fram hug-
myndir um að fresta fyrirhuguðum
launahækkunum. Og enn þvertaka
forystumenn stéttarfélaganna fyrir
að það verði gert. Í umboði hverra,
spyr ég. Vissulega voru samningarnir
samþykktir með atkvæðagreiðslu
launafólks á sínum tíma, en síðan
þá hafa forsendur gerbreyst. Heilu
atvinnugreinarnar hafa nánast
þurrkast út og tugþúsundir misst
vinnuna.
Ég var ekki spurður að því í vor
hvort ég vildi fresta launahækk-
unum til að létta fyrirtækinu sem
ég vann hjá róðurinn. Mér fannst út
í hött að fá launahækkun um leið og
fyrirtækinu blæddi út og var nánast
tekjulaust. Nær hefði verið að semja
um tímabundna launalækkun til að
auka líkurnar á því að fyrirtækið
héldi lífi og ég héldi vinnunni. Vissu-
lega er sárt að gefa eitthvað eftir sem
barist hefur verið fyrir, en menn
verða að gera sér grein fyrir því að ef
mjólkurkýrin er svelt til dauða fást
ekki mikil nyt úr henni.
Sem betur eru enn atvinnugreinar
og fyrirtæki sem blómstra, en sam-
kvæmt almennum mælikvarða er
skollin á kreppa sem sér ekki fyrir
endann á. Það eru til fyrirtæki sem
þola alveg að greiða hærri laun, en
stór hluti þeirra er ekki í stakk búinn
til þess. Og að hækka laun hjá því
opinbera nú er bara að pissa í skóinn
sinn við þessar aðstæður þar sem rík-
issjóður er rekinn með bullandi tapi
til að reyna að halda uppi atvinnu-
stigi og grynnka með því kreppuna.
Allt á sinn tíma og sinn stað. Bæði
að draga línu í sandinn og að teygja
sig yfir þá línu með útrétta sáttar-
hönd heildinni til góða. Nú ríður á
að allir rói í sömu átt. Ég legg til að
verkalýðsleiðtogar sem þurfa ekki að
hafa miklar áhyggjur af því að launa-
greiðendur þeirra leggi upp laupana
kanni hug félagsfólks síns til þess
hvort það vilji frekar fresta fyrirhug-
uðum hækkunum eða standa stíft á
þeim og auka þar með líkurnar á því
að það verði atvinnulaust.
Í hvaða hliðræna veruleika
lifir verkalýðsforystan?
Adolf Ingi
Erlingsson
ökuleiðsögu
maður
Heimsbyggðin er að vakna til vitundar um auðlindir og æ f leiri gera sér grein fyrir
þjóðhagslegu mikilvægi þeirra. Á
Íslandi er umræðan snörp enda
landið ríkt að auðlindum.
Í aldanna rás hefur sjávarauð-
lindin reynst okkur drjúg en framan
af sigldu útlenskir kútterar með arð-
inn úr landi. Þorskastríð voru háð,
þjóðin stóð saman og hafði sigur. Í
því ljósi eru ummæli Guðmundar
Kærnested, eins þekktasta skipherra
þorskastríðanna, eftirtektarverð.
Hann kvaðst ekki hafa staðið í þess-
ari baráttu hefði hann vitað hvernig
staðan yrði nokkrum árum síðar og
vísaði þá til úthlutunar kvóta.
Í stjórnarskrá Íslands frá 1944 er
hvergi minnst á auðlindir. Margar
tilraunir ríkisvaldsins til að ráða
bót á því hafa farið út um þúfur
með einni undantekningu. Eftir
hrunið 2008 var ákveðið að færa
endurskoðun stjórnarskrárinnar út
fyrir veggi alþingis. Fólkið í landinu
gekk í verkið með þjóðfundi sem
færði þjóðkjörnu stjórnlagaráði sín
helstu áhersluatriði. Ráðið vann úr
niðurstöðu þjóðfundar nýja stjórn-
arskrá sem alþingi bar undir þjóð-
aratkvæði 2012 og lögðu 2/3 hlutar
kjósenda blessun sína yfir hana.
