Fjölrit RALA - 15.04.1996, Page 68

Fjölrit RALA - 15.04.1996, Page 68
Korn 1995 58 Reitur er talinn skriðinn, þegar sér í legg milli stoðblaðs og punts á helmingi frumsprota. Taldir eru dagar frá 30. júní. Þurrefnishlutfall, þúsundkornaþungi og rúmþyngd korns er allt mælikvarði á þroska. Brot var metið á velli eftir kvarðanum 0-3, þannig að óskemmdir reitir fengu einkunnina 0, en einkunnin 3 þýddi, að allt væri í rúst. Nituráburður á korn í hverri tilraun var áburðarliður, þar sem staðalafbrigðin fengu aukalega sem svarar 30 kg N/ha í Kjarna. Samanburður á áburðarliðum sýndi, hvernig tekist hafði til, þegar áburður var áætlaður á einstakar tilraunir. Staðalafbrigðin voru Mari og Olsok, eins og áður segir. Það síðarnefnda varð fyrir miklum áföllum í veðrum, eins og önnur sexraða afbrigði. í þessari töflu eru því einungis tölur um Mari. Hlutfall koms af heild er mælikvarði á þroska kornsins. Hæð er mæld á kornbindi. Um fjölda samreita og staðalfrávik vísast í töflur hér á undan. Staðal- Uppsk. þe. hkg/ha Korn af heild, % Hæð, sm áburður +30N staðal auki +30N staðal auki +30N staðal auki Voðmúlastöðum 50N 23,7 18,8 4,9 32,4 32,1 0,3 61 58 3 Vindheimum 100N 28,2 24,6 3,6 39,9 40,7 -0,8 51 43 8 Vestri-Reyni 40N 19,9 21,0 -1,1 36,4 34,6 1,8 59 58 1 Miðgerði 105N 27,1 21,4 5,7 35,5 39,5 -4,0 61 57 4 Selparti 100N 28,9 23,5 5,4 36,5 39,5 -3,0 61 58 3 Húsatóftum 50N 17,1 12,8 4,3 29,9 33,0 -3,1 67 65 2 Korpu 50N 18,2 15,5 2,7 23,0 25,6 -2,6 71 71 0 Þorvaldseyri 70N 29,6 27,3 2,3 36,1 39,9 -3,8 66 62 4 Birtingaholti 100N 19,2 19,5 -0,3 26,0 26,6 -0,6 69 66 3 Páfastöðum 60N 10,1 9,3 0,8 17,8 19,4 -1,4 70 71 -1 Lágafelli 30N 5,8 6,8 -1,0 23,9 24,1 -0,2 57 51 6 Ósi 100N 14,0 14,0 0,0 28,9 27,6 1,3 64 61 3 Tilraunastöðunum er hér skipt í þrjá flokka. í fyrsta flokki virðist sem land hefði þolað meiri áburð en notaður var. Þar svarar kornið vel auknum áburði og viðbótarskammturinn flýtir þroska eða seinkar honum óverulega. í öðrum flokki virðist áburður hafa verið nokkum veginn við hæfi; aukaáburðurinn eykur uppskeru að vísu en seinkar þroska verulega. I þriðja og síðasta flokknum eru svo tilraunir, sem urðu fyrir áföllum, sem virðast hafa skekkt niðurstöður eða náðu ekki þroska af öðmm orsökum. I Birtingaholti var það veðrið mikla 30. september, sem lét jafnvel Mari ekki ósnortið. Á Páfastöðum var Mari enn algrænt við uppskeru og lítið farið að safna í korn. Á Ósi og Lágafelli fór sáningin mjög illa eins og áður er sagt. Hér má svo minna á þumalfingursregluna, sem segir, að mælist Mari lægra en 65 sm á velli (60 sm mælt á bindi eins og hér er gert), mætti áburður vera meiri. Eftir þeirri viðmiðun hefur staðaláburðarskammtur verið full lítill á þeim fimm stöðum, sem efstir eru í töflunni. J

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.