Fréttablaðið - 24.09.2020, Qupperneq 34
Markmiðið er að
hjálpa einstakling
um svo þeir verði hæfari
til að fást við eigin líðan.
Í endurhæfingar-
ferlinu sjáum við
oft gífurlegar framfarir,
það er að sjálfsögðu mjög
gefandi og gerir starfið
skemmtilegt.
Á Háls- og bakdeildinni er veitt greining og sérhæfð meðferð vegna vandamála í
stoðkerfi, baki og hálsi. Á deildinni
starfa sjúkraþjálfarar, hjúkrunar-
fræðingar og aðrir starfsmenn.
„Markmiðið er að hjálpa einstakl-
ingum svo þeir verði hæfari til að
fást við eigin líðan og geti stjórnað
eigin verkjum, en láti ekki stjórn-
ast af þeim, og verði þannig virkari
í sínu daglegu lífi,“ segir Lucia,
sem hefur unnið við deildina frá
upphafi.
„Hingað kemur fólk með verki
frá hálsi- og eða baki. Stundum
eftir slys eða annað slíkt og hefur
ekki fengið bót sinna meina.
Flestir hafa þjáðst af langvinnum
verkjum sem hafa varað jafnvel
í mörg ár. Við fáum til okkar fólk
alls staðar að á landinu og jafnvel
frá útlöndum,“ segir Hrefna
Frímannsdóttir, yfirsjúkraþjálfari.
Til að komast í meðferð á Háls-
og bakdeildinni þarf að fá tilvísun
frá lækni, sem síðan er metin af
sérfræðingum deildarinnar. „Þetta
er dagdeild með gistingu og við
getum tekið við ellefu einstakl-
ingum hverju sinni. Hér er fólk á
hlutlausum stað með takmörkuðu
áreiti og hefur möguleika á að ein-
beita sér að sjálfu sér. Um leið fær
fólk tækifæri til að hugleiða hverju
það þurfi að breyta í sínu lífi. Það
er nefnilega hægt að gera eitt og
annað til að fá meiri gæði í líf sitt,“
segir Lucia.
Einstaklingsmiðuð meðferð
Fólk á öllum aldri hefur notið
þjónustu Háls- og bakdeildarinn-
ar. Meðferðin tekur tvær vikur, að
helgarleyfi undanskildu, sem sagt
tíu daga. Meðferðin er einstakl-
ingsmiðuð, enda mismunandi
hvað hentar hverjum og einum. Á
deildinni er einnig boðið upp á sér-
hæfða meðferð við hryggskekkju
sem kallast Schroth Best Practice
og er gagnreynd og árangursrík
meðferð fyrir börn, unglinga og
fullorðna einstaklinga með hrygg-
skekkju og/eða kyphosis .
„Flestir sem koma til okkar hafa
þurft að takast á við verki í nokkur
ár. Við kennum fólki liðkandi
æfingar og samhliða því að styrkja
þá vöðva sem þarf að styrkja til
að bæta hreyfistjórn og líkams-
beitingu. Fólk lærir fjölbreyttar
æfingar þar sem unnið er með
eigin líkamsþyngd. Svo eru sumir
sem þurfa að fara í sérhæfðari
verkjameðferð. Hún er í umsjón
Bjarna Valtýssonar læknis, sem
er með mikla reynslu af verkja-
meðferð í kringum hryggsúluna.
Hann starfar í Corpus Medica og
við erum í góðu samstarfi. Bjarni
er einnig í verkjateymi Landspítal-
ans.“ segir Lucia.
„Þar fyrir utan erum við með
fræðslu um svefn og streitu, verki
og líkamann í daglegu lífi. Hér
er hópmeðferð, slökun og sund.
Bjarni heldur einnig fræðslufundi
fyrir sjúklinga sem snúast um
verki og verkjameðferð. Það er
ýmislegt sem fólk getur gert sjálft
til að komast út úr þessu ástandi,“
segir Hrefna.
Þær minna á að hreyfing sé eitt
af því sem skipti mestu máli þegar
kemur að heilsufari. „Rannsóknir
sýna að almenn hreyfing, svo sem
göngur, sund, útivist, jóga, teygjur
og jafnvel veiði, valdi minna álagi
og færri líkamlegum einkennum
en ef fólk stundar enga hreyfingu.
Það er öllum til góðs að hreyfa
sig og liðka,“ segja þær Lucia og
Hrefna að lokum.
Sérhæfð meðferð háls- og bakverkja
Háls- og bakdeild St. Fransiskuspítala, HVE, í Stykkishólmi var stofnuð árið 1992 af Jósep Blöndal
lækni og Luciu de Korte sjúkraþjálfara. Þar hafa fjölmargir fengið bót meina sinna.
Á Háls- og bakdeildinni starfar samhentur hópur að því að bæta heilsufar fólks og lina verki. MYND/AÐSEND
Rætt var við Ídu Brögu Ómarsdóttur yfirsjúkra-þjálfara Grensásdeildar.
