Fjölrit RALA - 20.11.1992, Page 33

Fjölrit RALA - 20.11.1992, Page 33
-29- Einkennistegund gróðursins í tilraunalandinu var gamburmosi (Racomitrium lanuginosum) sem þakti að meðaltali um 30% yfirborðs í öllum hólfum nema þungbeitta hólfinu. Aðalvaxtarstaður gamburmosans var efri hluti þúfna þar sem hann myndaði allstórar, samfelldar breiður á kollum þeirra og öxlum. Önnur mosategund sem var alláberandi í gróðrinum var Drepanocladus uncinatus en hann fannst í öllum reitum eins og gamburmosinn og náði 10% þekju í flestum hólfum (8. tafla). D. uncinatus óx í neðri hluta þúfna og í lægðum á milli þeirra. Grámosi (Racomitrium ericoides) náði nokkurri þekju, einkum í reitum í suðausturhluta tilraunalandsins þar sem jarðvegur grynnri og meláhrif meiri (L, FL og FÞ) (8. tafla). Grámosinn fannst aðallega í lægðum og neðri hluta þúfna. Mosinn Dicranum fuscescens var víða nokkuð áberandi, einkum innundir fjalldrapa í þúfum, en þekja þessarar mosategundar var ekki ákvörðuð á vettvangi. Meðalþekja fléttna í hólfum var á bilinu 11-20% (8. tafla). Mest kvað að fjallagrösum (Cetraria islandica) sem mynduðu smábrúska í þúfum. í lægðum bar hins vegar meira á mundagrösum (Cetraria deliseí) en þekja þeirra var ekki ákvörðuð. Nokkuð var um hreindýramosa ( Cladina arbuscula) á þúfunum og tegundina Ochrolechia frigida, sem myndaði litla hrúðurflekki á dauðum mosa, sinu og kvisti í þúfum. Af háplöntum gáfu runnar gróðurfarinu sterkastan svip en þekja þeirra í hólfum var að meðaltali á bilinu 10-25%. Þekja runnanna var minnst í Þ en mest í FL hólfi (8. tafla). Tvær tegundir skáru sig úr hvað þekju varðar en það voru fjalldrapi (Betula nana) og krækilyng (Empetrum hermafroditum) sem báðar voru með 5-10% þekju í flestum hólfum. Mun meira bar á fjalldrapanum sem myndaði allstóra brúska á og utan í þúfum. Krækilyngið óx hins vegar dreifðar og setti fremur lítinn svip á landið. Var það einkum að finna í miðhluta þúfna ofan lægða, gjaman í rofum. Af víðitegundum var mest um grasvíði (Salix herbacea) sem óx einkum í grónum lægðarbotnum og neðri hluta þúfna. Nokkuð var einnig um grávíði (Salix callicarpaea) einkum í reitum í suðausturhluta tilraunlandsins þar sem land var opnara en í norðvesturhlutanum. Grávíðirinn var mest í rofum í þúfum. Heildarþekja tvíkímblaða jurta var svipuð í öllum hólfum en hún var á bilinu 10-14% (8. tafla). Fáar tegundir í þessum plöntuhópi náðu þeirri þekju að þær settu svip á gróðurfar, en engin þeirra var með yfir 5% meðalþekju í hólfi. Mest var um brjóstagras (Thalictrum alpinum) og lambagras (Silene acaulis) en einnig náðu komsúra (Bistorta vivipara) og geldingahnappur (Armeria maritima) nokkurri þekju. Lambagras og geldingahnappur vora einkum ofan á þúfunum og utan í þeim, en komsúra og brjóstagras vora bæði á þúfum og niðri í lægðum þar sem þær vom í heldur meiri mæli. Grasleitur gróður (grös og hálfgrös) var ekki mjög áberandi í gróðurfari í tilraunalandinu. Samanlögð meðalþekja tegunda af þessum hópum var á bilinu 6-12% (8. tafla). Minnst var þekjan í FL en mest í Þ hólfi. Af 25 grasleitum tegundum sem skráðar vom í tilraunalandinu var aðeins stinnastör (Carex bigelowii) sem náði nokkurri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.