Fréttablaðið - 24.09.2020, Page 27
Úrræðið miðar að því að greina og koma einstaklingum í réttan farveg til betri
heilsu, sama hvort um er að ræða
stoðkerfiseinkenni, andlega líðan
eða önnur einkenni sem hafa áhrif
á getu til starfs og þátttöku í dag
legu lífi.
„Við finnum vel að það er
almennt mikill vilji hjá fyrir
tækjum að hlúa sem best að starfs
fólki sínu. Hins vegar vantar oft
viðeigandi úrræði sem ná utan um
einstaklinginn heildrænt,“ segir
Gunnlaugur Már Briem, sjúkra
þjálfari hjá Vinnuvernd. Hann
hefur mikla reynslu af því að starfa
með fyrirtækjum og mannauðs
teymum að heilsufarslegum
málum starfsmanna og fyrirtækja
í heild sinni.
„Úrræði sem í boði eru geta verið
dreifð á milli margra mismunandi
staða og eins getur verið erfitt að
komast að til að fá svör vegna bið
lista. Það getur haft veruleg áhrif
og tafið fyrir því að einstaklingar
fái viðeigandi aðstoð sem fyrst. Þar
af leiðandi lenda þeir í meiri hættu
á að missa atvinnugetu eða detta
alveg út af vinnumarkaði,“ segir
Gunnlaugur.
Öll þjónustan veitt á sama
stað og sama tíma
Vinnuvernd hefur búið til nýja
þjónustuleið sem byggir á þverfag
legri nálgun. Þar er tengd saman
sérfræðiþekking sjúkraþjálfara,
lækna, hjúkrunarfræðinga og
sálfræðinga sem mynda atvinnu
teymi Vinnuverndar.
„Sjúkraþjálfari sinnir skoðun
Færri veikindadagar og minni óvissa
Aðstoð til atvinnugetu er nýtt og hvetjandi úrræði Vinnuverndar, fyrir þá sem eiga á hættu að
geta ekki sinnt starfi sínu vegna veikinda til styttri eða lengri tíma, til að koma þeim til heilsu á ný.
Gunnlaugur
Már Briem er
sjúkraþjálfari
hjá Vinnuvernd.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
og greiningu stoðkerfiseinkenna
ásamt fræðslu um hreyfingu og
æfingaval. Sérstök áhersla er á
stoðkerfiseinkenni sem geta haft
áhrif á getu til atvinnuþátttöku,
sama hvort um ræðir verki eða
aðrar hreyfiskerðingar,“ upplýsir
Gunnlaugur.
Sálfræðingur með mikla
reynslu í almennri sálfræði og
atvinnutengdum málum annast
greiningu og mat á andlegri líðan
og styður við einstaklinginn á því
sviði.
„Þá sér hjúkrunarfræðingur eða
læknir um að meta aðra heilsufars
þætti og hvort frekari rannsókna
sé þörf. Einnig er farið yfir svefn
og næringu þar sem lögð er áhersla
á að ná heildrænt utan um ein
staklinginn og aðstoða hann við
að koma málum í góðan farveg,“
útskýrir Gunnlaugur.
Hann segir óvissu geta haft
mikil áhrif á einstaklinginn, ekki
síst andlega.
„Til að lágmarka óvissu leggjum
við áherslu á hraða og góða
þjónustu. Því er miðað við að
einstaklingur hitti atvinnuteymi
Vinnuverndar í einni heimsókn
og má því segja að öll þjónustan
sé á sama tíma á sama stað,“ segir
Gunnlaugur.
Aukin þörf á úrræðum
Úrræðið Aðstoð til atvinnugetu
er hugsað sem snemmbær íhlutun
þar sem megináhersla er lögð á
greiningu og fræðslu með mögu
leikum á eftirfylgd eftir þörfum
hvers og eins. Þá er sama hvort
aðalvandamálið tengist andlegum
þáttum eða líkamlegum.
