Fjölrit RALA - 20.11.1992, Qupperneq 65

Fjölrit RALA - 20.11.1992, Qupperneq 65
-61 - sem hún er lítil eða engin (Regnéll 1980; Edwards og Gillman 1987; Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon 1990a). Gróðurþekja Gróðurmælingamar á Auðkúluheiði hófust þegar sauðféð hafði verið um fjórar vikur á beit í tilrauninni. Það er því líklegt að beitin á þeim tíma hafi haft áhrif á niðurstöður þekjumælinganna, þannig að eftirsóttar tegundir sýndu lægri þekju en þeim bæri. Þessi áhrif eru ekki talin vera stórvægileg en til að draga úr þeim var byijað á mælingum þar sem beitin var mest Eins og fram hefur komið var talsverður munur á gróðurþekju milli hólfa sem átti rætur að rekja til áhrifa landgerðar og beitarinnar á tilraunatímanum. Landgerðin eða jarðvegsskilyrðin hafði greinilega áhrif á gróður í tilraunalandinu sem voru óháð beitinni á tilraunatímanum. Þannig reyndist stærð ógróins yfirborðs í hólfunum standa í mun sterkari tengslum við jarðvegsþykkt en beitarálagið. Ógróið yfirborð var mest í reitum í þeim hluta tilraunalandsins þar sem jarðvegur var grynnstur og ummerki um flagamyndun vegna frosthreyfinga í yfirborði mest Samanburður milli reita í aðlægum hólfum sýndi þó að ógróið yfirborð hafði oftar en ekki tilhneigingu til aukast með vaxandi beitarálagi (4. tafla). Mestur var munur milli FM og Þ hólfanna, en þekja ógróins yfirborðs jókst úr 4% í 13% milli þeirra. Það fer ekki á milli mála að ógróið yfirborð hefur aukist verulega í Þ hólfinu á tilraunatímanum (sbr. 3. mynd g). í rannsóknum Halldórs Þorgeirssonar (1982) og Ingibjargar Svölu Jónsdóttur (1984) á Auðkúluheiði kom fram að ógróið yfirborð var talsvert meira í beittu landi heldur en friðuðu. Ýmsar aðrar rannsóknir á beit búfjár og annarra grasbíta hafa sýnt að gróðurþekja getur tekið að rofna þar sem beitarþungi er mikill (td. Grant o.fl. 1985; Leader-Williams o.fl. 1987; Borgþór Magnússon 1987; Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon 1990a). Þegar litið er til einstakra tegunda og plöntuhópa var naumast hægt að merkja mun í þekju þeirra milli einstakra hólfa sem tengdist beitarálaginu á tilraunatímanum, ef undan er skilið Þ hólfið og aðlæg hólf. í Þ hólfinu rýmaði þekja gamburmosa {Racomitrium lanuginosum) verulega (8. tafla), eins og fram hefur komið, sem má án efa má rekja til traðks sauðfjárins. Þessi rýmun mosans á ríkan þátt í aukningu ógróins yfirborðs í hólfinu. Gamburmosi er berangursplanta sem yfirleitt nýtur góðs af beit þar sem skilyrði em hagstæð fyrir blómplöntur og getur hún átt ríkan þátt í að skapa og viðhalda mosaþembugróðri (Hörður Kristinsson 1979; Ágúst H. Bjamason 1979; Halldór Þorgeirsson 1982). í Þ hólfinu hefur beitarálagið hins vegar náð því stigi að vöxtur og endumýjun mosans hefur ekki haldist í hendur við skemmdir á honum sem beitin olli. Mosinn Drepanocladus uncinatus sem gekk gamburmosanum næst að þekju af mosategundum virðist ekki hafa látið undan í þungbeitta hólfinu en þar er um að ræða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.