Fjölrit RALA - 10.06.1985, Page 42

Fjölrit RALA - 10.06.1985, Page 42
38 6.4 Almennt heilbrigðiseftirlit og sjúkdómavarnir 6.4.1 Venjuleg loðdýrabú Almennt heilbrigðiseftirlit á loödýrabúum skal vera í höndum héraðsdýralækna eins og i öðrum búgreinum. Bændur beri sjálfir allan kostnað. 6.4.2 Sóttkviarbú, einangrunar- og kynbótabú, sæðingar- stöðvar og tilraunabú fyrir islenska refi. Eftirlit með þessum búum skal vera i höndum sérfróðs dýralæknis sem yfirdýralæknir felur sérstaklega aö takast þetta eftirlit á hendur. Viðkomandi skal hafa sem nánast samráó vió héraðsdýralækna i viðkomandi héruðum og starfa vió Tilraunastöðina á Keldum eóa i nánu samstarfi við hana. 6.4.3 Rannsóknir og leiðbeiningaþjónusta Við Tilraunastööina að Keldum hefur rannsóknum á sviði loðdýrasjúkdóma verið sinnt i vaxandi mæli á undanförnum árum. Með tilkomu sérstaks sóttkviarbús, einangrunar- og kynbótabúa og sæðinga mun umfang þessarar starfsemi aukast verulega. Efla þarf leiöbeiningaþjónustu á sviði sjúkdómavarna verulega. Ekki verður unnt aö sinna þessum verkefnum sem skyldi nema aó ráðinn verði dýralæknir að Tilraunastöðinni sem hafi eða afli sér sérþekkingar á sviói loðdýrasjúkdóma. Myndi það efla til muna þá starfsemi sem þegar fer fram að Keldum á sviði loödýrasjúkdóma. 6.4.4 Eftirlit með fóðurstöðvum og fóðurgerð Brýnt verkefni á sviði sjúkdómavarna er aukið eftirlit með fóóurgerð og fóðurstöövum. Hingað til hefur megináhersla verið lögð á eftirlit með efna- og orkuinni- haldi fóöurs en minna hugað aö eftirliti með hráefni og tilbúnu fóöri og eins eftirliti meö hreinlæti og fóðurgerð. Með bættri aðstöóu og mannafla við Tilraunastöðina aö Keldum á sviói loödýrasjúkdóma gæti slíkt eftirlit og rannsóknir sem því fylgja fallið undir þá starfsemi. 6.4.5 Takmarkanir á flutningi, lífdýrasölu o.fl. Líta verður á þaó svæói, sem hver fóðurstöö þjónar, sem eina heild. Komi upp alvarlegur smitsjúkdómur á loðdýrabúi innan ákveðins svæöis getur komið til greina að hneppa öll bú á svæðinu í sóttkví, banna flutning og sölu á lifdýrum til annarra svæóa og fyrirskipa bólusetningu allra lífdýra innan svæðisins eóa jafnvel niðurskurð.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.