Fjölrit RALA - 10.06.1985, Page 45

Fjölrit RALA - 10.06.1985, Page 45
41 af hvorum lit. Pað er því ljóst, aö mikill breytileiki er í íslenska stofninum, en sá breytileiki er ókannaður. Islenskir refir hafa enga möguleika á að komast af sjálfsdáðum af landi brott (þótt refir geti borist hingað með is frá Grænlandi) og gætu ýmsar stökkbreytingar hafa komið fram hérlendis á þeim 10.000 árum, siðan stofninn einangraðist, en vikjandi eiginleikar, sem þannig hefóu orðið til, gætu hafa lifað i stofninum, án þess aö mikió bæri á. Tafla 7.2 Afbrigði blárefa, sem komið hafa fram við stökk- breytingu á loódýrabúum á Norðurlöndum (6). Nafn afbrigðis Ár (») Safir 1949 Blue shadow 1952-1953 Jotun/Blue star 1956-59 Haugen platinum 1971 Lapponia/Bothnia pearl 1974 Arctic blue 1974 Arctic pearl 1978 (#) Hér er átt við árið, sem talið er, að afbrigðið hafi fyrst komið fram - ekki árið, sem það kom fyrst á markað. 7.1.2 Erfðir. í 5. áratugi þessarar aldar voru gerðar nokkrar athuganir á erfðum hvitra og dökkra refa á loðdýrabúum á Noróurlöndunum (9,10) og leiddu þær í ljós, að litaerfðir (þ.e. hvort dýr er hvítt eða mórautt) dýranna fylgja einföldum mendelskum lögmálum og er dökki liturinn rikjandi, bæði meóal dýra frá Alaska og Grænlandi. Athugun á hlutfalli mórauðra og hvitra yrölinga á grenjum hérlendis, með hliðsjón af lit foreldranna, sýnir að þetta á einnig við um islensku tófuna (11). írið 1978 setti loódýradeild Sambands norrænna búvisindamanna (Nordiska Jordbruksforskares Förening, NJF) á laggirnar nefnd til að staðla flokkun erfðavisa hinna ýmsu litarafbrigða refa, sem þá voru i ræktun og höfðu komið fram vió stökkbreytingar. Lauk nefndin störfum árið 1981 (6) og er erfðatáknastaðall nefndarinnar sýndur i töflu 7.3. Hvernig islenskir refir, aö hvitum dýrum undanskildum, falla að norræna erfóatáknastaðlinum, er óvist.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.