Fjölrit RALA - 20.11.1992, Qupperneq 64

Fjölrit RALA - 20.11.1992, Qupperneq 64
-60- lands í hólmum á Auðkúluheiði bendir til að við langvarandi beit geti jarðvegur rýmað af lífrænum efnum (Halldór Þorgeirsson 1982; Ingibjörg Svala Jónsdóttir 1984). Til að slíkar breytingar komi fram þurfa líklega aldir að líða fremur en áratugir. f tilraunalandinu á Auðkúluheiði reyndist jarðvegur ríkastur af kolefni og köfnunarefni þar sem beitarálag hafði verið mest, þ.e. í þungbeitta hólfinu. Gróður Niðurstöður þessara rannsókna sýna að nokkur breytileiki var í gróðurfari í tilraunalandinu og munur kom fram á milli hólfa. f ljós kom að þessi munur stóð í nánari tengslum við jarðvegsskilyrði í landinu en beitarsöguna á tilraunatímanum. Greinilegt var að umtalsverðar gróðurfarsbreytingar höfðu ekki átt sér stað í neinu hólfanna á tilraunatímanum. Beitin hafði þó haft merkjanleg áhrif á gróðurinn, einkum í þungbeitta hólfinu þar sem beitarálag var mesL Tegundafjölbreytni Gróðurlendið sem rannsakað var á Auðkúluheiði var, eins og fram hefur komið, mjög tegundaríkt, en 65 plöntutegundir fundust að meðaltali í hverjum reit (100 m^). Er það t.d. talsvert meiri tegundafjölbreytni en fram kom við sams konar gróðurmælingar í mýrum sunnanlands (Borgþór Magnússon 1987; Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon 1990a). Tegundafjöldinn á Auðkúluheiði er mun meiri en kemur fram í niðurstöðum rannsókna Svanhildar Jónsdóttur Svane (1963) á mosaþembugróðri hér á landi. Samkvæmt niðurstöðum hennar er mosaþemban tegundaríkust þar sem hún er blönduð lynggróðri. Tölur um tegundafjölda í mosaþembum til fjalla í Skotlandi (McVean 1964) eru mun lægri en tölumar frá Auðkúluheiði. Mjög lítill munur kom fram í tegundafjölda milli hólfa í þessari rannsókn og virðist áhrifa misþungrar beitar milli hólfa ekki gæta að marki eftir 13 ár. Samanburður milli paraðra reita benti þó til lítils háttar fækkunar háplöntutegunda en fjölgunar mosategunda með vaxandi beitarálagi. Ákveðin tilhneiging kom ekki fram í fléttum. Rannsóknir Halldórs Þorgeirssonar (1982) og Ingibjargar Svölu Jónsdóttur (1984) á Auðkúluheiði sýndu að mun meiri tegundafjölbreymi var í beitilandi en sambærilegu landi í friðuðum hólmum. Samkvæmt niðurstöðum Halldórs átti það jafnt við um háplöntur, mosa og fléttur. Búfjárbeit getur átt þátt í að viðhalda tegundafjölbreymi í gróðurlendi. í Bretlandi hafði friðun graslendis til fjalla fyrir sauðfjárbeit þau áhrif, að plöntutegundum fækkaði verulega á 7 árum. Hélt fækkunin áfram á næstu 16 árum, en hún var hægari (Welch og Rawes 1964; Rawes 1981). Rannsóknir á áhrifum stórgripabeitar á gróðurfar í högum hafa einnig sýnt að tegundafjöldi er yfirleitt meiri þar sem nokkur beit er, en þar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.