Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Qupperneq 18
18 EYJAN Forsetastóllinn á Alþingi er mörgum pólitísk endastöð. MYND/ERNIR 6. NÓVEMBER 2020 DV Á ÞINGPÖLLUM Björn Jón Bragason eyjan@eyjan.is SKOÐANAPISTILL STEINGRÍMUR J. KVEÐUR BRÁTT EFTIR ÓVENJULANGAN ÞINGFERIL Stjórnmálaþróun á vinstri vængnum hefði án efa orðið allt önnur ef Steingrímur hefði náð kjöri sem formaður Alþýðubandalagsins 1995. Vinstri græn standa á krossgötum. Í pistli hér í blaðinu í sumar sem leið gat ég þess að fólk í Norðausturkjör­ dæmi hefði lítið orðið vart við Steingrím J. Sigfússon, oddvita VG, í kjördæminu, undanfarin misseri og það var tekið til marks um að hann hygðist ekki gefa kost á sér á nýjan leik. Það kom því fáum á óvart þegar Steingrímur til­ kynnti á laugardaginn var að hann ætlaði að hætta í stjórn­ málum. Margir velta fyrir sér mögulegum arftaka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir situr í öðru sæti lista flokksins í kjördæminu og aðspurðir telja hana líklegan arftaka. Sumir heimildarmanna nefna einnig Björn Val Gíslason skipstjóra en hann var þingmaður VG í kjördæminu 2009–2013. Vinstra Framsóknarfólk Þrátt fyrir langa þingsetu er Steingrímur ekki ýkja gamall, fæddur 4. ágúst 1955, á Gunn­ arsstöðum í Þistilfirði, kominn af „vinstra Framsóknarfólki“ eins og hann orðar það sjálfur, fólki sem studdi vinstristjórn­ ina sem Ólafur Jóhannesson myndaði 1971 en sú stjórn hafði brottför varnarliðsins á sinni stefnuskrá og umfangs­ mikil ríkisafskipti, ekki hvað síst í byggðamálum. Steingrímur lauk landsprófi frá Héraðsskólanum á Laug­ um og síðar stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Á þeim árum mótuðust póli­ tískar skoðanir hans enn frek­ ar. Hann dvaldi sem skipti­ nemi á Nýja­Sjálandi og sagði eitt sinn frá því í viðtali að þar hefði hann kynnst „ágætum sósíalistum“. Steingrímur nam jarðfræði við Háskóla Íslands og lauk BA­prófi í þeirri grein 1981. Og kominn til Reykjavíkur fylkti hann liði með róttækum stúdentum og andstæðingum varnarliðsins. Beint úr sjónvarpinu á þing Árið 1978, þegar Steingrímur var á fyrsta ári í Háskólanum, hringdi Stefán Jónsson, al­ þingismaður Alþýðubanda­ lagsins, til hans og kvaðst vilja eiga við hann orð, en Stefán var þá oddviti flokks­ ins í Norðurlandskjördæmi eystra. Erindi Stefáns var að bjóða Steingrími fjórða sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum. Það varð úr og aftur var Steingrímur í framboði í alþingiskosning­ unum árið eftir. Steingrímur starfaði að loknu BS­prófi hjá Hafrann­ sóknastofnun en ekki leið á löngu þar til hann var ráðinn íþróttafréttamaður á Ríkis­ sjónvarpinu. Þar varð hann landsfrægur, ekki hvað síst fyrir nýstárleg efnistök, en hann lét sig varða keppnir í íþróttum sem þá var lítið fjallað um í fréttum, svo sem hestaíþróttum. En Steingrímur staldraði aðeins stutt við í sjónvarpinu því árið 1983 var hann valinn til að skipa efsta sæti á lista Alþýðubandalagsins á Norður­ landi eystra. Þingmenn eldast illa Steingrímur hafði ekki setið á þingi lengi þegar viðtal birtist við hann í Helgarpóstinum þar sem hann sagði meðal ann­ ars að sér fyndist „þingmenn vera fljótir að verða gamlir og þreyttir. Þeir eldast illa. Þetta er ég mest smeykur við, og ég vona, að þingmennskan breyti mér ekki á þennan hátt.“ Nýir vindar blésu um þingsali en Steingrímur amaðist meðal annars við því að þingmenn þyrftu að vera í jakkafötum og með bindi á þingfundum. Frami Steingríms varð skjótur og árið 1988 varð hann landbúnaðar­ og sjávarútvegs­ ráðherra í vinstristjórn Stein­ gríms Hermannssonar. Hann beitti sér meðal annars fyrir stórauknum niðurgreiðslum til landbúnaðar og setti flugvelli út um landið á oddinn. Erfðaprinsinn Steingrímur var lengi álitinn erfðaprinsinn í Alþýðubanda­ laginu en þar var við lýði sú regla að enginn mátti sitja lengur sem formaður en átta ár. Þegar hyllti undir lok for­ mannstíðar Ólafs Ragnars Grímssonar blasti við að Steingrímur tæki við. Ýmsu flokksfólki þótti þó nóg um völd þess fámenna hóps sem öllu hafði stýrt og úr varð að Margrét Frímannsdóttir gaf kost á sér til formennsku og sigraði Steingrím með 53,5% atkvæða. Margrét hafði hug á sameiningu vinstriflokkanna og til varð þingflokkur Sam­ fylkingarinnar árið 1998. Vinstri græn Ýmsum róttækum vinstri­ mönnum mislíkaði samein­ ingin og þeir stofnuðu nýjan flokk, Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Þetta flokks­ brot úr Alþýðubandalaginu bauð fyrst fram árið 1999 með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar. Ætla má að saga íslenskrar vinstrihreyf­ ingar hefði orðið allt önnur hefði Steingrímur náð kjöri í formannskosningunum 1995. Vinstri grænum hafði vaxið fiskur um hrygg er nær dró alþingiskosning­ unum 2007, fylgið fór úr 8,8% í 14,3%. Þingmennirnir urðu níu en voru áður fimm. Það var svo loks 1. febrúar 2009 sem flokkurinn komst í ríkisstjórn undir forsæti Jó­ hönnu Sigurðardóttur. Stein­ grímur var fjármálaráð­ herra á árunum 2009–2011 og sjávarútvegs­ og landbún­ aðarráðherra og efnahags­ og viðskiptaráðherra 2011–2012. Þá var hann atvinnu­ og ný­ sköpunarráðherra 2012–2013. Það var engu líkara en hann hefði alla þræði í hendi sér í þeirri stjórn. VG á krossgötum Um miðjan febrúar 2013, þegar nær dró kosningum, sýndu kannanir að stefndi í fylgishrun VG. Þá boðaði Steingrímur til blaðamanna­ fundar og tilkynnti að hann myndi láta af formennsku á næsta flokksþingi. Katrín Jakobsdóttir tók við og Stein­ grímur lét lítið fyrir sér fara í kosningabaráttunni. Alls töpuðu Samfylkingin og VG 28% atkvæða frá kosningun­ um 2009 og aldrei áður höfðu stjórnarflokkar misst viðlíka fylgi. Tilkynningin um brott­ hvarf Steingríms úr stjórn­ málum nú þarf ekki að koma neinum á óvart. Síðustu ára­ tugi hefur embætti forseta Alþingis verið flestum enda­ stöð á póli tískum ferli og Steingrímur að mestu kosið undanfarið að halda sig utan við helstu átakamálin. Og segja má að flokkurinn standi á krossgötum nú þegar Stein­ grímur hverfur af sviðinu. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.