Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Side 22

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Side 22
Ofspkmr nas i 1933-1945 • í lok mars var opnuð einstæð sýning á tveimur sföSum í Þýskalandi sem lýsir ofsóknum nasista á hendur hommum í þriðja ríki Hitlers. Annar hluti sýn- ingarinnar er settur upp í Sachsenhausen, fanga- bú&unum illræmdu rétt norSan viS Berlín en hinn hlutann er að sjá i Schwules Museum, sögusafni homma í borginni. ÞaS er þýski sagnfræSingurinn Andreas Sternweller sem hefur yfirumsjón meS þessu merkilega framtaki sem greinir frá ofsóknum handtökum, morSum og síSan örlögum þeirra sem lifSu af þessa skelfilegu tíma. Sýningin rekur örlög sextíu samkynhneigSra karla úr ýmsum stéttum þjóS- félagsins í Berlín og í Sachsenhausen, „fangabúSum borgarinnar", svo og nágrannabúðunum Klinkwerk þar sem fjöldi homma var myrtur árið 1942. Þessi sýning hefur vakiS upp gamalt og viðkvæmt deilumál i Þýskalandi. Þeir hommar sem lifðu af hörm- ungarnar fengu aldrei stríðsskaSabætur eftir styrj- öldina eins og flestir aðrir fangar nasista og var það rökstutt með því aS þeir hefðu verið hnepptir í hald sem „glæpamenn", en slíkum föngum hafa aldrei verið veittar stríSsskaðabætur þar í landi. Talsmenn samkynhneigðra hafa nýlega fundað með Dr. Knut Nevermann, menningarmálaráðherra í Berlín sem staðfesti fyrri ákvarðanir um að engar skaðabætur verSi veittar samkynhneigSum föngum nasista sem enn lifa. Þó játaði hann opinberlega að samkynhneigðir hefðu mátt þola ómælda grimmd og ranglæti að ósekju á þessum árum. Hann féllst á að rannsóknarnefndum um glæpi nasista yrði faliS að kanna kerfisbundiS og opinberlega misgerðir þeirra gagnvart samkynhneigðum og kanna jafnframt hvernig bæta mætti fræðslu um misrétti gagnvart hommum og lesbíum i þýsku skólakerfi. Fremst í flokki samkynhneigðra í þessu máli er Magnus Hirschfeld félagið sem kennir sig við stofnun Magnusar Hirschfeld en hann var hommi og rann- sakaði sögu og menningu samkynhneigðra á 3. áratug aldarinnar í Berlín, löngu áður en heimurinn vaknaði til vitundar um að samkynhneigSir ættu sér langa sögu og sérstaka menningu. Stofnun Hirschfelds var lögð í rúst og öllum eigum hennar eytt við valdatöku nasista 1933. Eigi Islendingar leið til Berlínar í sumar er rétt aS hvetja þá til þess að skoða þá tvískiptu sýningu sem þar er að finna um homma á tímum nasismans. 1 r 1 /vy/t /'ryf//sj /y/ff/Jt . / / /ssst . . - /r J? - 6 Skólavörðustíg 35 Sími 552 3621 l S77 J7677 . -1 22 SAMTAKAFRETTIR

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.