Fjölrit RALA - 20.04.1999, Page 55

Fjölrit RALA - 20.04.1999, Page 55
47 Landgræðsla 1998 Erfðavistfræði íslenskra belgjurta (132-9224) Markmiðið er að kanna, hvort unnt er að nýta íslenskar belgjurtategundir til landgræðslu og jafnvel í landbúnaði (sjá nánar Jarðræktarrannsóknir 1993, bls 42). Tilraunir frá 1994 og 1996 voru metnar þrisvar sumarið 1998. Matið fór fram með sama hætti og árið 1996 (sjá nánar Jarðræktarrannsóknir 1996, bls 39). Fræuppskera umfeðmings var mæld í lok september í báðum tilraununum á Geitasandi. Lokaúrvinnsla verkefnisins fór fram veturinn 1998-99 og er verkefninu nú formlega lokið. Niðurstöður úr samanburðartilraunum verða birtar á öðrum vettvangi, en grein um söfnun íslensku belgjurtanna árin 1992-1994 hefur þegar birst í Búvísindum 11,1997:9-27. Nýjar aðferðir við uppgræðslu (132-1139) Sem undanfarin 10 ár var eftirverkun nokkurra áburðargerða svo og áhrif af mismunandi útburðaraðferðum mæld í tveimur tilraunum í nágrenni Gunnarsholts. Melgresi (132-1174) Línum af dúnmel er haldið við og einnig tveimur línum af melgresi. Önnur þeirra er melgresi með stutt strá og góða fræsetu. Þessar línur hafa verið notaðar í kynbótaverkefni. Fræuppskera af dúnmel. Dúnmelurinn er að langmstu leyti línan A499 en dálítið er einnig af öðrum línum, mest A510, sem báðar eru upprunnar frá Alaska. Fræuppskera er lítil en fer vaxandi ár frá ári. Nú fékkst í fyrsta sinn fræ úr Sandgilju en það er stærsti reiturinn. Reitimir á Geitasandi em litlir. Lífrænn úrgangur til landgræðslu (132-9303) Lagðar vom út tvær tilraunir 1995 þar sem áburðargildi lífræns úrgangs á ógrónu landi er mælt. Uppskera var mæld haustin 1995-1998. Lokamæling verður gerð sumarið 1999.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.