Á Grensás koma einstaklingar
á öllum aldri sem eiga það sam-
eiginlegt að þurfa á þverfaglegri
endurhæfingu að halda. „Hér
hjá okkur í sjúkraþjálfun hefur
skapast í gegnum tíðina mikil
sérhæfing í meðferð á sjúklingum
með áverka eða sjúkdóma í mið-
taugakerfinu. Það geta verið til
dæmis heilablóðfall og áverkar á
mænu. Einnig sinnum við þeim
sem fá fjöláverka í slysum og þeim
sem missa útlim og eru að læra að
ganga á gervifæti.“
„Öll endurhæfingin á Grensási
er unnin í þverfaglegum teymum
þar sem margar fagstéttir koma að
meðferð.“
Ída segir starfsemina afar þýð-
ingarmikla, en þeir einstaklingar
sem þurfa á henni að halda standa
oftar en ekki frammi fyrir því að
þurfa að aðlaga sig að miklum
breytingum á lífi sínu í kjölfar
alvarlegra veikinda eða slysa. Hér
fer fram mikil þjálfun á færni þar
sem fólk þarf að aðlagast alveg
breyttum aðstæðum í sínu lífi
og mikilvægt að huga að öllum
þáttum, líkamlegum, sálrænum
og félagslegum.
Gefandi að sjá árangur
Oft er talað um hálfgerð krafta-
verk í endurhæfingu, en Ída segir
að það sé ekki rétta orðið til að
lýsa þeim árangri sem sumir nái,
enda feli endurhæfing í sér mikla
og krefjandi vinnu, auk þess sem
það er mismunandi á milli ein-
staklinga hversu miklum bata er
hægt að ná.
„Mér finnst alltaf svolítið erfitt
að tala um kraftaverk af því að
sumir sem koma hingað ná sér
að mjög miklu leyti á meðan ein-
hver annar er með mikinn skaða
og leggur mikið á sig, en býr við
mjög breyttar aðstæður og þarf að
aðlaga sig þeim,“ útskýrir hún.
„Endurhæfingin er vinna allan
sólarhringinn fyrir þá einstakl-
inga sem dvelja hjá okkur. Þegar
vel gengur reynist starfið afar
gefandi. „Í endurhæfingarferlinu
sjáum við oft gífurlegar framfarir,
það er að sjálfsögðu mjög gefandi
og gerir starfið skemmtilegt.
Aukin vitund um heilaskaða
Blaðamaður spyr Ídu hvort þau
verði í sínu starfi vör við auknar
af leiðingar streitu og kuln-
unar sem mikið hefur verið rætt
undanfarin ár. „Þetta er ekki sá
hópur sem við erum að sinna
á Grensási, en þeim er sinnt á
sjúkraþjálfunarstofum og öðrum
stofnunum. Aftur á móti hefur
orðið aukning á að ungir ein-
staklingar leiti til okkar eftir
af leiðingar höfuðhöggs. Það hefur
gerst í kjölfar aukinnar umræðu
í þjóðfélaginu um af leiðingar
höfuðhögga, íþróttafélögin eru að
gefa þessu meiri gaum og fylgjast
meira með,“ segir Ída.
„Það er alltaf að verða til meiri
og meiri þekking hjá fagfólki
um af leiðingar höfuðhöggs og
meðferðin orðin árangursríkari.
Umræðan er orðin meiri í fjöl-
miðlum, sem gerir það að verkum
að fólk leitar frekar til fagfólks.
Fólk hefur kannski ekki alveg
vitað hvert það ætti að leita til að
fá stuðning áður.“
Stækkun Grensásdeildar
Þá segir hún mikla eftirvæntingu
ríkja eftir nýju og endurbættu
húsnæði, en sú vinna er þegar
hafin. „Við erum í gömlu hús-
næði sem var ekki byggt á sínum
tíma fyrir endurhæfingu, en núna
síðastliðna mánuði er hafin vinna
Stór hlekkur í heilbrigðisþjónustu
Á endurhæfingardeild Grensás Landspítala fer fram þverfaglegt starf með einstaklingum sem
flestir hafa orðið fyrir alvarlegum veikindum eða slysum. Deildin hóf starfsemi sína árið 1973.
Ída Braga segir
mikla eftir-
væntingu ríkja
eftir nýju og
endurbættu
húsnæði.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR
við stækkun á Grensási. Við lítum
á þetta sem stórt framfaraskref í
endurhæfingu. Áhersla verður á
stórbætta aðstöðu þar sem allir fá
einstaklingsherbergi. Svo verður
gjörbreytt aðstaða fyrir alla þjálf-
un, stækkuð og bætt og hönnuð
með þarfir endurhæfingar í huga,“
segir Ída glöð í bragði.
„Við lítum björtum augum til
framtíðarinnar og hlökkum til
að viðbyggingin hérna á Grensási
verði að veruleika. Það er búið að
bíða eftir þessu í svo of boðslega
mörg ár.“
12 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RENDURHÆFING