Fjölrit RALA - 20.11.1992, Page 71

Fjölrit RALA - 20.11.1992, Page 71
-67- var algengasta tegundin í vömb hreindýra, sem felld voru í sumarhögum (Kristbjöm Egilsson 1983). Stinnastör er sennilega mikilvægust beitarplantna fyrir sauðfé á afréttum hér á landi. Hún er mjög vel aðlöguð beit og þolir mikið beitarálag eins og komið hefur fram. Engar íslenskar heimildir er að finna um næringargildi stinnastarar hér á landi en samkvæmt sænskum rannsóknum þá virðist hún ekki skera sig úr öðram mikilvægum beitarplöntum hreindýra (Warenberg 1982). Rannsóknir hafa sýnt að sveifgrös eru mikið bitin af sauðfé í sumarhögum (Ingvi Þorsteinsson 1980b). Þau ná sjaldan mikilli þekju í gróðri og eru ekki stór hluti af fæðu sauðfjár eða hreindýra en finnast þar að jafnaði (Anna Guðrún Þórhallsdóttir 1981; Kristbjöm Egilsson 1983). Það vekur nokkra athygli hve mjög féð sækir í komsúru og geldingahnapp, en þessar tegundir hafa verið taldar meðal nokkuð bitinna tegunda af sauðfé í sumarhögum (Ingvi Þorsteinsson 1980b). Komsúra kom fram í talsverðum mæli í hálsopssýnum af ám sem beitt var á Hesthálsi og í SSkorradal í Borgarfirði (Ingvi Þorsteinsson og Gunnar Ólafsson 1967). Komsúra og geldingahnappur reyndust mjög algengar í sumarfæðu sauðfjár og hreindýra á heiðum austanlands og vom mikilvægustu beitarplöntumar af tvíkímblaða jurtum (Anna Guðrún Þórhallsdóttir 1981; Kristbjöm Egilsson 1983). Samkvæmt efnagreiningum virðist komsúra vera mjög rík af próteinum og steinefnum (Borgþór Magnússon 1987; Fóðurdeild Rala, óbirt gögn) sem kann að skýra ásókn fjárins í hana en upplýsingar liggja ekki fyrir um geldingahnapp. Báðar þessar tegundir em án efa mjög mikilvægar beitarplöntur fyrir sauðfé á heiðum og afréttum þar sem þær era mjög algengar. Aðrar tegundir sem talsvert vora bitnar í M og Þ hólfunum vora vallarsveifgras, fjallasveifgras, túnvingull, axhæra og fjalldrapi (17. mynd). Komið hefur fram í rannsóknum að túnvingull er mikið bitinn af sauðfé eins og sveifgrösin, en hærur era valdar í minni mæli (Ingvi Þorsteinsson 1964, 1980; Ingvi Þorsteinsson og Gunnar Ólafsson 1965a, 1967; Sigþrúður Jónsdóttir 1989). Það er eftirtektarvert hve mikið beitin eykst á fjalldrapa með vaxandi beitarálagi. f L hólfinu snerti féð hann ekki, en í M hólfinu var hann bitinn í 16% þeirra reita sem hann fannst í og 67% þeirra í Þ hólfinu (17. mynd). Þetta bendir til að fé sneiði að mestu hjá fjalldrapa meðan framboð er nægilegt af lostætari tegundum, en þegar gengur á þær fer það að bíta hann í auknum mæli. Fjalldrapi hefur samkvæmt rannsóknum verið talinn meðal tegunda sem era lítið bitnar af sauðfé (Ingvi Þorsteinsson 1980b) og kemur það heim og saman við niðurstöður Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur (1981). f sumar-, haust- og vetarfæðu hreindýra fannst fjalldrapi lítið sem ekkert, en hans varð helst vart í vorfæðu þeirra (Kristbjöm Egilsson 1983). Við efnarannsóknir hefur komið fram að meltanleiki fjalldrapa er mjög lágur en hann virðist ekki skera sig mjög úr öðram tegundum hvað snertir prótein- og steinefnainnihald (Ingvi Þorsteinsson og Gunnar Ólafsson 1965b, 1969; Borgþór Magnússon 1987). Erlendar rannsóknir benda til að hjá birkitegundum (Betulá) gegni vamarefni, einkum fenólsambönd, mikilvægu hlutverki gegn grasbítum, en þau geta dregið veralega úr meltanleika og haft áhrif á þrif. Hugsanlegt er að virkari vamarefni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.