Fjölrit RALA - 20.11.1992, Síða 67

Fjölrit RALA - 20.11.1992, Síða 67
-63- saman stofneinkenni og lífþyngd stinnastarar í M og Þ hólfinu sumarið 1984 og 1985. í ljós kom að þyngd ofanjarðarhluta (blöð og strá) var helmingi meiri í Þ hólfinu en M hólfinu (6,9 g og 3,3 g m"^) og átti það einnig við um jarðstöngla. Svipaðar niðurstöður fengust af Hnausheiði á Hrunamannaafrétti þar sem borið var saman afréttarland og lítið bitið, afgirt land. Mikið beitarþol stinnastarar á m.a. rætur sýnar að rekja til klónvaxtar hennar sem lýsir sér í því að við kynlausa vaxtaræxlun myndast á jarðstöngli nýr einstaklingur sem heldur tengslum við móðurplöntuna. Hver planta samanstendur því yfirleitt af fjölda, misgamalla og samtengdra einstaklinga. Elstu einstaklingamir missa með tímanum blöð sín en rótarkerfi þeirra getur haldið áfram að starfa og miðla allri plöntunni. Aðeins yngstu einstaklingamir ljóstillífa hins vegar og sjá eldri hlutum hennar fyrir kolvetnum. Verði einhver hluti plöntunnar fyrir áfalli, t.d. blaðskerðingu við beit, getur stuðningur borist ffá aðlægðum hlutum sem flýtir endurvexti (Ingibjörg Svala Jónsdóttir 1989, 1992). Klónvöxtur er mjög útbreiddur meðal plantna á norðurslóðum . Hann kemur sér vel fyrir plöntu sem vex við svalar aðstæður þar sem umsetning er hæg og næringarefni takmörkuð og misdreifð, og hættan á að verða bitin vofir yfir (Archer og Tieszen 1986). Það er eftirtektarvert að þær grasleitu tegundir, þ.e. túnvingull, stinnastör, hnappstör og þursaskegg, sem náðu mestri meðalþekju í tilraunalandinu á Auðkúluheiði (8. tafla) hafa allar klónvöxt. Af þessum tegundum, auk stinnastarar, var túnvingull talsvert bitinn en hann náði mestri meðalþekju í Þ hólfinu (8. tafla). Fremur lítill munur var á heildarþekju tvíkímblaða jurta milli hólfa, en mest var hún í Þ hólfinu (8. tafla). Þær tvíkímblaða jurtir, þ.e. geldingahnappur, komsúra, lambagras og brjóstagras, sem fundust í mestum mæli í tilraunalandinu eru allar fremur smágerðar. Allt eru þetta tegundir sem era mjög algengar á berangri eða þar sem gróðri er viðhaldið gisnum af beit, en þær verða undir í samkeppni við blaðríkari og hávaxnari tegundir. I rannsóknum Halldórs Þorgeirssonar (1982) á Auðkúluheiði kom fram að komsúra og brjóstagras voru í mun meiri mæli í beittu landi en friðuðu en geldingahnappur og lambagras komu aðeins fyrir þar sem beit var. Plöntuvalsathuganimar sýndu að sauðféð bítur lambagras og brjóstagras lítið sem ekkert, en hins vegar bítur það mikið bæði komsúra og geldingahnapp (14. mynd). Það er athyglisvert að þekja komsúra er mest í Þ hólfinu og verður að ætla að hún sé mjög beitarþolin tegund. Þegar gróðurmælingamar fóra fram á Auðkúluheiði höfðu þrjú hólfanna (FL, FM og FÞ) verið friðuð fyrir beit í nær 8 ár. Friðunin virðist ekki hafa haft afgerandi áhrif á gróðurþekju á þessum tíma þegar litið er til þeirra hólfa sem vora hóflega beitt á tilraunatímanum (L og M). Ekki verður séð að nokkur algeng tegund hafi tekið veralega við sér við friðunina. Það má þó benda á að þekja fjalldrapa var nokkra meiri í FL og FM hólfunum en í annars staðar og þá var þekja grávíðis mest í FL hólfinu (8. tafla). Hugsanlega á friðunin hér einhvem hlut að máli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.