Fjölrit RALA - 10.06.1985, Page 24

Fjölrit RALA - 10.06.1985, Page 24
20 4.3.5 Lifeðlisfræðilegar rannsóknir Veruleg þörf verður ugglaust á lífeðlisfræðilegum rannsóknum í framtíðinni. Þær rannsóknir er rétt aö tengja sjúkdómarannsóknum náið, því að oft er skammt milli rannsókna á sviöi lífeðlisfræði, næringarfræði og sjúkdóma. 4.3.6 Fóðrunartilraunir Lokadómur um notagildi fóðurs fæst í fóðrunartilraunum, og verður því aó líta á þær sem nauðsynlegan lið i hráefnisrannsóknum. FÓórunartilraunir eru einnig nauðsynlegar þegar verið er aö vega og meta geymsluaðferðir á hráefni. Sérstaklega eru þó fóðrunartilraunir mikilvægar við þróun á fóðri sem er verulega frábrugðið því sem tíðkast hjá öörum þjóóum. 4.3.7 Tilraunir með vinnslu og geymslu Fóðurþörf loódýra er mjög misskipt yfir árió. Fiskafli er einnig mjög árstíðabundinn. Vandamáliö er að þessar árstíðasveiflur standast mjög illa á. Þegar loðdýraræktin vex umtalsvert umfram það sem nú er, verður knýjandi þörf á aö geyma hráefni um lengri eða skemmri tíma. Það er því mikið í mun fyrir loðdýraræktina aó finna geymsluaðferðir sem verja fóðrið skemmdum og eru auk þess ódýrar. Ýmsar nýjungar eru í uppsiglingu í geymslu og þvi nauðsyn á umtalsveröu átaki til aö finna þær aðferóir sem henta best. Sama spurningin mun einnig koma upp í tengslum við fiskeldi ef þar er hugur á að nota loðdýrafóður í einhverjum mæli. Liklegt má telja að sömu svörin gildi að verulegu leyti fyrir báðar greinar. 4.3.8 Framtiðarfóður Starfshópur um þróun islenskrar fóöurframleiöslu sem skipaður var af Rannsóknaráði rikisins (1) komst að þeirri niðurstöóu að magn sjávarfangs og sláturúrgangs, sem mætti nýta i loðdýrarækt sé eftirfarandi: Sjávarfang 550 000 tonn Sláturúrgangur 7 390 - - Af þessu er ljóst aó hlutfallslega mun meira fellur til af sjávarfangi en sláturúrgangi. I islensku loðdýrafóðri nú er u.þ.b. 70% fiskúrgangur og 5-10% sláturúrgangur.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.