Fjölrit RALA - 20.11.1992, Page 70

Fjölrit RALA - 20.11.1992, Page 70
-66- hvað bitið er. Þar sem fleiri en einni búfjártegund er beitt saman í haga er ekki hægt að nota aðferðina til að kanna plöntuval hverrar tegundar. í ágúst fundust ummerki um beit í nær öllum athugunarreitum í tilraunalandinu, er féð hafði gengið þar í mánaðartíma. Á þeim tíma hafði helmingur af liðlega sextíu háplöntutegundum, sem skráðar voru í beitilandinu verið bitinn. Þegar tekið er tillit til plöntusamsetningar í gróðurlendinu þá valdi féð hlutfallslega mest af grastegundum og því næst störum en minnst af runnkenndum tegundum. Talsverður munur kom fram í beit og plöntuvali milli hólfa, einkum milli L hólfsins og hinna hólfanna tveggja. Gera má ráð fyrir að í L hólfinu hafi framboð gróðurs og fjölbreytni verið mest Við slíkar aðstæður getur féð haldið sig við eftirsóttar tegundir. Rannsóknir hafa sýnt að plöntuval búfjár er mest þar sem gróður er fjölbreyttur og framboð mikið (Amold 1987) en úr því dregur með minnkandi framboði sem getur bæði stafað af auknum beitarþunga og dvínandi sprettu er líður á sumarið (Sigurður H. Magnússon og Borgþór Magnússon 1990). Þegar sneyðist um eftirsóttustu plöntutegundimar sækir féð í auknum mæli í tegundir sem em síðri til beitar. í niðurstöðunum frá Auðkúluheiði kom þetta m.a. fram í því að fleiri tegundir vora bitnar í M og Þ hólfum heldur en í L hólfinu (11. tafla). Það er athyglisvert að slíðrastör og smjörgras reyndust vera með hæsta beitartíðni í L hólfinu (17. mynd). Báðar fundust þær í mjög litlum mæli í gróðrinum og hafa án efa verið hverfandi hluti af fæðu fjárins. Af smjörgrasinu beit féð mest efri hluta stöngla þar sem blómin sitja. Smjörgras hefur verið talið lítið bitið af sauðfé (Ingvi Þorsteinsson 1980b), en það kom fram í svolitlum mæli í vambarsýnum úr sauðfé og hreindýram sem felld vora á heiðum á Austuriandi (Anna Guðrún Þórhallsdóttir 1981; Kristbjöm Egilsson 1983). Litlar heimildir er að finna um beit á slíðrastör, en blöð hennar geta minnt á stinnastör sem er yfirleitt miklu algengari í gróðri. Ekki er loku fyrir það skotið að slíðrastör slæðist með stinnastör í greiningum (sbr. Lye og Lauritzen 1975). Grávíðir gekk næstur slíðrastör og smjörgrasi að beitartíðni í L hólfinu en hann fannst þar í mun meiri mæli. Hefur hann sennilega verið nokkur hluti af fæðu fjárins í hólfinu. f rannsóknum á plöntuvali sauðfjár og hreindýra á Austurlandi kom í Ijós að grávíðir var meðal algengustu plöntutegunda í vambarsýnum beggja þessara tegunda að sumarlagi (Anna Guðrún Þórhallsdóttir 1981; Kristbjöm Egilsson 1983). Þessar niðurstöður benda til að grávíðir sé mjög mikilvæg beitarplanta fyrir sauðfé á afréttum hér á landi. í M og Þ hólfinu var lítið eða ekkert um þær þrjár tegundir sem vora eftirsóttastar í L hólfinu, sem stafar sennilega bæði af landgerðarmun og ofbeit á þeim. Þess í stað jókst beit á öðram tegundum og jafnframt fór féð að bíta tegundir sem ekki vora skráðar bitnar í L hólfinu (17. mynd). Eftirsóttustu tegundimar í M og Þ hólfinu reyndust vera blásveifgras, stinnastör, komsúra og geldingahnappur. Komið hefur fram við rannsóknir að stinnastör er mikið valin af sauðfé í högum (Ingvi Þorsteinsson 1964; Ingvi Þorsteinsson og Gunnar Ólafsson 1965a, 1967; Anna Guðrún Þórhallsdóttir 1981) og hún
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.