Fjölrit RALA - 20.04.1999, Page 59

Fjölrit RALA - 20.04.1999, Page 59
51 Kynbætur 1998 Kynbætur á háliðagrasi (132-9945) Sumarið 1995 var 1500 arfgerðum af háliðagrasi plantað út í þremur endurtekningum. Þessum plöntum var gefin einkunn fyrir ýmsa eiginleika árin 1996-1997. Á grunni þessa mats vom 84 arfgerðir valdar til fræræktar og frekari skoðunar. Vorið 1998 var hverri plöntu skipt og öðrum helmingnum plantað í frætökureiti á Geitasandi, en hinum í hnausasafn á Korpu til frekari skoðunar. Þrjár blokkir eru á hvorum stað líkt og var í stóra safninu. Verkefnið er styrkt af Norræna genbankanum. Hagnýting belgjurta (132-9360) Kynbætur alaskalúpínu Stór liður í verkefninu „Hagnýting belgjurta til fóðurs og iðnaðar“ er kynbætur lúpínu. Við það hefur Eggert Freyr Guðjónsson aðallega unnið. Markmiðið er að fá fram með kynbótum línur af alaskalúpínu, sem innihalda minna af beiskjuefnum en villtar plöntur, þannig að lúpínan henti til fóðurs. Kynbætumar hófust með styrk frá Rannís og fleirum árið 1996 og koma inn í þetta verkefni 1998, þegar allar belgjurtarannsóknar em settar undir eitt verkefni. Víxlanir og úrval Víxlanir milli Lupinus nootkatensis (N) og L. polyphyllus (P). í vor var F3 sáð í gróðurhúsi á Korpu. Hluta plantna var plantað út til að athuga vetrarþol og til að athuga hvort fjölga megi þeim utandyra. Hluti var ræktaður inni og var fræi safnað af sjálffrjóvga plöntum. Plöntur vom metnar með tilliti til útlits. Þær em famar að vera breytilegri í útliti en fyrri kynslóðir og einkenni foreldraplantna farin að greinast. Allar plöntumar vora mældar með Dragendorf aðferð og fundust 20 einstaklingar úr 7 mismunandi víxlunum sem ekki gáfu svömn fyrir beiskjuefnum. Sýni hafa verið tekin til frekari mælinga. Safnað var fræi af einstaklingum sem sáð var í vor og einnig af þeim sem sáð var í fyrra. Gerðar vora nýjar víxlanir milli áhugaverðra afbrigða af L. nootkatensis (N) og L. polyphyllus (P) úr Alaskasafni Óla Vals Hanssonar. Víxlanir á milli mismunandi L. polyphyllus afbrigða. Gerðar vom víxlanir milli sætra afbrigða af L. polyphyllus og lúpína sem Óli Valur Hansson kom með frá Alaska. Fá fræ fengust. Plöntur úr víxlunum frá í fyrra hafa enn ekki blómstrað. Þær hafa allar mælst beiskar. Ekki er hægt að gera ráð fyrir aðgreiningu og birtingu víkjandi gena fyrr en hjá F3 til F3. Allir aðgreinanlegir stofnar L. polyphyllus vom metnir. Víxlanir og val á L. nootkatensis (N). Hluti afkomendaplantna, sem valdar vom haustið 1996, blómstmðu fyrst í ár. Safnað var fræi af þessum plöntum. Fræi þeirra plantna, sem blómstmðu strax á fyrsta ári, var sáð og plantað út, einnig náðist fræ af nokkmm þeirra. Allar plöntur vom metnar samkvæmt kynbótamati og sýni tekin til mælinga. Greindir hafa verið ýmsir eiginleikar sem era hagstæðir fyrir ræktunarplöntu og virðast arfgengir. Dæmi um þetta er lækkað beiskjuefnainnihald og góð fræfesta. Fundist hafa tvö ný litarafbrigði og er byrjað að fjölga plöntum af þeim litarafbrigðum sem komin vom áður. Ekki vom gerðar víxlanir á L. nootkatensis „Melu“ innan afbrigðisins en plöntumar pokaðar til sjálffrjóvgunar. Haldið var áfram að velja plöntur í akri og skrá.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.