Auðlindaákvæðið byrjar svona:
Auðlindir í náttúru Íslands, sem
ekki eru í einkaeigu, eru sameigin-
leg og ævarandi eign þjóðarinnar.
Þetta orðalag var samþykkt af 17
af hverjum 20 sem þátt tóku í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni 2012.
Eftir yfirferð sérstaks lögfræð-
ingateymis á vegum Alþingis
var auðlindaákvæðinu hins
vegar breytt í eftirfarandi:
Auðlindir í náttúru Íslands, sem
ekki eru háðar einkaeignarrétti,
eru sameiginleg og ævarandi eign
þjóðarinnar.
Skýringar lögfræðingateymis-
ins við ákvæðið eru á þessa leið:
„Með ákvæðinu er ekki hróf lað
við þeim eignarréttindum sem
þegar kunna að vera fyrir hendi að
auðlindum og þeim heimildum eig-
enda sem slíkum eignarrétti fylgja.“
Og nokkrum línum neðar:
„Með ákvæðinu er ekki hróf lað
við þeim nýtingarleyfum eða
óbeinu eignarréttindum sem þegar
eru fyrir hendi.“
Þessar breytingar kollvarpa til-
lögu stjórnlagaráðs og þá um leið
forskrift þjóðfundarins sem gekk
einmitt út á að geta hróf lað við
núgildandi úthlutun aflaheimilda.
Breytingar lögfræðingateymis-
ins færa þannig umráðaréttinn frá
þjóðinni til útvegsmanna. Það er í
hróplegri andstöðu við þann skýra
vilja sem fram kom á þjóðfundinum
2010, í stjórnlagaráði 2011 og í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni 2012.
Næsta grein mun fjalla um hvers
vegna alþingi kýs að vanvirða
niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar 2012.
Vitundarvakning um
mikilvægi auðlinda
Lýður
Árnason
læknir og kvik
myndagerðar
maður
Ólafur
Ólafsson
fyrrv.
landlæknir
Þorvaldur
Gylfason
hagfræði
prófessor
Lífeyrissjóðunum er gert að taka á sig tapið af nýjasta gengisfalli krónunnar með því að þeim
er fyrirmunað að kaupa erlendan
gjaldeyri til að ávaxta iðgjöld sjóð-
félaga en þurfa þess í stað að kaupa
eignir í íslenskum krónum. Fyrir
aðeins ári síðan var hægt að kaupa
einn dollar á 125 krónur sem í dag
kostar 141 krónu. Þessi 12% hækk-
un á verði erlends gjaldeyris (evra
hækkað um 18%) leiðir svo aftur til
hækkunar á verði innfluttrar vöru.
Hér eru þau komin „breiðu bökin“ í
samfélaginu, þeir sem þiggja lífeyri
frá lífeyrissjóðum og almenningur
sem þarf að borga nauðsynjavörur
hærra verði. Hvort tveggja afleiðing-
ar af því að Íslendingum er gert að
búa við smæsta gjaldmiðil í heimi,
örmynt sem er hvergi annars staðar
gjaldgeng.
Vantrú íslensku þjóðarinnar á
eigin gjaldmiðli virðist ekki eiga
sér nein takmörk. Nýjasta dæmið
er þegar Costco auglýsti gullstangir
til sölu, en þær eru algeng leið til að
geyma verðmæti, þá seldust þær
upp á augabragði. Sennilega er
þetta ein mest afgerandi yfirlýsing
sem hægt er að gefa um hversu lítið
þjóðinni er í raun gefið um íslensku
krónuna og treystir henni illa til að
halda verðgildi sínu.
Hvers vegna?
Þrátt fyrir að þjóðin þekki af eigin
raun hvernig verðlag á Íslandi
hækkar endalaust og þrátt fyrir
að verðlagshækkanirnar megi nær
undantekningalaust rekja til hækk-
ana á innfluttum vörum, sem verða
stöðugt dýrari vegna verðhækkana
á erlendum gjaldeyri, þá eru enn þá
til aðilar sem telja að heppilegast
sé fyrir íslenska þjóð að notast við
íslenska krónu.
