Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Síða 23

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Síða 23
Undanfarna mánuSi hefur sam- starfsnefnd á vegum fimm félagasamtaka lesbía og homma unnib að undirbúningi hátíðahalda á þessu ári undir heitinu Hinsegin dagar 2000 í Reykjavík. Þessi félög eru Samtökin '78; FSS, Félag samkynhneig&ra og tvíkynhneigðra stúd- enta; Stonewall, félag samkynhneigðra nemenda i framhaldsskólum; MSC-lsland og Jákvæði hópurinn. Hlutverk nefndar- innar er að vinna með hugmyndir og fá fólk til starfa. Umfang hátíðarinnar ræðst af þátttöku og áhuga okkar homma og lesbía á að minna á tilvist okkar og hvers við erum megnug. Opnunarhátíð Hinsegin daga var haldin 25. maí í Islensku óperunni. Eftir litríkan og fjörugan inngang steig ást- ralski leikarinn Stephen Sheehan á svið og flutti einleikinn Go by Night eftir Stephen House við mikla hrifningu leik- húsgesta. Sagan handan af hnettinum um piltinn Johnny Boy hitti áhorfendur svo sannarlega i hjartastað, vel samið og glæsilega fram flutt. Sömu helgi flutti svo Felix Bergsson einleik sinn Hinn fullkomni jafningi undir merkjum Hinsegin daga, en hann gerði garðinn frægan í London í lok apríl þar sem hann lék verk sitt á ensku við afbragðs undirtektir. Anægjulegt var að sjá þá glæsilegu kynningu sem Felix og verk hans hlaut í Gay Times að því tilefni. Til hamingju, Felixl Hinn 1. júlí var síðan haldið málþing um mannréttindi í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Samkynhneigðir á alda- mótum. Málþingið var haldið í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Islands. Heiðurs- gestur þess var Kim Friele, brautryðjandi í mannréttindamálum samkynhneigðra á Norðurlöndum sem flutti áhrifamikið erindi, en auk hennar töluð þau Olafur Þ. Harðarson, Rannveig Traustadóttir, Jóhanna K. Eyjólfsdóttir og Haukur F. Hannesson. Fundarstjóri málþingsins var Ragnar Aðalsteinsson lögmaður. Vonandi verður framhald á jafn vandaðri umræðu um líf samkynhneigðra og tilveru í næstu framtíð. Hápunktur Hinsegin daga 2000 er laugardaginn 12. ágúst. Þá leggjum við undir okkur Ingólfstorg með útiskemmtun og nú er unnið að því að skipuleggja fjölmenna og litríka skrúðgöngu um mið- bæinn. Þar þurfa margar hendur að koma að verki svo hátíðin verði sem best úr garði gerð. Hinsegin dagar þurfa á öllum vinnufúsum höndum og hugum að halda því hátíðahöld okkar verða aldrei stærri og merkilegri en sá kraftur sem við leggjum sjálf í þau. Hittumst undir regn- boganum í sumar! SAMTAKAFRÉTTIR 23

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.