Fjölrit RALA - 10.06.1985, Page 43

Fjölrit RALA - 10.06.1985, Page 43
39 7. VIÐAUKI I. Uppruni og erfðir (P.H.) 7.1 Fjallrefir (Alopex lagopus) Fjallrefir, eöa melrakkar, eins og forfeöur okkar kölluöu þá, eru útbreiddir allt i kringum Norður-Ishaf og á túndrum N-Ameriku og Evrasiu. Vist má telja, að á Norðurlöndum hafi þeir verið veiddir vegna skinnanna löngu áður en ísland byggðist (1) og væntanlega hefur hið sama einnig verið uppi á teningnum annars staðar á útbreiðslusvæði tegundarinnar. Menn veittu þvi eftirtekt, að skipta mátti fjallrefabelgjum i tvo meginhópa eftir lit, annars vegar hvita en hins vegar dökka. Á Islandi hafa dökku refirnir gjarnan verið nefndir "mórauóir", en á hinum Noröurlandamálunum og ensku eru þeir nefndir "bláir". Likleg skýring á "bláa" nafninu hefur verið nefnd sú, að fyrr á öldum hafi mjög dökkir hlutir gjarna verió nefndir bláir, ef þeir áttu sér hvita hliðstæóu, samanber "hvita" menn og "blámenn" (2). Enskumælandi menn hafa sennilega tekið i sina þjónustu beina þýóingu þessa nafns á mórauðum dýrum. 7.1.1 Uppruni ræktaðra dýra. Fjallrefir munu fyrst hafa verið teknir i eldi vegna skinnanna upp úr 1890, á Aleutaeyjum vió strönd Alaska, en sá siður breiddist siðan hratt út (3). Jafnframt héldu veiðar á villtum fjallrefum áfram vitt og breitt á útbreiöslusvæói þeirra, eins og þær gera reyndar enn. Norðmenn veittu þvi athygli á seinni hluta 3. áratugarins, að á skinnamarkaðnum reyndust ljós blárefaskinn frá norðurhérööum Kanada og frá Grænlandi verðmeiri en skinn blárefanna frá Alaska. Þeir fengu þvi norska sel- og hvalfangara til aó handsama refi á Grænlandi, Jan Mayen og Svalbarða og flytja með sér til Noregs, þar sem þeir voru notaðir til að kynbæta Alaskarefinn (4). Einhver dýr voru á þessum árum flutt frá Islandi til Noregs, en feldgæöi þeirra þóttu ekki mikil (4). Auk þess var útflutningur héðan eftirlitslaus, sem jók þau ekki i áliti meóal Norðmanna (3). Upprunaleg heimkynni norskra blárefa eru þvi fyrst og fremst Alaska, Grænland, Jan Mayen og Svalbarði, en dýr frá hinum þrem sióarnefndu svæðunum kölluðu Norðmenn einu nafni "pólarrefi". Það sem Norðmenn vildu fá fram við kynblöndun þessara refa, var að sameina ólika kosti Alaskarefa og "pólarrefa" (sjá töflu 7.1). Það tók Norðmenn 10-15 ár að fá fram "hreinan" stofn úr þessari blöndu, með þeim kostum, er upphaflega var sóst eftir. Sennilega væru þeir fljótari að sliku nú á dögum með kerfisbundnari ræktun en þá þekktist. Blárefirnir á Islandi eru af þessum stofni.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.