Fjölrit RALA - 15.09.2001, Page 26

Fjölrit RALA - 15.09.2001, Page 26
Jarðvegur 2000 18 Niturlosun úr lífrænum efnum (132-9387) Verkefni þetta fór af stað vorið 2000 og er styrkt af Framleiðnisjóði. Annars vegar er um að ræða losun koleínis og niturs úr tveimur jarðvegsgerðum með og án bygghálms. Hins vegar er samnorrænt verkefhi þar sem á að greina eiginleika plöntuleifa með tilliti til niðurbrots og niturlosunar í jarðvegi. Losun kolefnis og niturs úr tveimur jarðvegsgerðum með og án bygghálms 1. áfangi: Jarðvegur var tekinn úr tveimur komræktarspildum á mel og á mýraijarðvegi á tilraunastöðinni Korpu vorið 2000. Einnig var safnað hálmi á Korpu af velþroskuðu byggi. Losun C og N úr jarðvegi með og án bygghálms við 15°C og vökvun að 60% af vatnsheldni jarðvegs var mæld 8 sinnum á 117 daga tímabili frá byijun júní til októberloka. 2. áfangi: í byijun október hófust nýjar mælingar með minna af hálmi en áður en við sömu aðstæður. Á 117 daga tímabili mælinganna í fyrri umferð hafði hálmurinn þau áhrif að allt það N, sem losnaði úr jarðveginum án hálms, var bundið í jarðvegi fyrir áhrif hálmsins og engin endurlosun mældist í 117 daga. Þetta jafngildir því að vinnsla hálms í jarðveg leiði til aukinnar áburðarþarfar eins og reyndar er þekkt, en það sem kemur á óvart er hvað mikið nitur binst og hversu lengi. Hálmmagnið í fýrri mælingaumferðinni var eins og fyrirhugað er í norræna hluta verkefnisins. Áhrif hálms í jarðvegi á losun niturs í jarðvegi. Ólíffænt N (ammóníum og nítrat-N = Nmin) í jarðvegi með og án bygghálms. Jarðvegur úr efstu 30 sm í komræktarspildum á mel og ffamræstri mýri á Korpu. Sýni tekin vorið 2000. íblöndun hálms í jarðveg: 14 g hálmur/dm3 í meljarðveg, 50 g í mýrarjarðveg. Með tilliti til þess hvað íblöndun hálms hafði langvarandi áhrif á bindingu N í íslenska jarðveginum þótti ástæða til þess að mæla áhrif minna magns af bygghálmi á niturlosun í jarðvegi.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.