Fréttablaðið - 24.09.2020, Page 60

Fréttablaðið - 24.09.2020, Page 60
VIÐ VILDUM ENDI- LEGA AÐ LANDS- BYGGÐIN ÖLL OG ÞEIR SEM EKKI EIGA HEIMANGENGT GETI TEKIÐ ÞÁTT Í HÁTÍÐINNI. Þetta leggst mjög vel í mig, segir Hrönn Mar-inósdóttir stjórnandi k v i k my nd a hát íða r-innar RIFF sem hefst í sautjánda skipti í dag. Þrátt fyrir að aðdragandinn hafi verið óeðlilegur spruttu margar nýjungar upp í ár. „Við þurftum auðvitað að fara í plan B og vinna hátíðina á COVID- vænan hátt svo sem flestir geti tekið þátt. Það var auðvitað áskorun að koma þessu saman, en það er engin spurning að það hafa líka komið upp frábærar nýjungar sem okkur hefði aldrei dottið í hug nema vegna kófsins.“ Ein helsta nýjungin hjá RIFF í ár er möguleikinn á að horfa á myndir í góðum gæðum í gegnum heima- síðu hátíðarinnar, riff.is „Við vildum endilega að landsbyggðin öll og þeir sem ekki eiga heimangengt geti tekið þátt í hátíðinni. Fólk er mjög spennt fyrir þessu og að það geti upplifað eitthvað svona á þessum erfiðu tímum.“ Hrönn segir að þótt hugmyndin um að hýsa hátíðina að hluta til á vefnum hafi sprottið úr kófinu, sé hún vonandi komin til að vera. „Við stefnum á að sýna áfram myndir í gegnum vefinn á komandi hátíðum, svo hægt verði að ná til fólks utan höfuðborgarsvæðisins.“ Myndirnar í ár eru margar hverj- ar splunkunýjar og koma beint frá stærstu kvikmyndahátíðunum um heim allan. „Við erum mjög stolt af þessari dagskrá sem við höfum unnið með nýjum dagskrárstjóra hátíðarinnar, Frédéric Boyer. Sýn- ingar eru takmarkaðar og  miða- verð ódýrt svo það er um að gera að tryggja sér miða sem fyrst í gegnum vefinn.“ Bíóbíllinn slær í gegn Nýjungarnar í ár eru ekki allar staf- rænar, en til að hita upp fyrir hátíð- ina var útbúinn svokallaður bíóbíll sem heimsótti landsbyggðina í vik- unni sem leið. „Viðtökurnar við Bíó- bílnum hafa verið vonum framar.“ segir Hrönn. „Við erum strax farin að fá fyrirspurnir um hvort það sé hægt að fá hann aftur, og þá sem fyrst. Það eru svo fá kvikmynda- hús eftir á landsbyggðinni, svo það er virkilega gaman að endurvekja bíóstemninguna þar.“ Þá verður einnig skellt í eitt stærsta bílabíó sem sést hefur á landinu. „Þetta á að verða skemmti- leg upplifun og við vildum endilega færa þetta upp á næsta stig,“ segir Hrönn. „Til dæmis verðum við með sýningu á Hárinu þar sem fólk er hvatt til að mæta í hippafötum. Þar verða svo matarvagnar og leik- arar og dansarar sem munu skapa stemningu í kringum sýninguna.“ arnartomas@frettabladid.is RIFF rúllar af stað Kvikmyndahátíðin RIFF hefst í sautjánda skipti í dag. Sumar lausnir sem urðu til vegna kófsins eru komnar til að vera. Bíóbíllinn fékk góðar viðtökur um land allt. Hrönn mælir með að þeir sem ekki eigi heimangengt taki þátt í hátíðinni gegnum vefinn. MYND/VALGARÐUR GÍSLASON ANDRÉ OG ÓLÍFUTRÉÐ/ ANDRÉ AND HIS OLIVE TREE Afar áhuga- verð heim- ildarmynd leikstjórans Josiah Ng. Í myndinni er sögð saga Michelin stjörnu- kokksins André Chiang, þar sem hann er að undirbúa lokun veitingastaðarins sem jafn- framt var á lista yfir 50 bestu veitingastaði í heimi. Fylgst er með þessum einstaka kokki; við kynnumst vinnubrögðum hans í eldhúsinu, stjórnunarstíl og fáum innsýn í samband hans við eiginkonu sína. HIRÐINGJALAND/ NOMADLAND Meðal stórmynda í sýningu í Bíó Paradís er Hirðingjaland/ Nomadland í leikstjórn kín- verska leikstjórans Chloe Zhao sem nýverið hlaut aðalverð- laun kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum. Hér segir frá konu á sjötugsaldri sem hefur misst allt sitt í fjármálakreppunni og heldur í ferðalag um ameríska vestrið þar sem hún dregur fram lífið í sendiferðarbíl sem nú- tímahirðingi. PUNTA SACRA Myndin er í leikstjórn Francescu Mazzoleni og vann til verðlauna á svissnesku kvikmyndahátíð- inni Visions du Réel nú nýlega. Varpað er ljósi á hóp kvenna sem býr á jaðri samfélags sem er við það að hverfa í úthverfi Rómar er kallast Punta Sacra. HELMUT NEWTON: THE BAD AND THE BEAUTIFUL Áhugaverð heimildar- mynd um einn helsta tísku- ljósmyndara heims og m.a. rætt við konurnar sem sátu fyrir hjá honum um samstarfið. Í leikstjórn Gero von Boehm. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og á netinu. NÓTT KONUNGANNA / NIGHT OF THE KINGS Myndin kemur beint af kvik- myndahátíðinni í Feneyjum, einni elstu og virtustu hátíð í heimi. Leikstjóri myndarinnar Philippe Lacote ólst upp í Abidj- an á Fílabeinsströndinni þar sem myndin gerist, en sögusvið hennar er hið alræmda La Maca fangelsi þar sem fangarnir ráða ríkjum. Í Nótt konunganna segir frá ungum manni sem lendir í fangelsinu og er úthlutað hlut- verki sögumanns. Samkvæmt reglum í La Maca mun hann ekki geta flúið örlög sín en reynir hvað hann getur með því að láta söguna endast til morguns. SPUTNIK Þessi mynd er uppáhald dagskrár- stjórans Fré- déric Boyer og frumraun leikstjór- ans Egor Abramenko á þessu sviði. Hrollvekj- andi spennu- mynd sem gerist á hátindi kalda stríðsins. Áætlað var að frumsýna myndina á Tribeca hátíðinni í apríl síðastliðnum, en hún er nú komin út í Rúss- landi og hefur hlotið góða dóma gagnrýnenda. Hér segir af leiðangursstjóra sovésks geim- skips sem kemst einn lífs af eftir misheppnaðan leiðangur. Í kjöl- far þess að þekktur rússneskur sálfræðingur er fenginn til að meta andlega heilsu leiðangurs- stjórans, verður ljóst að eitt- hvað hættulegt gæti hafa fylgt honum aftur til jarðar. Myndin verður sýnd í Bílabió RIFF um helgina. 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R32 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.