Fréttablaðið - 24.09.2020, Síða 23

Fréttablaðið - 24.09.2020, Síða 23
Framhald á síðu 2 ➛ F I M MT U DAG U R 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 Endurhæfing María Fjóla Harðardóttir er nýr forstjóri Hrafnistu sem rekur meðal annars endurhæfingu á nokkrum stöðum fyrir íbúa og aðra þá sem búa enn heima og þurfa styrkingu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Öflug endurhæfing til aukinna lífsgæða á Hrafnistu Endurhæfing fer fram á Hrafnistu, bæði fyrir íbúa og þá sem búa enn heima. Endurhæfingin hefur það markmið að auka lífsgæði og bæta líkamlega og félagslega færni þeirra í daglegu lífi. Deildirnar eru starfræktar innan Hrafnistu á nokkrum stöðum víða á höfuðborgarsvæðinu. María Fjóla Harðardóttir tók formlega við starfi forstjóra Hrafnistu um síðustu mánaðamót en hafði verið starfandi sem slíkur í af leysingu frá því í mars. Áður var hún framkvæmdastjóri heilbrigðis- sviðs Hrafnistu. María segir að endurhæfing Hrafnistuheimilanna snúi að því að viðhalda og bæta líkam- lega, félagslega og vitsmuna- lega færni einstaklinga með markvissri íhlutun, ráðgjöf og kennslu. Á Hrafnistu er sjúkra- og iðjuþjálfun fyrir íbúa. „Hún er í formi hópþjálfunar en einnig einstaklingsþjálfunar. Allir geta tekið þátt í hópþjálfun en þörf fyrir einstaklingsmeðferð er metin af teymi hjúkrunardeilda sem fundar einu sinni í viku. Hver deild hefur sitt teymi. Við bjóðum upp á dagdvöl, dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun og dagendurhæfingu sem eru ólík úrræði en skila gríðarlega góðum árangri út í samfélagið. Um 350 KYNNINGARBLAÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.