Fjölrit RALA - 15.06.2002, Page 27

Fjölrit RALA - 15.06.2002, Page 27
19 Jarðvegur 2001 Seinni lota mælinga hófst 16. janúar 2002 og er ráðgert að hún standi til 21. ágúst. Niðurbrot eftir 77 daga var mest í gulrófublöðum, rauðsmára og rýgresi og minnst var niðurbrotið í háliðagras, sjá mynd hér að neðan. C frá plöntuleifum mg C a kg jarðvegs Dagar Kolefnislosun við niðurbrot plöntuleifa í jarðvegi við J5°C og vatnsmagn sem svarar til 18,8 % afþurrum jarðvegi (pF 2,0). Mœlingar 2002. Mælingum á N er aðeins lokið úr sýnum úr fyrstu 80 dögum fyrri lotu mælinga. Þar kemur fram sá mikli munur sem er á umsetningu plöntuleifa í jarðvegi eftir tegundum og þroska plantna þegar þær eru plægðar niður, sjá töflu að neðan. Losunin fylgir veldisferl, þar sem strax eftir 10 daga sést hvert stefnir. Þá er hvítsmárinn kominn í 10 kg N/t og haffar í -4 kg N/t. Bygghálmur, hafragras, gul lúpina og vallarsveifgras hafa bundist N í jarðvegi. Losun úr plöntuleifum eftir 80 daga, kg N/t plöntuleifa Hvítsmári 19,4 Kartöflur 8,6 Alaskalúpína 7,2 Sykurrófublöð 4,4 Vallarfoxgras 0,0 Gul lúpína -2,2 Bygghálmur -2,6 Vallarsveifgras -4,1 Hafrar -6,5 Síðasti áfangi mælinga eru tilraunir í ökrum þar sem fylgst verður með niðurbroti plöntuleifa í jarðvegi með svonefhdri netpokaaðferð (litter bag). Þær verða í öllum þátttökulöndunum 5 með sömu plöntuleifum: olíurepju, ertu, sumarrýgresi og gulrótarblöðum. Hér hófst tilraunin 26. nóvember 2001 með því að netpokum með plöntuleifunum var komið fyrir í opnu landi í 10 cm dýpt. Alls voru grafnir niður 108 pokar (4 gerðir plöntuleifa, 9 sýnitökutímar og 3 endurtekningar). Fyrstu sýni voru tekin upp 14. desember og eftir að frost verður farið úr jörð vorið 2002 verða sýni tekin 8 sinnum fram undir vetur. Mælt verður kolefni og nítur í plöntuleifunum.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.