Fjölrit RALA - 15.04.1996, Page 57

Fjölrit RALA - 15.04.1996, Page 57
47 Kynbætur 1995 Erfðafræðilegur stöðugleiki vallarfoxgrass við mismunandi veðurfar og ræktun (132-9279) Markmið verkefnisins er tvíþætt. I fyrsta lagi að skýra áhrif mismunandi veðurfars og meðferðar á erfðafræðilega samsetningu og stöðugleika vallarfoxgrass og að meta vöxt og þroska einstakra arfgerða við þessi skilyrði. I öðru lagi að lýsa hugsanlegum breytingum á ræktunareiginleikum og erfðafræðilegri samsetningu vallarfoxgrass þegar fræ er ræktað við önnur skilyrði en þau sem stofninn er aðlagaður. Gerð hefur verið grein fyrir verkefninu áður (Jarðræktarrannsóknir 1993, bls. 43). Sumarið 1995 var fylgt áætlun um mat á ýmsum eiginleikum plantnanna. Skráðar voru einkunnir fyrir vorvöxt, vaxtarlag, strámagn og sjúkdóma. Einnig var metin uppskera tvívegis og allt klippt. Skriðdagur fyrir fyrri slátt skráður. Mikil afföll eru í tilrauninni og illgresi eða annað gras nokkuð mikið. Einnig komu fram skemmdir af völdum bakteríunnar Xanthomonas graminis. Af þeim 2100 einstaklingum, sem í upphafi var plantað út, verða tæplega 1000 metnir 1996. Kynbætur á háliðagrasi (132-9945) Sumarið 1994 hófust kynbætur á háliðagrasi. Farið var á 100 bæi víðsvegar á landinu og um 2000 plöntum safnað. f flestum tilvikum var safnað úr túnum sem eru eldri en 30 ára til að tryggja að grösin hefðu sannað lífsþrótt sinn við íslenskar aðstæður. Fyrsta veturinn voru plönturnar í gróðurhúsi, en vorið 1995 var hverri plöntu skipt í þrennt og plantað út í samanburðartilraun í þremur endurtekningum. í hverri endurtekningu eru 1500 plöntur. Að samanburði loknum verða valdar út plöntur til að mynda grunn að íslenskum stofni af háliðagrasi. Verkefnið er styrkt af Norræna genbankanum. Lýsing á vallarfoxgrasstofnum varðveittum hjá norræna genbankanum (132-9944) Markmið verkefnisins er að afla ýmissa grunnupplýsinga til þess að unnt sé að lýsa betur erfðaefni sem varðveitt er í Norræna genbankanum (NGB), auk þess sem ræktunareiginleikar eru metnir. Alls eru í samanburðinum um 370 vallarfoxgrasstofnar frá NGB auk nokkurra viðmiðunarstofna. Plantað var út í júní 1994. Endurtekningar eru tvær, sjö plöntur í hvorri. Sumarið 1995 fór fram mat á ýmsum eiginleikum stofnanna. Vorvöxtur var metin 29.5. 6.-8. júlí voru gefnar einkunnir fyrir uppskeru, vaxtarlag, sprotamagn, hæð o.fl. Einnig var skráður skriðdagur. Að mati loknu voru allar plönturnar klipptar. 23.-24. ágúst var metin uppskera, sprotamyndun o.fl. og plönturnar síðan klipptar aftur. Að lokum var gefin einkunn fyrir haustvöxt. Úrvinnsla fer öll fram hjá Norræna genbankanum og eru öll gögn send þangað. Matið verður endurtekið sumarið 1996.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.