Fjölrit RALA - 15.09.2001, Side 28

Fjölrit RALA - 15.09.2001, Side 28
Jarðvegur 2000 20 Niturlosun í jarðvegi og áburðarleiðbeiningar. Einfalt líkan af niturupptöku úr jarðvegi og áburði. Frumdrög að líkani af niturupptöku verða unnin úr tveimur tilraunum með N-áburð í byggræktun sem gerðar voru sumarið 2000 á Korpu. Jarðvegsýni voru tekin af tilraunalandinu sama dag og sáð var, 18. april 2000. Sýnin voru tekin úr 0-30, 30-60 og 60-90 sm dýpt. Ólíffænt N (Nmin) var mælt í sýnunum og rúmþyngd jarðvegs mæld. Uppskerumælingar liggja fyrir og mælingar á N í komi og hálmi. Niðurstöðumar verða nýttar með niðurstöðum tilrauna sem ráðgerðar em árið 2001 sem hluti af komræktartilraunum (132- 9251). Ætlimin er að taka árlega jarðvegssýni úr komræktarspildum hjá bændum og hefst söfnun jarðvegssýna hjá bændum haustið 2001. Mælt verður ólífrænt N (Nmin) og er hugmyndin að þær rannsóknir verði árlega í mismunandi jarðvegsgerðum og stöðum. Auk þess verða gerða tilraunir með nituráburð í byggrækt á Korpu og fleiri stöðum. Greining á eiginleikum plöntuleifa með tilliti til niðurbrots og niturlosunar í jarðvegi. Samnorrænt verkefni (NKJ) Þátttakendur em á Norðurlöndunum fimm, við landbúnaðarháskólana í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og við rannsóknamiðstöðina í Jokioinen í Finnlandi, auk Rala. Safnað var á þriðja hundrað sýnum alls af ýmsum tegundum nytjajurta við mismunandi ræktrmaraðstæður. Valin vom sýni fyrir hvert land með sem mestum, og að einhveiju marki óháðum, breytileika í próteini og ffumveggjum (NDF trénismæling). Stuðst var við NIRR- mælingar (litrófsgreinigum með innrauðu ljósi) við valið. Myndin sýnir hráprótein [Rp(NIR)] og tréni [NDF(NIR)] í plöntuleifasýnum sem valin vom til mælinga á C og N losun. Eftirfarandi íslenskar plöntutegundir urðu fyrir valinu alaskalúpína, kartöflugras, vallarsveif- gras, haffar og bygg. Auk þess völdust til mælinga hér á landi gul lúpína og hvítsmári ffá Noregi, sykurrófublöð ffá Danmörku og til samanburðar milli landa er mælt vallarfoxgras ffá Svíþjóð.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.