Íslensk króna varð til sem sjálf-
stæður gjaldmiðill um 1920. Fram
að því var gengi hennar það sama og
dönsku krónunnar. Frá þeim tíma
Hundrað ára meinsemd
Bolli Héðinsson
hagfræðingur
hafa þessar tvær myntir þróast með
gjörólíkum hætti. Til dæmis hefur
gengi danskrar krónu gagnvart
dollar á þessum hundrað árum
haldist innan við tíu krónur dansk-
ar, á meðan gengi íslenskrar krónu
gagnvart dollar fer yfir tíu þúsund
íslenskar krónur, ef horft er fram
hjá myntbreytingunni á íslensku
krónunni 1980.
Íslendingar hafa lært að lifa með
hinni stöðugu gengislækkun en
fórnirnar hafa verið miklar. Nær
ógerlegt er að nefna allar þær ráð-
stafanir fyrirtækja og heimila sem
teknar voru til þess eins að reyna
af veikum mætti að viðhalda raun-
virði peninga í stað þess að verja
fjármununum til arðbærra fjárfest-
inga. Þannig var algengt, þegar vitað
var að gengisfellingar vofðu yfir, að
almenningur keypti heimilistæki
sem vitað var að myndu hækka
í verði, jafnvel eingöngu í þeim
tilgangi að selja þau aftur á nýja
verðinu. Einnig má nefna virðingar-
leysið fyrir gjaldmiðlinum sem lýsir
sér í að „eydd króna“ hefur alla tíð
verið í meiri metum meðal þjóðar-
innar en „geymd króna“. Þannig eru
Íslendingar miklu meiri eyðsluklær
en gengur og gerist þar sem vitað er
að geymd króna rýrnar að verðgildi
með hverjum deginum sem líður á
meðan hún er í vasa þínum.
„Svo gott að hafa krónuna“
Meðal þess sem haldið er fram
þegar sagt er „það er svo gott að
hafa krónuna“ er að hún geti jafnað
út sveif lur í hagkerfinu. Reynslan
hefur aftur á móti kennt okkur að
hún jafnar ekkert út heldur við-
heldur hún bara niðursveiflum og
bætir svo í þær. Niðursveif lurnar
rýra síðan afkomu alls almennings.
Stöðugt fallandi króna er og
verður fyrst og fremst tæki þeirra
sem þurfa að f lytja fjármuni frá
almenningi til fyrirtækja sem hafa
ýmist komið sér sjálf í bobba eða
fyrir tilstuðlan vanhæfra stjórn-
málamanna eða vegna utanað-
komandi áhrifa sem hægt er að
glíma við með öðrum hætti en grípa
til gengislækkunar. Gengislækkun
er auðvelda leiðin út úr vandanum
þar sem hún gerir minnstar kröfur
til ráðamanna. Reyndar er þetta
ástand fallandi krónu orðið svo
inngróið í þjóðarsálina að margir
álíta það óbreytanlegt. Hér er um
að ræða „er þetta nokkuð fyrir
okkur“-heilkennið sem byrgir
mönnum sýn og ber fyrst og fremst
vott um minnimáttarkennd þeirra
sem því eru haldnir. Heilkennið er
ótrúlega algengt meðal stjórnmála-
manna hvort sem þeir telja sig vera
til vinstri eða hægri.
✿ Gengi dollars í íslenskum og dönskum krónum 1914-2020
(áhrif myntbreytingar tekin út)
100.000
10.000
1.000
100
10
1
19
14
19
18
19
22
19
26
19
30
19
34
19
38
19
42
19
46
19
50
19
54
19
58
19
62
19
66
19
70
19
74
19
78
19
82
19
86
19
90
19
94
19
98
20
02
20
06
20
10
20
14
20
18
n Dollar/íslensk n Dollar/dönsk
Kórónakreppan hefur reynt á þolrif norrænnar samvinnu með lokun landamæra sem
valdið hefur óþægindum, einkum
því fólki sem býr og starfar á landa-
mærasvæðum. Samstarfið hefði
óneitanlega mátt vera betra þegar
neyðarástand myndaðist rétt eins
og við svipaðar aðstæður víðar um
heim.
Það er auðvelt að vera vitur eftir
á og segja hvernig löndin hefðu átt
að vera samhentari í viðbrögðum
sínum. En þá má ekki gleyma því
að upp voru komnar alveg nýjar
aðstæður sem kröfðust skjótra við-
bragða án þess að nauðsynleg þekk-
ing og reynsla væri alltaf fyrir hendi.
