Fjölrit RALA - 10.06.1985, Page 66

Fjölrit RALA - 10.06.1985, Page 66
62 14. VIÐAUKI VII. Leiðbeiningar um flutning og notkun á sláturafurðum og sláturúrganqi í loðdýrafoður (E.gT) Ástæóa er til að hvetja menn til varkárni í meóferð, dreifingu og notkun á sláturúrgangi vegna hættu á smitsjúkdómum svo sem rióuveiki, sullaveiki og ýmsum veiru- og bakteríusjúkdómum sem lagst geta á loðdýr, aðrar búfjártegundir og fólk. 1. Þegar sláturafuröir eru notaóar til loðdýrafóðurs má eingöngu nota afurðir af dýrum sem reynst hafa heilbrigð vió slátrun aó dómi viðkomandi kjötskoðunarlæknis. 2. Lxffæri og blóð úr heilbrigðum nautgripum og hrossum má taka í fóðurgerð vió öll sláturhús landsins, enda sé aðstaóa fullnægjandi. Or sauðfé má safna líffærum og blóði til fóðurgerðar í sláturhúsum sem eru utan rióusvæðanna. Söfnun þessara afurða má hvergi hefjast fyrr en upplýsingar liggja fyrir um útbreiðslu riðuveiki á slátursvæðinu og viðkomandi dýralæknir hefur samþykkt söfnunaraðstööuna. 3. Héraðsdýralæknir getur leyft að safnaó sé hráæti í loðdýrafóður frá sláturhúsum á riðusvæðum, enda sé þess gætt aö aldrei sé safnaö frá riðubæjum eöa grunsamlegum bæjum. Héraðsdýralæknir getur takmarkað söfnun líffæra eftir því hvert á að dreifa fóðrinu. 4. Hráæti frá slátrun alifugla og svína má ekki nota ósoðið í loðdýrafóður. 5. Við alla meðferð á sláturafurðum, sláturúrgangi og fóðri sem blandaö er slíku hráæti skal gæta þess aö öðrum dýrategundum stafi ekki hætta af. Það á við um flutning þess, flutningstæki, fóðurilát, geymslu og meðferó fóðursins, fóðurleifar og saur loðdýra sem fengió hafa slíkt fóóur. Hlíta skal fyrirmælum héraósdýralæknis um meðferð á úrgangi og saur frá loódýrabúum. Vió hiróingu á loðdýrum ber að nota sérstök hlífðarföt sem geymd eru i loðdýrahúsinu og nota þau ekki vió hirðingu á öðrum húsdýrum. 6. Þeir sem framleiða loðdýrafóður til sölu skulu fá samþykki viðkomandi héraósdýralæknis fyrir aðstöðu sinni til þess áóur en dreifing fóóurs hefst. I aóstöóunni felst m.a. heitt og kalt vatn, fullnægjandi aó gæðum og magni, fullnægjandi frárennsli, hreinlætisaðstaóa fyrir starfsfólk, kæli- og frysti- aóstaða og nægjanlegar geymslur fyrir hráefni og fóður, auk flutningsbúnaðar og útbúnaðar til þvotta og sótt- hreinsunar á áhöldum, búnaði og húsnæöi.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.