Fjölrit RALA - 15.11.2004, Qupperneq 59
Matjurtir 2003
49
Kartöflutilraunir (132-9503)
Tilraun nr. 798-03. Flýtiáburður á kartöflur, Þykkvabæ.
Gerðar voru þijár tilraunir með áburð á kartöflur í Þykkvabæ. Haldið var áíram að bera hluta
áburðar í rásina með kartöflunum. Til þess var notaður áburður frá Norsk Hydro sem ber
vöruheitið OPTI START™ og er mónóammóníumfosfat (NP 12-23). Þessi flýtiáburður var
einn þriggja þátta. Hinir voru viðbót af nitri og viðbót af kalíi við þann grunnáburð sem
bændurnir nota. Auk þess voru tveir aukareitir með gifsi til að prófa áhrif þess að bera á
kalsíumáburð. Þættir tilraunarinnar voru þessir:
A. Staðsetning OptiStart
al Með öðmm áburði
a2 Með kartöflum
B. ViðbótafN
NO 0 N (engin viðbót)
N1 40 N = 120 kg/ha Kjami
C. ViðbótafK
K0 0 K (engin viðbót)
K1 83 K = 200 kg/ha kalísúlfat
Gifs var borið á aukareiti í miðri tilraun, 200 kg/ha. Þessir reitir voru annar með K0 og hinn
með Kl, þ.e. kalísúlfat á annan reitinn. Önnur meðferð var A1 og N0, þ.e. OptiStart með
áburði (þó ekki í Hákoti T) og án aukaskammts af N.
Reitir voru 3 m í tveim röðum, 72 sm milli raða í tveim tilraunum í Hákoti og 75 sm í
Vatnskoti. Samreitir voru 2 og fjöldi reita í hverri tilraun því 2x2x2x2+2=18.
Garðurinn í Hákoti T var hvíldur með byggi 2002 og hálmurinn plægður niður. í
Hákoti S höfðu kartöflur verið ræktaðar samfellt í 3 ár. Garðurinn í Vatnskoti heflir verið
ræktaður frá þvi um 1970. Hann er mjög sendinn og hættir til að fjúka. í Hákoti S var notað
Premier en Gullauga í hinum tilraununum. Grunnáburður í Hákoti var 1200 kg/ha af áburði
frá ísafold, 12-12-17. Það jafngildir 144-63-169 kg/ha N-P-K. í Vatnskoti var áburðurinn
1100 kg/ha af Græði 1, 132-72-155 kg/ha N-P-K. Auk þess fengu allir reitir 83 kg/ha af
OptiStart (NP 12-23), nema gifsreitir í Hákoti T. Grunnáburður alls var því 154-82-169 í
Hákoti og 142-91-155 N-P-K í Vatnskoti. Bændumir gáfu upp magn gmnnáburðar og var
hann ekki mældur.
Sett var niður og borið á 27. maí. Kartöflur voru settar og gmnnáburði dreift með
niðursetningarvél og hreykt þegar tilraunaáburði hafði verið dreift. Með vélunum var áburði
beint nokkuð til hliðar við útsæðið báðum megin. Tvö jarðvegssýni vom tekin úr hverri
tilraun þegar sett vat niður. í eftirfarandi töflur em einnig niðurstöður úr tilraun á Korpu þar
sem tekin vom fjögur jarðvegssýni. Steinefni vom mæld í AL-lausn og pH í vatni. Jarðvegur
var þurrkaður við 30-35°C, en nokkur tími leið eftir það, þar til kolefni var mælt. C er % af
þurrum jarðvegi, P mg á 100 g af þurrum jarðvegi og katjónir mj. á 100 g af þurrum jarðvegi.
C P Ca Mg K Na pH
Hákoti, T 1,25 3,2 5,1 2,0 0,82 1,45 5,7
Hákoti, S 1,68 7,1 7,5 3,4 0,87 1,52 5,7
Vatnskoti 1,47 6,1 7,0 2,9 1,30 1,20 5,6
Korpu 3,2 0,65 7,5 1,5 0,71 0,96 6,2
Tekið var upp 27. ágúst. Grösin vom sviðin um hálfúm mánuði áður í Hákoti T, en ekki í
hinum tilraununum. Sums staðar var niðursetningin nokkuð óregluleg. Grös vom taiin og
tekið upp úr öllum reitnum, nema grös sem vom á mörkum reita. Þau vom einnig talin og
talin til beggja reita jafnt. Á næstu dögum var uppskeran flokkuð og vegin, sterkja mæld með
flotvog og þurrefni mælt. Ein þurrefnismæling glataðist bæði í Hákoti S og Vatnskoti.