„Að lokinni greiningu og mati
fer teymið saman yfir stöðu
einstaklingsins og metur áfram
haldandi þarfir og hvað muni
gagnast honum best. Þar sem
Aðstoð til atvinnugetu er ekki
hugsað sem langtíma meðferðar
úrræði munum við styðja og
mæla með slíkum úrræðum fyrir
einstaklinginn, sé þess þörf,“ segir
Gunnlaugur.
Í starfi sínu hefur hann fundið
fyrir aukinni þörf á úrræðum fyrr í
ferlinu þar sem hægt er að aðstoða
einstaklingana áður en vanda
málin þarfnast þungra inngripa.
„Það er að miklu að keppa þar
sem langvarandi fjarvera af vinnu
markaði hefur sýnt sig að geta haft
verulega neikvæð áhrif á atvinnu
getu til lengri tíma. Það er mikil
vægt að fyrirtæki og einstaklingar
hafi verkfæri til að bregðast f ljótt
og vel við. Því að því fyrr sem við
bregðumst við, því betur gengur að
leysa vandamálin. Það er mark
mið okkar að úrrræðið Aðstoð til
atvinnugetu geti hjálpað fyrir
tækjum að fækka veikindadögum
og draga úr óvissu í starfsmanna
málum,“ segir Gunnlaugur.
Vinnuvernd er í Holtasmára 1. Sími
578 0800. Allar nánari upplýsingar
á vinnuvernd.is og á netfanginu
vinnuvernd@vinnuvernd.is
Því fylgir mikið áfall að greinast með krabbamein. „Að takast á við krabbamein
og meðferð við því er krefjandi,
ekki bara líkamlega heldur einnig
sálrænt og félagslega. Þeim sem
greinist með krabbamein og hans
nánustu er kippt út úr hinu venju
bundna lífi inn í heim veikind
anna,“ segir Auður.
„Eðli sjúkdómsins, meðferðar
innar og einstaklingsbundnir
þættir hafa alltaf mismunandi
áhrif hjá hverjum og einum. Óhætt
er þó að fullyrða að nær alltaf eru
áhrifin veruleg á daglegt líf við
komandi.“
Stuðningur mikilvægur
Auður segir endurhæfingu gegna
lykilhlutverki í bataferli krabba
meinssjúklinga. „Endurhæfing er
mikilvægur þáttur í því að fólk nái
aftur sem bestum bata og lífs
gæðum. Ýmislegt er hægt að gera
til að draga úr eða jafnvel koma í
veg fyrir ákveðin líkamleg og and
leg vandamál.“
Þá sé brýnt að bregðast við
breyttu og bættu landslagi vegna
þeirra framfara sem náðst hafa
í læknavísindum undanfarin ár.
„Nú læknast mun fleiri af krabba
meini en áður auk þess sem fleiri
lifa með ólæknandi krabbamein í
lengri tíma en áður hefur þekkst.
Þessar jákvæðu framfarir leiða þó
til þess að aukinn fjöldi tekst á við
einkenni og fylgikvilla til lengri
tíma vegna krabbameins eða
krabbameinsmeðferðar. Þetta er
því stækkandi hópur og það eykur
þörfina á stuðningi.“
Þörf sé á áframhaldandi
stuðningi, jafnvel þótt meðferð sé
lokið, en skrefin geta reynst þung.
