Fjölrit RALA - 15.04.1996, Page 27
17
Túnrækt 1995
Hinn 12.10 voru blöðin á bekkmanníu orðin rauðbláleit, og skriðliðagrasið var einnig með
haustlit og lítið sprottið. Háliðagras var meira sprottið, Seida áberandi minnst, Lipex e.t.v.
aðeins meira en 4042, en munurinn var óverulegur.
Prófun stofna á markaði.
Hafnar voru tilraunir með samanburð stofna á markaði. Skrifað var til þeirra aðila sem
kunnugt var um að gætu átt stofna til prófunar. Boðið var upp á prófun á stofnum af ensku
rýgresi, hávingli, háliðagrasi og hvítsmára til túnræktar, og stofnum af hvaða tegund sem er til
sáningar í grasflatir. Töluvert framboð var af stofnum, nema af háliðagrasi. Þó var það einnig
tekið til prófunar, en í færri tilraunum og án gjaldtöku. Enn fremur var auglýst eftir stofnum til
sáningar í vegkanta, en án þess að krefjast gjalds fyrir (verkefni nr. 132-9309).
Sáning í tilraunir með samanburð á stofnum til túnræktar.
Sáð var til tilrauna með samanburð stofna af ensku rýgresi, hávingli og hvítsmára á tveimur
stöðum, Korpu og Sámsstöðum. Sáð verður tveimur nýjum tilraunum í hverjum samanburði
1996. í hverri tilraun eru 1 eða 2 stofnar sem voru valdir til samanburðar og því ekki tekið
gjald fyrir. Þremur stofnum af háliðagrasi og þeim tveim tegundum af grösum frá Magadan,
sem best höfðu reynst í tilraun nr. 736-94, var auk þess sáð í samanburðartilraun á Korpu. Sáð
var með sáðvél. Áburði var dreift um leið, um 670 kg/ha. Á Sámsstöðum og á grassáningar á
Korpu var notaður Græðir 5, 100 kg N/ha, og á smárasáningar á Korpu Græðir 1A, 80 kg
N/ha.
Niðurstöður úr smáratilraunum eru á bls. 41 í kaflanum um smára.
í öllum stofnatilraununum eru 3 samreitir.
Sámsstöðum
Sáð var 6. júní í nýunnið land á bökkum Þverár. Austan við tilraunirnar er rauðsmárasáning.
Hluti af tilraunalandinu hafði verið unninn áður. Gróðri var eytt með örgresislyfi og plægt að
miðju. Þar varð til hryggur. Sáð var þvert á hrygginn. Við skoðun kom í ljós, að sáðvélin hafði
farið á loft á hryggnum og ódrýgðist við það syðri reitaröðin um nálægt 1 m, þó ekki í
hvítsmáratilrauninni, en þar eru þó reitirnir nokkuð ójafnir. Sennilega hefur spírað illa vegna
þurrks. Enn fremur kom upp á hryggnum nokkuð af innlendum gróðri, grasi og elftingu, ekki
hafði tekist til fulls að eyða honum. Illgresi var að öðru leyti aðallega hjartaarfi í þeim hluta
stykkisins sem hafði verið unninn áður, og var það orðið nokkuð mikið þegar slegið var.
Reitastærð var um l,7x6,5m.
Tilraunirnar voru skoðaðar þrisvar. Hinn 13.7. var illgresi metið í grastilraununum og hve vel
hafði komið upp. Hinn 30.8. voru tilraunirnar orðnar töluvert sprottnar og þær voru slegnar og
rakað út af og þekja illgresis og smára metin í smáratilrauninni. Hinn 15.9. voru nokkrar
athuganir skráðar.