Fjölrit RALA - 15.06.2002, Side 57

Fjölrit RALA - 15.06.2002, Side 57
49 Fræ/Skaðvaldar 2001 Frærannsóknir (161-1105) Gæðaprófanir á sáðvöru voru með hefðbundnum hætti á Möðruvöllum. Prófanir eru til þess að votta spírunarhæfni og hreinleika sáðvöru sem framleidd er hér á landi og ætluð er til sölu. Einnig kemur til prófimar innflutt sáðvara sem hefur úrelt gæðavottorð. Verkun víðifræs (132-9356) Unnið var við rannsóknarverkefni í samvinnu við Rannsóknastöð skógræktar ríkisins að Mógilsá og Landgræðslu ríkisins, þar sem markmiðið er að nýta innlendan víði í landgræðslu. Hlutur RALA er að finna aðferðir til að safna, verka og geyma víðiffæ í meira en eitt ár. Víðifræi var safnað af Suðurlandi og nokkrar verkunartilraunir gerðar á því. Árangur var góður og ljóst er að hægt er að safha, verka og geyma víðifræ í a.m.k. 1 ár. Frærækt fyrir Norræna genbankann (132-9907) Á undanfömum árum hefur jarðræktardeild séð um endumýjun á nokkrum grasstofnum sem em í vörslu Norræna genbankans (NGB). í ár vom settir í frætökureiti hnausar af 9 grasstofnum, sem em í vörslu genbankans. Það em 5 stofnar af vallarsveifgrasi, 3 af túnvingli og 1 beringspuntsstofir. Vemlega var vandað til verksins, gróðursettir um 180 hnausar af hverjum stofni í gegnum dúk. Borið á eftir gróður- setningu, sem var um miðjan júlí og aftur smávegis að hausti, 24. september. Haustáburður er talinn auka ffæsetningu árið eftir. Svepprót og ranabjöllur (132-9311) Rannsóknir á svepprót og ranabjöllu em unnar í samvinnu við Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Lögð er áhersla á samspil nytsamra jarðvegsörvera við ranabjöllulirfur. Ryðsveppir (132-9431) Kanna á hvort einstakar arfgerðir af alaskaösp og gljávíði kunna að búa yfir ónæmi gegn nýtilkomnum sveppasjúkdómum. Valdir vom asparklónar úr tilraunareit í landi Böðmóðs- staða í Laugardal. Lokið var við plöntun í reitinn sumarið 1993 og em í honum nær allir klónar sem þekktir era úr ræktun hérlendis. Af gljávíði var valinn efniviður sem ætla má að nýtist í garðrækt hér á landi, þ.e.a.s. sneitt hjá klónum sem ólíklegt má telja að þrífist hér og eins hinum sem telja má að henti ekki sem garðplöntur. Valdir vom tæplega 50 klónar. Græðlingunum var komið í ræktun í gróðrarstöð Barra í Fossvogsdal og var síðan plantað í tilraunareiti i Reykjavík og á Tumastöðum. Sjá Jarðræktarrannsóknir 2000 bls. 60. Verkefnið gengur samkvæmt áætlun og hafa fyrstu niðurstöður þegar birst í riti Mógilsár Rannsóknastöðvar Skógræktar (4/2001) og Skógræktarritinu 2001 (bls. 43-48).

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.