Sem fulltrúar jafnaðarmanna í
Norðurlandaráði erum við engu
að síður sannfærð um að fram-
tíðarhorfur í norrænu samstarfi og
aldalöngum samskiptum þjóðanna
eru bjartar svo framarlega sem við
lærum af reynslunni áður en nýjar
kreppur steðja að.
Margt bendir til þess að sú sé
raunin. Við höfum lært mikið af
COVID-19 kreppunni, ekki síst að
við getum hist rafrænt. Fundir í
Norðurlandaráði eru haldnir sam-
kvæmt áætlun þótt í netheimum
sé og samstarfsráðherrar landanna
ræðast við oft í viku. Ekki síst til að
leysa vandræði þeirra sem ferðast
á milli landa vegna vinnu og finna
fyrir stjórnsýsluhindrunum sem
upp koma í kreppunni. Við horfum
einnig til framtíðar þegar faraldr-
inum lýkur, því þá hefur ráðherra-
nefndin mótað stefnu og sam-
eiginlega framkvæmdaáætlun um
viðbrögð við nýjum kreppum sem
byggist á fenginni reynslu þjóðanna.
Í Norðurlandaráði starfa saman
Norðurlöndin fimm auk Álands-
eyja, Færeyja og Grænlands. Saman
vinnum við að því að gott sé að búa,
lifa og starfa á Norðurlöndum. Margt
sem okkur þótti sjálfsagt áður en far-
aldurinn braust út, til dæmis að geta
unnið hvar sem er á Norðurlöndum,
er samstarfi í Norðurlandaráði að
þakka. Enn sem fyrr er eitt helsta
verkefni okkar að auðvelda fólki að
ferðast og starfa yfir landamæri, sú
vinna liggur ekki niðri. Meðal mála
á borði ráðherranefndarinnar má
nefna útgáfu rafrænna skilríkja sem
gildi alls staðar á Norðurlöndum,
gagnkvæma viðurkenningu starfs-
réttinda og samræmingu byggingar-
reglugerðar á Norðurlöndum svo fátt
eitt sé nefnt.
Í fyrra samþykktu samstarfsráð-
herrarnir nýja framtíðarsýn um að
Norðurlöndin verði sjálfbærasta og
samþættasta svæði heims fyrir árið
2030. Þetta er markvisst langtíma
ferli þar sem öll löndin taka þátt og
leggja sitt af mörkum. Við jafnaðar-
menn teljum ekki að COVID-19 muni
skyggja á þá framtíðarsýn. Þvert á
móti að við munum átta okkur betur
á því að norrænt samstarf skiptir
sköpum fyrir efnahagslegan bata
í löndunum og að við getum tekist
á við nýjar kreppur hvort sem þær
verða af völdum heimsfaraldurs eða
loftslagsógnar. En það er mikilvægt
að samstarfið dragi lærdóm af krepp-
unni og nýti haustið til að finna nýtt
verklag til að taka ákvarðanir sem
hafa áhrif á hreyfanleika fólks yfir
landamærin.
Við vitum ekki hvenær kóróna-
kreppunni lýkur. Forsendur fólks til
að hittast innan Norðurlanda breyt-
ast vikulega. Núverandi aðstæður eru
þolraun fyrir okkur öll. Við jafnaðar-
menn í Norðurlandaráði höldum
áfram að beita okkur fyrir afnámi
stjórnsýsluhindrana, einnig eftir að
faraldri lýkur. Markmið okkar er að
Norðurlöndin verði áfram leiðandi á
sviði velferðar, loftslagsmála og jafn-
aðar í þeirri efnahagslægð sem fylgir
í kjölfar COVID-19.
Fyrir hönd jafnaðarmanna
í Norðurlandaráði.
COVID-19 getur eflt norrænt samstarf
Reyndar er þetta ástand fall-
andi krónu orðið svo inngró-
ið í þjóðarsálina að margir
álíta það óbreytanlegt.
Oddný G.
Harðardóttir
þingmaður
Samfylkingar
innar
2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð