Fjölrit RALA - 15.04.1996, Side 32

Fjölrit RALA - 15.04.1996, Side 32
Túnrækt 1995 22 Reitir til samanburðar áfrœi með og án Waterworks. Þórhallur Sigurjónsson kom með fræ af tveimur stofnum sem hafði verið húðað með Waterworks. Það er rakadrægt efni og mun hugmyndin vera, að það eigi að tryggja nægan raka til spírunar. Fræið er vætt í jurtaolíu til að binda efnið. A 100 g af Cindy túnvingli voru notuð 6 g af sojaolíu og 8 g af Ww-dufti, en á 100 g af Julia vallarsveifgrasi 4 g af dufti og sama magn of olíu. Sáningu var frestað vegna vökvunar reita og votviðra, en þeim linnti ekki og 18.8. var sáð í 9 reiti við suðurjaðar flatargrasatilraunarinnar á Korpu, 2 reitum af hverju, þ.e. tveir stofnar með og án Ww, og einn aukareitur var af Julia án Ww. Skilyrði voru tæpast til að kostir aukinnar rakadrægni fengju að njóta sín. 5.9. Óhúðað Cindy er komið upp, um 2 sm. 8.9. Húðað Cindy er einnig spírað, en minna. Julia er einnig farin að spíra, um 1 sm, líklega mest á reitum með óhúðuðu fræi. í framhaldi af þessu var fræið sent til spírunarprófunar. Helstu niðurstöður eru, að húðaða fræið spíraði hægar, eftir 12 daga var töluverður munur á spírun, en munurinn hafði minnkað eftir 19 daga og var nær horfinn eftir 27 daga.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.