Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Side 27
Eins og með aðrar sögur er best að byrja á byrjuninni. Árið 1998 giftist
Paige Rob Dixon en hún hafði
áður verið gift en var barn
laus. Rob kom úr vel stæðri
fjölskyldu og kom vel fyrir.
Hjónin ákváðu að setjast að
í Grand Junction í Colorado.
Þar lifðu þau í vellystingum,
eignuðust þrjú börn saman og
lífið lék við þau – allavega til
að byrja með.
„Góði Rob“
og „slæmi Rob“
Þegar leið á hjónabandið varð
það stormasamt. „Það var
ólga í sambandi þeirra,“ sagði
saksóknarinn Dan Rubinstein
í samtali við Crime Watch
Daily um málið. „Hann hótaði
henni og kom með fullyrðing
ar sem leiddu til þess að fólk
varð áhyggjufullt.“
Frank Birgfeld, faðir Paige,
segir að hann hafi hugsað um
Rob sem tvær mismunandi
manneskjur, „góða Rob“ og
„slæma Rob“. Í byrjun sam
bandsins hafi „góði Rob“
ráðið ríkjum en þegar leið á
sambandið hafði „slæmi Rob“
tekið við stjórninni.
Í október árið 2004 hringdi
Paige í neyðarlínuna. „Eigin
maður minn og ég vorum að
rífast. Hann vill að börnin
verði hjá honum og hann
sagði að þegar ég kæmi heim
þá myndi ég finna þau öll
myrt,“ sagði Paige í símtal
inu. Lögreglan náði að leysa
úr málinu án allra afleiðinga
og Rob var ekki ákærður
þrátt fyrir grófar hótanir.
Ári seinna hringdi Paige
aftur í lögregluna og sagði
þá að Rob hafi beitt hana
líkamlegu ofbeldi. Í kjölfarið
lauk hjónabandi þeirra en þá
þurfti Paige að glíma við nýtt
vandamál, hún varð að finna
leið til að viðhalda lúxuslífi
sínu.
Fann æskuástina á ný
Faðir hennar segir að dóttir
hans hafi alltaf verið mik
ill frumkvöðull og að það
hafi sannað sig eftir að
hjónabandinu lauk. Eftir
skilnaðinn fór hún að kenna
dansnámskeið fyrir börn,
fór í söluferðir fyrir eld
húsáhaldafyrirtæki og seldi
brjóstagjafaslæður. „Hún
virtist hafa það fínt.“
Á sama tíma hafði Paige
hafið ástarsamband við Ron
Biegler, æskuástina sína og
fyrrverandi eiginmanni sín
um. Þau giftust skömmu eftir
útskrift en það entist ekki
lengi, þau héldu samt alltaf
í sambandi og nú byrjuðu
þau að hittast á ný. Ron bjó
í Denver og það voru því um
400 kílómetrar á milli þeirra
Paige.
Tvöfalt líf
Þann 28. júní árið 2007 hittust
Paige og Ron á miðri leið og
fóru í lautarferð saman. Um
kvöldmatarleytið settist Paige
upp í bílinn sinn og hélt heim
á leið. Venjulega tók ferðin
um 2 klukkutíma en þegar
klukkan fór að nálgast mið
nætti var Paige ekki enn þá
komin heim. Morguninn eftir
hringdi Ron í lögregluna sem
hóf rannsókn á hvarfi hennar.
Lögreglan byrjaði á því að
tala við nánustu aðstandendur
Paige. Ron Biegler var fljótt
strokaður út af listanum. Eftir
það beindi lögreglan sjónum
sínum að Rob Dixon en hann
var staddur langt frá fyrr
verandi eiginkonu sinni þegar
hún hvarf. Lögreglan ákvað
þá að skoða símayfirlitið hjá
Paige og komst þá að því að
hún lifði tvöföldu lífi.
Í ljós kom að Paige var
einnig í kynlífsvinnu. Hún
hélt uppi vændisfyrirtækinu
Models Inc. og var með marga
kúnna. Þetta kom fjölskyld
unni í opna skjöldu og hafði
Paige náð að fela þennan part
af lífi sínu einkar vel.
Þetta opnaði rannsókn lög
reglunnar afar mikið en gerði
hana þó ekki auðveldari. Með
þessari uppgötvun lágu fleiri
undir grun og ljóst var að
fleiri leyndarmál gætu komið
upp á yfirborðið.
Bíllinn fannst í
ljósum logum
Þremur dögum eftir að Pa
ige hvarf fannst bíll hennar
í ljósum logum á bílastæði.
Þrátt fyrir að öll sönnunar
gögn virtust í fyrstu vera
ónýt fann lögreglan nokkrar
vísbendingar. Til að mynda
var búið að færa bílstjóra
sætið alveg aftur, það var afar
furðulegt í ljósi þess að Paige
var frekar lágvaxin.
