Fjölrit RALA - 20.04.1999, Page 37

Fjölrit RALA - 20.04.1999, Page 37
29 Smári 1998 Hagnýting belgjurta (132-9360) Árið 1998 fékkst styrkur frá Rannsóknasjóði íslands til rannsókna á hagnýtingu belgjurta til fóðurs og iðnaðar. Verkefnið er tvíþætt: Annars vegar eru ræktunartilraunir með smára á Korpu og Hvanneyri; tilraunir með einærar belgjurtir, ræktun rauðsmára hjá bændum og beitartilraun með hvítsmára á Hvanneyri. Hins vegar eru tilraunir með lúpínu, kynbætur lúpínu, ýmsar ræktunartilraunir og mælingar á uppskeru í gömlum lúpínubreiðum. Þær tilraunir með smára, sem áður féllu undir verkefni 132-1049, falla nú undir þetta verkefni. Tilraun nr. 724-96. Rauðsmári, svarðarnautar og nituráburður, Korpu. Markmiðið með tilrauninni er að finna heppilega svarðamauta fyrir rauðsmára og kanna áhrif mismunandi niturskammta á uppskeru og endingu smárans í sverðinum. Auk þess er íslenskur rauðsmárastofn, Sámsstaðir, borinn saman við Betty (ferlitna Bjursele). Áburður við sáningu var 50 kg N/ha í Græði la. Svarðamautar era Adda vallarfoxgras; FuRa 9001 rýgresi og Salten hávingull. Áburðarskammtar era 0, 50 eða 100 kg N/ha. Rýgresið drapst allt veturinn 1998 og falla þeir reitir úr tilrauninni. Tilraunaskipulag er með deildum reitum. Áburðarskammtar era á stórreitum og sáðblöndur á smáreitum. Endurtekningar 3. Borið var á 18.5. 60 kg P, 83 kg K og 0, 50 eða 100 kg N/ha. Slegið var 3. júlí og 10. ágúst. Uppskera þe., hkg/ha Gras og smári Smári Hlutfall smára af heild, % 0N 50N 100N Mt. 0N 50N 100N Mt. 0N 50N 100N Mt. Betty-Adda 37,4 54,7 53,1 48,4 17,8 11,5 4,6 11,3 44 21 9 25 Sámsstaðir-Adda 34,8 52,4 57,0 48,1 12,9 10,7 5,9 9,8 37 20 10 23 Betty-Salten 61,5 73,0 74,0 69,5 13,4 7,7 8,3 9,8 22 11 11 15 Sámsstaðir-Salten 58,7 66,1 69,9 64,9 13,9 8,0 6,7 9,5 24 12 10 15 Meðaltal 48,1 61,6 63,5 14,5 9,5 6,4 32 16 10 Frítölur Á stórreitum 4 3,60 Ásmáreitum 18 6,15 Staðalfrávik 4,85 3,96 8,2 5,5 Tilraun nr. 762-96. Fosfór og kalí á rauðsmára, Korpu. Markmiðið með tilrauninni er að finna áburðarþörf rauðsmára í blöndu með vallarfoxgrasi. Vorið 1996 var sáð í 72 reiti af rauðsmára, Bjursele, í blöndu með Öddu vallarfoxgrasi. Áburður við sáningu var 50 kg N/ha í Græði la. Tilraunin hófst 1997. Áburðarliðir era 12 (0N, 50N, 100N)x(20P, 40P)x(30K, 70K) og sláttumeðferð tvenns konar á stórreitum. Annars vegar er tvíslegið, við skrið á vallarfoxgrasi og aftur í ágúst. Hins vegar er slegið einu sinni, um 3 vikum eftir skrið. Borið var á 15. maí og slegið annars vegar 26. júní og 13. ágúst, hins vegar 20. júlí. Mikið illgresi kom í þann hluta tilraunarinnar, sem tvísleginn er. Uppskerutölumar era birtar hér, þótt segja megi að þessir reitir séu ónýtir. Uppskeran er afar rýr og illgresi var 16-21%, minnst í reitum sem fengu ekkert nitur.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.