„Rannsóknir sýna að einstaklingar
sem greinast með krabbamein og
aðstandendur hafa ríka þörf fyrir
stuðning bæði í veikindunum
og eftir að krabbameinsmeðferð
lýkur. Fyrir marga er það hins
vegar oft erfitt og stórt skref að
leita eftir þeirri aðstoð sem býðst.“
Til staðar fyrir þig
Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabba
meinsfélagsins stendur þeim
sem greinast með krabbamein
og aðstandendum þeirra til
boða ýmis þjónusta. Stuðningur,
fræðsla og ráðgjöf, bæði í formi
viðtala og símaráðgjafar, nám
skeið, fyrirlestrar, hópastarf og
djúpslökun. „Allt starfið miðar
á einn eða annan hátt að því að
veita einstaklingunum aðstoð við
að takast á við þær tilfinningar,
hugsanir, streitu, líkamleg ein
kenni og fleira sem algengt er að
komi upp hjá þeim sem greinast
með krabbamein, bæði meðan á
veikindum og meðferð stendur en
líka í kjölfarið,“ skýrir Auður frá.
„Hjá Ráðgjafarþjónustunni
starfa hjúkrunarfræðingar, sál
fræðingur, félagsráðgjafi, læknir,
lýðheilsufræðingur og kyn
fræðingur og er nær öll þjónustan
í boði án endurgjalds. Undanfarin
misseri hefur þjónustan verið efld
til muna á landsbyggðinni og er nú
í boði á fimm stöðum á landinu;
Reykjavík, Akureyri, Austurlandi,
Selfossi og Suðurnesjum.“
Hægt að sækja námskeið og
fyrirlestra af ýmsu tagi
Auður segir ótal möguleika í boði
fyrir þau sem leita til Ráðgjafar
þjónustunnar. „Þau námskeið og
fræðslufyrirlestrar sem boðið er
upp á, eru af ýmsu tagi og í sumum
tilfellum í samstarfi við aðildar
félög. Má þar nefna námskeið um
núvitund, einbeitingu og minni,
þreytu, hugræna atferlismeð
ferð, jóga nidra og svefn. Einnig
hreyfinámskeið (FysioFlow) gegn
verkjum, streitu og stífleika og nám
skeiðið Mín leið sem er fyrir konur
sem hafa lokið meðferð við brjósta
krabbameini og er í samstarfi við
Landspítala og Brjóstaheill.“
Þjónustan er þá ekki bundin
við höfuðborgarsvæðið. „Krabba
meinsfélög á landsbyggðinni
bjóða einnig upp á ýmislegt, til
dæmis stendur Krabbameinsfélag
Akureyrar og nágrennis fyrir fjöl
breyttum námskeiðum og fræðslu,
m.a. fyrir börn, auk þess sem
starfsemi á Austurlandi, í Árnes
sýslu og á Suðurnesjum hefur eflst.
Kraftur býður meðal annars upp
á Fítonskraft sem er hreyfing og
útivist fyrir ungt fólk á aldrinum
1840 ára.“
Við erum til staðar fyrir þig
Auður Elísabet Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu, segir greiningu og
meðferð á krabbameini fela í sér margþættar áskoranir fyrir þann sem greinist og aðstandendur.
Við tökum vel á móti
þér – kíktu við!
n Ráðgjafarþjónusta Krabba-
meinsfélagsins í Reykjavík er
að Skógarhlíð 8 og er opin alla
virka daga frá kl. 9.00-16.00.
Símaráðgjöf er á opnunartíma
í síma 800-4040. Tímabókanir
og fyrirspurnir má senda á
radgjof@krabb.is eða hafa
samband í síma 800-4040.
n Austurland: Tímabókanir og
fyrirspurnir í síma 831-1655
eða á austur@krabb.is.
n Akureyri: Tímabókanir og
fyrirspurnir í síma 461-1471
eða á kaon@krabb.is.
n Selfoss og Suðurnes. Tíma-
bókanir og fyrirspurnir á
radgjof@krabb.is eða í síma
800-4040.
Auður Elísabet, hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu, segir
endurhæfingu krabbameinssjúkra margþætta. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Til að lágmarka
óvissu leggjum við
áherslu á hraða og góða
þjónustu, því óvissa
getur haft mikil áhrif,
ekki síst andlega.
KYNNINGARBLAÐ 5 F I M MT U DAG U R 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 ENDURHÆFING