Lögreglukona sem var
svipuð Paige á hæð prófaði
að setjast í sætið en náði ekki
einu sinni niður á bensíngjöf
ina. Þá fann lögreglan einnig
skrifblokk sem Paige notaði
til að skipuleggja dagana
sína. Þessi skrifblokk var af
einhverri ástæðu ekki brennd
en hins vegar var búið að rífa
úr blaðsíðurnar fyrir síðustu
fjóra dagana. Eins fundust
persónulegir munir á víð og
dreif.
Karlmannshárkollur
og stinningarlyf
Lögreglan ákvað þá að leita
aftur í símayfirlitinu hjá
Paige. Þar sást að maður sem
kallaður var Jim hafði hringt
í Paige á meðan hún var í
lautarferðinni með Ron Biegl
er. Þá sást einnig að daginn
sem Paige týndist hafði þessi
Jim hringt alls fimm sinnum
í hana, þrisvar um daginn og
tvisvar um kvöldið.
Jim hafði notast við einnota
síma til að hringja í Paige og
var því erfitt fyrir lögregluna
að finna hann. Að lokum fann
lögreglan Jim sem hét réttu
nafni Lester Jones. Við nán
ari rannsókn komst lögreglan
SAKAMÁL
Máni Snær
Þorláksson
manisnaer@dv.is
að því að Jones vann rétt
hjá bílastæðinu þar sem bíll
Paige fannst í ljósum logum.
Jones hafði verið dæmdur
fyrir kynferðislegt ofbeldi og
mannrán á fyrrverandi eigin
konu sinni. Þá var hann einn
ig afar hávaxinn sem passaði
við það að bílstjórasætið í bíl
Paige var stillt í öftustu still
ingu.
Lögreglan yfirheyrði Jones
en það bar lítinn árangur. Á
meðan hann var í yfirheyrsl
unni leitaði lögreglan að
sönnunargögnum á vinnustað
hans. Þar fundust meðal ann
ars upplýsingar um brjósta
stærð og kynlífsvenjur hjá
konum í kynlífsvinnu, karl
mannshárkollur og mikið
af stinningarlyfjum. Einn
ig fannst bensíntankur sem,
samkvæmt yfirmanni Jones,
var ekki á réttum stað.
Jones neitaði þó að hafa gert
nokkurn skapaðan hlut. Þrátt
fyrir að allar leiðir lægju til
hans vantaði lögregluna eitt
afar stórt sönnunargagn.
Paige fannst aldrei og því
vissi enginn hvað hafði orðið
um hana í raun og veru, hvort
hún væri á lífi eða látin. Jones
var því að lokum látinn laus.
Lífstíðarfangelsi
Vorið 2012, tæpum fimm
árum eftir að Paige hvarf,
var göngumaður á ferð um
100 kílómetrum frá staðnum
þar sem persónulegu mun
irnir fundust á víð og dreif. Á
göngu sinni rakst maðurinn á
lík sem hafði rotnað nokkuð
mikið. Þetta reyndist vera
líkið af Paige Birgfeld.
Á líkinu var taulímband
yfir munni fórnarlambsins í
kringum kjálkann og alveg
aftur á hnakka. Þetta sýndi
að Paige var rænt áður en
hún var drepin. „Þú setur
ekki taulímband á mann
eskju sem er nú þegar látin,“
sagði Rubinstein saksóknari.
„Að lokum gátum við skorið
úr um að Lester Jones var
eina manneskjan sem gæti
hafa gert þetta,“ bætti hann
við en Jones hafði áður verið
ásakaður um mannrán.
Fjórum árum síðar var
dæmt í málinu en Jones slapp
við fangelsi, kviðdómurinn
var ekki sannfærður um sekt
hans. Rubinstein ákvað þó að
reyna að kæra Jones aftur
tveimur mánuðum síðar. Þá
tókst að sannfæra kviðdóm
inn um að Jones væri í raun
og veru sekur. Níu og hálfu
ári eftir að Paige hvarf var
Jones dæmdur í lífstíðarfang
elsi fyrir mannrán og morðið
á Paige Birgfeld. n
TVÖFALT LÍF PAIGE BIRGFELD
Paige Birgfeld, 34 ára, þriggja barna móðir virtist vera óskp venjuleg kona sem lifði
afar venjulegu lífi. Þegar hún hvarf kom hins vegar í ljós að hún lifði tvöföldu lífi.
Paige Birgfeld lifði tvöföldu lífi. Lester Jones var dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Bíllinn fannst í
ljósum logum.
FÓKUS 27DV 13. NÓVEMBER 2020